RetRoBot sigra Músíktilraunir 2012

April 1, 2012Kraumur óskar sigurvegurum Músíktilrauna 2012 til hamingju. Sigurvegararnir hafa tryggt sér sæti í Hljóðverssmiðju Kraums fyrir árið í ár.

1. sæti : RetRoBot
2. sæti : Þoka
3. sæti: Funk that Shit!

White Signal úr Reykjavík var svo valin hljómsveit fólksins.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir hljóðfæraleik og söng. Reynir Snær Magnússon úr Funk that Shit! var valinn efnilegasti gítarleikari, Guðmundur Ingi Halldórsson úr Funk that Shit! efnilegasti bassaleikari, Heimir Klemenzson úr Þoku var kosinn efnilegasti hljómborðsleikari, Daði Freyr Pétursson úr RetRoBot var valinn rafheili Músíktilrauna 2012, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir úr White Signal sem efnilegasti trommuleikari og Agnes Björgvinsdóttir úr Þoku sem efnilegasti söngvari Músíktilrauna. Það var svo Lena Mist Skaptadóttir úr Ásjón fékk viðurkenningu fyrir texta á íslensku.

Samstarf Kraums og Músíktilrauna er mjög farsælt og er þetta í fjórða sinn sem Kraumur verðlaunar sigur sveitir tilraunanna með handleiðslu í Hljóðverssmiðjum. Markmiðið með Hljóðverssmiðjunum er að styðja við grasrótina í íslensku tónlistarlífi, miðla reynslu og gefa ungum og upprennandi tónlistarmönnum tækifæri á að taka upp nýtt efni og læra að nýta þá mörgu möguleika sem gott hljóðver hefur upp á að bjóða.

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2012 var haldið í Austurbæ. Rás 2 útvarpaði beint frá kvöldinu og allir landsmenn fengu tækifæri til að fylgjast með og kjósa í beinni símakosningu um hljómsveit fólksins. Verðlaun voru veitt fyrir 1.2. og 3. sæti, hljómsveit fólksins og einstaklingsverðlaun fyrir söngvara og hljóðfæraleikara Músíktilrauna 2012, einnig eru veitt ný verðlaun sem bera heitið rafheili Músíktilrauna. Fjölbreytni í tónlistarstefnum var mikil þetta kvöld og alls kepptu 10 bönd til úrslita í ár: White Signal, Icarus, The Lovely Lion, The Young and Carefree, Funk that Shit!, RetRobot, Aeterna, Glundroði, Þoka og Hindurvættir.

Árið 2009 fóru Hljóðverssmiðjur fyrst fram í Tankinum á Flateyri en síðan hafa þær verið haldnar í hljóðverinu Sundlaugin í Mosfellsbæ, en fjölmargir þekktir listamenn hafa unnið í hljóðverinu og má þar nefna Sigur Rós, Pétur Ben, Ólöf Arnalds, amiinu og Mugison.

Lost með RetRoBot

Músíktilraunir – heimasíða

Hljóðverssmiðjur Kraums

Ljósmynd: Brynjar Gunnarsson