Opið hús á Menningarnótt

August 24, 2010

Kraumur og nágrannar voru með opið hús og tónleika í Vonarstræti á Menningarnótt.

Kraumur tónlistarsjóður, Hönnunarsjóður Auroru og Hönnunarmiðstöð Íslands – sem deila húsnæði að Vonarstræti 4B – voru með opið hús og dagskrá á Menningarnótt (laugardagskvöldið 21. ágúst). Dagskrá var bæði innanhús og í portinu þar sem hljómsveitin Orphic Oxtra tók lagið, sýndar voru upptökur frá HönnunarMarsi 2010 og sitthvað fleira. Góð mæting og stemmning.

Fleiri myndir má finna á Facebook síðu Kraums með því að smella hér – www.facebook.com/kraumur