Sindri Már Sigfússon vinnur að nýrri breiðskífu

September 15, 2009

Sindri Már Sigfússon, vinnur að nýrri breiðskífu sem Sin Fang Bous með stuðningi Kraums.

Á næsta ári má búast við tveim breiðskífum með hljómsveitum Sindra Más Sigfússonar. Annars vegar mun Seabear fylgja á eftir plötu sinni The Ghost that Carried us Away (2007), en fáar breiðskífur íslenskrar hljómsveitar hafa fengið jafn mikið lof gagnrýnenda og er hljómsveitin að ná góðri fótfestu á alþjóðavettvangi. Með jafnri og stöðugri sölu hefur platan orðið ein söluhæsta plata Morr Music útgáfunnar sem gefur plötuna út.

Ssóló verkefni Sindra, hið ögn tilraunakenndara Sin Fang Bous, hefur einnig vakið verðskuldaða athygli. Platan Clangour komst hátt á árlistum gagnrýnenda hérlendis sem erlendis í fyrra og var m.a. tilnefnd til Kraumsverðlaunanna. Sin Fang Bous hefur leikið á tónleikum um alla Evrópu í ár og í október og nóvember er fyrirhuguð tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada.

Sindri vinnur nú að nýrri Sin Fang Bous breiðskífu í samvinnu við og með stuðningi Kraums.

Hlekkir:
Sin Fang Bous á MySpace
Sing Fang Bous á gogoyoko
Bousing it up, Iceland Music Export