Jólabasar Kraums – Beint af bandi

December 15, 2011


Kraumur ætlar að opna Vonarstræti 4b fyrir tónlistarfólki og slá upp basar á tveimur hæðum þar sem fólk getur gert góð kaup beint af bandi.

Hljómsveitir geta látið vita af þátttöku en fyrstir koma fyrstir fá pláss. Það kostar ekkert en listamenn þurfa að láta vita á kraumur@kraumur.is ef þeir hafa áhuga á að vera með. Einnig ef viðkomandi vill spila en það verður kerfi á staðnum. Svo er bara að mæta með það sem á að selja laugardaginn 17. desember: Geisladiska, vínyl, rokkpiparkökur eða boli …. og mikilvægt að hver listamaður muni að koma með eitthvað í skiptimynt. Það verður einnig á staðnum tölva til að millifæra og svo er hraðbanki í næsta húsi.

Málið er að gera sér glaðan dag og vera í jólastuði.

Kaffi, kakó og piparkökur í boði fyrir gesti.

Eftirtaldir listamenn hafa boðað komu sína:

Reykjavík!, amiina, Low Roar, Hellvar, Nóra, Paradísarborgarplötur (Þórir / Ofvitarnir), Sóley, Nolo, Möller Records, blanda af Stafrænum Hákoni og Per Segulsvið – jólaupplestur með glussaívafi, Pascal Pinon, Tarnús jr, Lay Low … ofl.

Auk þess ætla Okeibæ Kur að mæta og selja bækur, boli og myndir.

Og alveg endilega að láta fólk vita – vini og vandamenn.