Leit að nýjum tónskáldum

February 15, 2010

Tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði hefur leit sína að nýjum tónskáldum í samvinnu við Kraum og Ríkisútvarpið Rás 1.

Kraumur er stuðnings- og samstarfsaðili tónlistarhátíðarinnar Við Djúpsins í ár og verkefni hátíðarinnar; Leit að nýjum tónskáldum. Stefnan er sett á að finna allt að þrjú ný tónskáld og gefa þeim tækifæri á að semja nýtt tónverk, vinna náið með reyndum flytjendum og fá verk sín frumflutt á hátíðinni í sumar.

Þetta er í annað sinn sem verkefnið fer fram, en í fyrra sömdu þrjú tónskáld verk fyrir kammersveitina Ísafold. Nú er komið að blásarakvintett Nordic Chamber Soloists að flytja verkin, en hann er skipaður ungum en mjög reyndum tónlistarmönnum frá norður Evrópu.

Tilgangur verkefnisins er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með reyndum tónlistarmönnum, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Verkin verða síðan frumflutt á sérstökum lokatónleikum hátíðarinnar 27. júní 2010.

HELSTU DAGSETNINGAR

  • 1. mars 2010 – Umsóknarfrestur rennur út
  • 15. mars 2010 – Völdum tónskáldum falið að semja verk
  • 1. maí 2010 – Drög að nýjum tónverkum kynnt fyrir aðstandendum keppninnar
  • 15. maí 2010 – Verkunum skilað til Nordic Chamber Soloists

DÓMNEFND
Sérstök dómnefnd hefur var skipuð vegna samkeppninnar. Í henni sitja:

  • Daníel Bjarnason, tónskáld, formaður (nánar)
  • Dagný Arnalds, listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið (nánar)
  • Stefán Jón Bernharðsson, hornleikari
  • Þuríður Jónsdóttir, tónskáld
  • Ólafur Óskar Axelsson, tónskáld

REGLUR OG LEIÐBEININGAR
Í samkeppninni var notast við ákveðnar reglur. Þær má finna r.

FREKARI UPPLÝSINGAR
Frekari upplýsingar um Leitina að nýjum tónskáldum má finna hér

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram á Ísafirði dagana 22.-27. júní (heimasíða).