Bróðir Svartúlfs sigurvegarar Músíktilrauna
Glæsilegar Músíktilraunir að baki; Skagfirska rokkrappsveitin Bróðir Svartúlfs sigur úr býtum.
Úrslitakvöld Músíktilrauna Hins hússins fóru fram í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi þann 4. apríl. Þar mættu til leiks þær 11 ljómsveitir sem höfðu komist áfram á undanúrslitakvöldunum í Íslensku óperunni og má með sanni segja að þarna hafi verið slegin botninn í virkilega vel heppnaðar Músíktilraunir ársins í ár.
Skagfirska rokkrappsveitin Bróðir Svartúlfs sigur úr býtum, tónlistarmaðurinn Leifur Eiríksson eða Ljósvaki hreppti annað sætið og hljómsveitin The Vintage í því þriðja. Hljómsveitin Blanco var valin Hljómsveit fólksins, en þau verðlaun veita áheyrendur í sal og hlustendur Rásar 2 um land allt.
Einstaklingsverðlaun hlutu eftirfarandi:
Gítarleikari Músíktilrauna 2009 – Óskar Logi Ágústsson í The Vintage
Bassaleikari Músíktilrauna 2009 – Jón Atli Magnússon í Bróðir Svartúlfs
Trommuleikari Músíktilrauna 2009 – Bergur Einar Dagbjartsson í Flawless Error
Söngvari Músíktilrauna 2009 – Almar Freyr Fannarsson í Earendel
Forritari Músíktilrauna 2009 – Leifur Eiríksson Ljósvaki
Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku – Arnar Freyr Frostason í Bróðir Svartúlfs
Kraumur styður við sigurvegara Músíktilrauna 2009 og sveitirnar sem lenda í 2. og 3. sæti með plássi í Hljóðverssmiðjum Kraums og Tanksins á Flateyri [mynd]. Um er að ræða eina vika í hljóðverinu, samtals 70 upptökutíma með hljóðmanni, auk leiðbeininga og kennslu frá reyndari listamamönnum. Gisting innifalin.
Markmiðið með hljóðverssmiðjunum er að styðja við grasrótina í íslensku tónlistarlífi, miðla reynslu og gefa þeim tækifæri á að taka upp efni sem nýst gæti hljómsveitinni við kynningu, t.a.m. dreifingar á netinu og til útvarpsstöðva, og/eða sem byrjun á upptökum á breiðskífu.