Ólöf Arnalds og ný breiðskífa

May 7, 2009

Ólöf Arnalds hefur lokið við upptökum á nýrri breiðskífu, sefnt er á útgáfu síðar á árinu.

Ólöf Arnalds hefur lokið upptökum á sinni annarri breiðskífu. Platan er tekin er upp af Kjartan Sveinssyni (Sigur Rós), sem einnig leikur á plötunni ásamt konu sinni Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur (Amiina). Fleiri koma fram á plötunni og má þar nefna; Skúla Sverrisson, Davíð Þór Jónsson og Shahzad Ismaily, sem unnið hefur með Tom Waits, Bonnie ‘Prince’ Billy o.fl. Platan mun fylga eftir frumburðinum einstaka; Við og við.

Kraumur heldur áfram að vinna með Ólöfu Arnalds og styðja við tónlistarferil hennar. Samstarfið hófst í fyrra við stuðings Kraums við plötugerðina, en verkefnið tók nokkrum breytingum eftir því sem leið á árið og ýmis tækifæri gáfust á innlendum og erlendum vettvangi. Hér er á ferð eina framhalds verkefni Kraums frá því í fyrra sem teygir sig fram á þetta ár.

Árið 2008 lék Ólöf Arnalds m.a. á Náttúru tónleikum Bjarkar og Sigur Rósar, nokkrum tónleikum í New York m.a. á Le Poisson Rouge – auk þess sem hún kom fyrst allra íslenskra listamanna fram á tónlistarhátíðinni WOMEX, fyrir tilstuðlan Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN/IMX).  Tónleikar Ólafar þar vöktu verðskuldaða athygli hjá tónleikahöldurum, plötuútgáfum og fjölmiðlum og opnuðu leiðina fyrir fleiri listamenn við að koma fram á hátíðinni.

Ólöf Arnalds er þessa dagana stödd í New York. þar sem hún leikur m.a. á tónleikum með Björk og Dirty Projectors.

Ólöf Arnalds – 2009 Tour Dates
May 5 Union Hall – Brooklyn, New York
May 6 Sycamore – Brooklyn, New York
May 7 Scandinavia House – New York, New York
May 8 Housing Works Bookstore Cafe – New York, New York #
# w/Björk and The Dirty Projectors

Vefur: Ólöf Arnalds á MySpace