Verðlaunaplatan Apocrypha fáanleg á musemap.com

September 6, 2009

Geislaplata Huga Guðmundssonar, Apocypha, er nú fáanleg um allan heim gegnum vefsíðuna musemap.com.

Fyrsta breiðskífa tónskáldsins Huga Guðmundssonar (f. 1977), Apocrypha, var ein sex breiðskífna sem hlutu Kraumsverðlaunin árið 2008, með tilheyrandi stuðning og kynningu Kraums tónlistarsjóðs. Síðan platan kom út í takmörkuðu upllagi í fyrra hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnanda og var í lok árs útnefnd af gagnrýnendum Morgunblaðsins sem ein af bestu plötum ársins.

Apocrypha er nú fáanleg um allan heim gegnum vefsíðunni musemap.com, þar sem einnig má hlusta á tóndæmi. Musemap.com hefur það meðal annars að markmiði að tengja saman og búa til tækifæri fyrir tónlistarmenn innan klassískrar tónlistar.

Hlekkir: