Get it Together kemur út í Evrópu

April 3, 2011

Hljómsveitin Dikta á siglingu. Í síðasta mánuði kom nýjasta breiðskífa sveitarinnar, sem gerð var með stuðningi Kraums, út í Þýskalandi, Sviss og Austurríki.

Þann 11. mars kom breiðskífa Dikta, Get it Together, út í Þýskalandi, Sviss og Austurríki hjá plöuútgáfunni Smarten-up. Plötunni er dreift gegnum hið goðsagnakennda Rough Trade plötumerki.

Dikta hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og leikið á fjölmörgum tónleikum í Bretlandi og meginlandi Evrópu á þessu ári, m.a. tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og SxSW í Texas sem eru með mikilvægustu tónlistarhátíðum Evrópu og Ameríku við kynningu á nýrri tónlist og listamönnum.

Tónleikaferð í kjölfar útgáfunnar er fyrirhuguð um Þýskaland í næsta mánuði.

16.05.2011 Köln, Gebäude 9
17.05.2011 Hamburg, Knust
18.05.2011 Münster, Gleis 22
19.05.2011 Oberhausen, Zentrum Altenberg
20.05.2011 Marburg, KFZ
21.05.2011 Dresden, Beatpol
24.05.2011 München, 59:1
25.05.2011 Erlangen, E-Werk
26.05.2011 Berlin, Magnet