Kraumur á Menningarnótt – Te og tónlist

August 17, 2012


Kraumur tónlistarsjóður býður gestum og gangandi upp á frábæra tónlist og heitt te á morgun laugardag frá kl. 16:00 til 18:00 í porti Vonarstrætis 4b (falleg mynd eftir Sigga Eggerts prýðir húsgaflinn).

Fram koma sóley og Nóra.

16:30 sóley – http://www.facebook.com/soleysoleysoley

17:30 Nóra – http://www.facebook.com/noramusic

sóley er búin að vera að gera það mjög gott upp á síðkastið. Hún er búin að túra víða í ár með hljómsveit sinni og kynna hina frábæru plötu sína We Sink sem var meðal annars ein af bestu plötum ársins 2011. Þess má geta að sóley hlaut hæsta styrkinn í úthlutun Kraums tónlistarsjóðs í mars síðastliðnum.

Nóra hefur nýlokið við að hljóðblanda nýju plötuna sína en hljómsveitin er búin að vera að vinna að henni síðan í byrjun árs. Platan, sem er væntanleg með haustinu, er í einu orði sagt epísk og gríðarstórt stökk fram á við, uppfull af skemmtilegri tónlist.

Hvar: Portið – Vonarstræti 4b (Bakvið Íslandsbanka, Lækjargötu)