Hjaltalín tónleikar í Reykjavík

June 23, 2009

Hjaltalín og Sin Fang Bous leika á NASA, laugardagskvöldið 27. júní.

Hljómsveitin Hjaltalín, sem er nýkomin úr tónleikaferð sinni um Bretlandseyjar og lék fékk glymrandi dóma fyrir tónleika sína á Listahátíð í Reykjavík í síðasta mánuði, leikur á ný í Reykjavík laugardagskvöldið 27. júní. Tónleikarnir fara fram á NASA við Austurvöll og hefjast klukkan 22.00.

Einnig koma fram á tónleikunum Fallegir Menn, Gísli Galdur og hljómsveit Sindra Más Sigfússonar, Sin Fang Bous, sem er nýkomin úr tónleikaferð um Evrópu. Kraumur vinnur með og styður Hjaltalín og Sin Fang Bous að plötugerð og fleiri verkefnum.