Plötuverðlaun Kraums – Kraumslistinn 2010

November 24, 2010

Líkt og síðustu tvö ár mun Kraumur styðja við íslenska plötuútgáfu með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika að mati dómnefndar Kraumslistans.

Kraumslistinn, sem bar nafnið Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn sem hann var valinn í lok árs 2008, snýst fyrst og fremst um að styðja við og vekja athygli á þeim plötum dómnefnd velur til Kraumslistans, frekar en eina einstaka verðlaunaplötu.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð 12 blaðamönnum og aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, t.a.m. í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Kraumur mun styðja við Kraumslistaplöturnar, og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær Kraumslistinn verður kynntur í ár, en síðustu tvö ár hefur hulunni verið svipt af vali dómnendar um miðjan desember mánuð. Eftirtaldar hljómplötur hlutu viðurkenningu Kraums sem Kraumslista- og verðlaunaplötur:

Kraumsverðlaunin 2008

  • Agent Fresco – Lightbulb Universe
  • FM Belfast – How to Make Friends
  • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
  • Ísafold – All Sounds to Silence Come
  • Mammút – Karkari
  • Retro Stefson – Montaña

Kraumslistinn 2009

  • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
  • Bloodgroup – Dry Land
  • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
  • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
  • Hjaltalin – Terminal
  • Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Hlekkir
Kraumlistinn
Markmið & reglur
Saga & bagkrunnur
Kraumslistinn 2008
Kraumslistinn 2009