Jazz-smiðjur á Jazzhátíð Reykjavíkur

August 14, 2009

Kraumur er samstarfsaðili að Jazz-smiðjum á Jazzhátíð í Reykjavík, vettvangur ungra jazzlistamanna sem eru við það að hasla sér völl á tónleikasviðinu.

Jazzhátíð fer fram í Reykjavík í tuttugasta sinn nú í ágúst. Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá fyrstu Jazzhátíðinni hefur verið sett saman dagskrá sem nær yfir 20 daga, frá 13. ágúst til 1. september. Gera má ráð fyrir hartnær 50 atburðum sem spanna allt frá einleiksatburðum til stórsveitarkvölda.

Kraumur styður við, og er samstarfaðili að Jazz-smiðjum á hátíðinni, ásamt Listasafns Reykjavíkur og Tónlistarskóla FÍH. Smiðjunni er ætlað að vera vettvangur þeirra ungu jazzlistamanna sem eru við það að hasla sér völl á tónleikasviðinu. Þar njóta þeir leiðsagnar alþjóðlegra listamanna úr fremstu röð.

Jazz-smiðjur á jazzhátíð Reykjavíkur: Dagskrá

Dagur 1-Mánudagur 17. ágúst

• 9.30 Morgunverðarfundur í FíH – Allir
• 10-12 Gerðuberg – Trommuleikarinn Jim Black og Reginfirra vinna saman.
• 10-12 Fíh – Gítarleikarinn Hilmar Jensson og bassaleikarinn John Estes stjórna æfingum tveggja
hljómsveita sem samanstanda af meðlimum kvartetts Leifs og Transkvintett.
• 12-12.30 Tónleikar Reginfirru í Gerðubergi
• 12.30 Hádegismatur í Gerðubergi
• 14-16 Kjarvalsstaðir – Hljómsveitirnar spila hver fyrir aðra og gesti Kjarvalsstaða á meðan Jim Black veitir
tilsögn og stjórnar umræðum.
• 16-17 Jim Black segir frá tónlist sinni.

Dagur 2 -Þriðjudagur 18. ágúst

• 10-12 Gerðuberg – Hilmar Jensson og Kvartett Leifs Gunnarssonar vinna saman.
• 10-12 FÍH – Jim Black og Olivier Manoury stjórna æfingum tveggja hljómsveita sem samanstanda af
meðlimum Reginfirru og Transkvintetts
• 12 Tónleikar Leifs Gunnarssonar og félaga í Gerðubergi
• 12.30 Hádegismatur í Gerðubergi
• 14-16 Kjarvalsstaðir – Hljómsveitirnar spila hver fyrir aðra og gesti Kjarvalsstaða á meðan Hilmar veitir
tilsögn og stjórnar umræðum.
• 16-17 Hilmar Jensson segir frá tónlist sinni

Dagur 3 -Miðvikudagur 19. ágúst

• 10-12 Gerðuberg – Benjamin Koppel og Transkvintett
• 10-12 FÍH – Hilmar Jensson og Jim Black stjórna æfingum tveggja hljómsveita sem samanstanda af
Kvartetti Leifs og Reginfirru.
• 12-12.30 Tónleikar Transkvintetts í Gerðubergi
• 12.30 Hádegismatur í Gerðubergi
• 14-16 Kjarvalsstaðir – Hljómsveitirnar spila hver fyrir aðra og gesti Kjarvalsstaða á meðan Benjamin Koppel
veitir tilsögn og stjórnar umræðum.
• 16-17 Benjamin Koppel segir frá tónlist sinni.
• 18 Hljóðprufa á Rósenberg
• 19 Matur og umræður um námsskeiðið á Rósenberg.
• 21 Tónleikar á Rósenberg

Hlekkir:
Jazzhátíð í Reykjavík
Jazz-smiðjur á Jazzhátíð í Reykjavík, dagskrá