Hvar er draumurinn?

April 7, 2009

Kraumur og Aldrei fór ég suður með námskeið og pallborðsumræður á Ísafirði þann 10. apríl. Öllum opin. Engin aðgangseyrir.

Kraumur tónlistarsjóður og aðstandendur Aldrei fór ég suður standa fyrir námskeiðum fyrir tónlistarmenn, sem og aðra áhugamenn um íslenska tónlist, á meðan á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður stendur á Ísafiriði.

Fjölmargir reynsluboltar úr íslensku tónlistarlífi munu þar taka þátt og deila reynslu sinni með ungum og upprennandi listamönnum frá Vestfjörðum sem og annarstaðar af landinu. Má þar nefna Mugison, Óttar Proppé úr Dr. Spock, Árna Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast, Katrín Mogensen úr Mammút og Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason úr múm.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði sem meðal annars kemur inn á textagerð, hvernig best er að koma sér og tónlist sinni á framfæri – og að sjálfsögðu hvernig á að slá í gegn. Násmskeiðin og smiðjurnar fara fram í Edinborgarhúsinu, Bryggjusal föstudaginn 10. apríl, 11:00-17:00, og eru öllum opnar. Engin aðgangseyrir. Og boðið upp á frítt kaffi.

DAGSKRÁ:

Birt með fyrirvara um breytingar.

Gerðu það sjálfur, sjálfbær tónlistarþróun

Hvernig er best að skipuleggja sig og sinn vinnutíma í tónlist?

 • Jóhann Fr. Jóhannsson (701)
 • Árna Rúnar Hlöðversson (FM Belfast)
 • Gunnar Örn Tynes (múm)
 • Örn Elías Guðmundsson (Mugison)

Bölmóðssýki og brestir, eltir lagið textann eða er það öfugt?

Hversu mikilvægur er textinn, þarftu að segja eitthvað með honum, er nóg að hugsa á íslensku? Textagerð frá öllum ýmsum sjónarhornu.

 • Örvar Þóreyjarson Smárason (múm)
 • Óttarr Proppé (Dr. Spock)
 • Þröstur Jóhannesson (Þröstur og þúfutittlingarnir)
 • Katrín Mogensen (Mammút)

Hvar er draumurinn? Hverjar eru væntingarnar í tónlistarsköpun?

Hvar er draumalandið, hvers vegna að skapa tónlist? Rætt gagnvirkt um tónlistariðnaðinn og væntingar tónlistarmanna.

 • Logi Höskuldsson (Sudden weather change)
 • Eygló (Vicky)
 • Arnór Dan (Agent Fresco)
 • Benjamín Bent (Klikkhausarnir)

Slá í gegn, hvernig siglir maður á móti straumnum í bransanum?

Hvernig stígur maður næstu skref, í hvaða átt á að stefna? Hvernig á að bera sig að í að styrkja ferilinn og rækta?

 • Fulltrúi Dikta (Dikta)
 • Gís Von Ice (Umboðsmaður)
 • Haukur Sigurbjörn (Reykjavík!)
 • Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla / múm)

Samantekt, leystum við lífsgátuna, sömdum við lag, hver var tilgangurinn?

Fundarstjóri dregur saman helstu atriðin og mækinn verður opinn!

 • Kristján Freyr Halldórsson heldur utan um samantekinga og í samvinnu við ráðstefnugesti tekur saman helstu atriði sem komu fram.

Frekari upplýsingar veita: www.aldrei.is