Umsóknum svarað í byrjun apríl

March 27, 2010

Öllum umsóknum til Kraums tónlistarsjóð fyrir verkefni ársins 2010 verður svarað í byrjun apríl.

Kraumur þakkar öllum þeim sem sendu inn umsóknir í umsóknarferli sjóðsins fyrir árið 2010. Því miður sjáum við okkur ekki fært að svara umsækjendum lok mars mánðar eins og stefnt var að, heldur munum við svara umsækjendum í byrjun apríl. Stefnt er að því að allir umsækjendur hafi fengið svar eigi síðar en 10. apríl.

Alls bárust umsóknir frá 193 aðilum, aðallega listamönnum og hljómsveitum, í umsóknarferli Kraums fyrir árið 2010. Heildarfjöldi umsókna er 208 talsins. Umsóknirnar eru af ýmsum toga, og úr öllum geirum tónlistar.

Framkvæmdastjóri og stjórn Kraums hefur allt frá umsóknarferlinu lauk staðið í ströngu við að fara yfir þær umsóknir sem bárust. Sú vinna hefur tekið meiri tíma en ráðgert var. Við þökkum þolinmæðina og munum, eins og áður sagði, svara öllum umsækjendum í byrjun apríl. Ef einhverjar spurningar hafið endilega samband við undirritaðan.

– Eldar Ástþórsson
framkvæmdastjóri Kraums tónlistarsjóðs
S: 869 8179
E: eldar@kraumur.is