Extreme Chill Festival – Undir Jökli 2012

April 25, 2012Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir Jökli 2012 verður haldin helgina 29. júni – 1. júlí næstkomandi á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin fer fram og hefur hún verið að stækka og verða vinsælli með hverju árinu. Þess má geta að hátíðin í ár fékk styrk úr tónlistarsjóði Kraums tónlistarsjóðs.

Hátíðin er einstaklega metnaðarfull í ár sem og önnur ár og hefur upp á það besta bjóða sem einkennir íslenska raftónlist.

Í ár verða yfir 30 listamenn sem að koma fram, innlendir sem erlendir og má þar á meðal nefna:

Samaris, Futuregrapher, Ruxpin, Stereo Hypnosis, Yagya, Mixmaster Morris (Frá Bretlandi), Kaido Kirkimae (Frá Eistlandi), Krummi, Captain Fufanu, Bix, Jónas Sen, Reptilicus, Sigtryggur Berg, Quadruplos, Tonik, Steve Sampling, Prince Valium o.fl o.fl

Miðasala á hátíðina hefst þann 1. maí á midi.is og í verslunum Brim Kringlunni og Laugavegi. Armband sem að gildir alla helgina ásamt tjaldsvæði er á aðeins 6500kr.
en aðeins 350 armbönd verða í boði svo það er um að gera að tryggja sér eitt tímanlega. Í fyrra komust m.a færri að en vildu og ljóst er að áhugi á íslenskri raftónlist er í sögulegu hámarki hér á landi.

Það stefnir allt í allra stærstu og flottustu Extreme Chill – Undir Jökli hátíðina til þessa en þess má geta að á svæðinu er nýuppgert kósí og frábært tjaldsvæði með sturtu og salernis aðstöðu.

Facebook Chill