Retro Stefson semur við Universal og Sony

March 7, 2011

Hljómsveitin Retro Stefson, sem notið hefur liðsinni Kraums, hefur skrifað undir plötusamning við útgáfurisan Universal.

Nú þegar plötusamningar við stórar plötuútgáfur virðist stundum heyra sögunni til, og tónlistarbransinn virðist í stöðugu uppnámi, berast þær jákvæðu fréttir að íslenska sveitin Retro Stefson hafi skrifað undir samning við Universal samsteypuna. Hér er á ferð samningur við Vertigo merki samsteypunnar um útgáfu á hljópmplötunni Kimbabwe í Þýsklandi, Austurríki, Sviss og Austur-Evrópu.

Auk útgáfu á Kimbabwe hefur Universale með samningnum tryggt sér útgáfurétt á næstu tveimur breiðskífum Reto Stefson. Sveitin hefur afnframt “publishing” samning við Sony til 3 ára, samning sem hjálpar sveitinni við að koma verkum hennar á framfæri m.a. í heimi kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Kimbabew verður gefin út í Evrópu þann 6. maí nk. – en auk þeirra laga sem voru á íslensku útgáfunni verður þremur lögum af fyrstu plötu sveitarinnar Montana bætt við. Þetta eru lögin, “Senseni”, “Papa Paulo III” og “Medallion” sem voru endurhljóðblönduð fyrir þessa útgáfu.

Samningurinn hefur í för með sér talsverðar breytingar á högum meðlima Retro Stefson sem munu í fljótlega flytja sig um set og starfa næstu misserin í Evrópu með aðsetur í Berlín. Haldið verður í tónleikaferð strax í mars um Þýskaland og eftir það verður ferðast um Mið- og Austur Evrópu þangað til að tónlistarhátíðir sumarsins taka við en sveitin er bókuð víða og fram á haustið.

  • Retro Stefson hlaut Kraumsverðlaunin árið 2008 fyrir fyrstu breiðskífu sína Montana
  • Sveitin hlaut stuðning Kraums við starfsemi sína og gerð breiðskífunnar Kimbabwe árið 2010