Er einhver HEIMA í Hafnarfirði?

April 22, 2014

Menningar- og listafjelag Hafnarfjarðar heldur tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði að kvöldi síðasta vetrardags, 23.apríl 2014.

Hugmyndin að tónlistarhátíðinni Heima kemur frá Færeyjum, en Færeyingar segjast reyndar hafa fengið hugmyndina frá Íslendingum. Hún byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum munu halda stutta tónleika (ca 40 mín á hverjum stað) í 13 heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir (bæjarbúar og aðrir) rölta á milli húsa og hlusta og njóta. Hvert tónlistaratrði kemur fram tvisvar sinum á sitt hvoru heimilunu. Dagskráin stendur frá kl. 19:50 – 23:00.

Þá tekur við ball með öllu tilheyrandi á Fjörukránni og í Gaflaraleikhúsinu sameinuðu eitthvað fram á nótt. Í Fjörukránni mun eiga sér stað söguleg stund er Kátir Piltar tjalda öllu til og verða með só kóld “kombakk”. Í Gaflaraleikhúsinu verður opinn míkrafónn fyrir Hall Joensen frá Færeyjum og félaga og öll góð partýljón sem eitthvað geta.

Eftirtaldir listamenn og hljómsveitir koma fram á Heima:

Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson

Bjartmar Guðlaugsson

Ylja

Hallur Joensen (FO) ásamt Kristinu, Evi Tausen og Bedda.

Vök (Sigursveit Músíktilrauna 2013)

Mono Town

Elíza Newman og Anna Magga

Jónas Sigurðsson

Fjallabræður

DossBaraDjamm (Skólahljómsveit þeirra Davíðs Þórs Jónssonar og Steins

Ármanns í Flensborg)

Snorri Helgason og Silla

Strigaskór no. 42

ATH : Hver konsert er c.a. 40 mínútur að lengd og allir þeir sem koma fram spila tvisvar um kvöldið og flestir í sitthvoru HEIMA-húsinu.

Meðal þeirra sem hafa ákveðið að bjóða fólki heim til sín á tónleika eru Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi, Karólína Valtýsdóttir flugfreyja og Árni Matthíasson blaðamaður á Morgunblaðinu.

Sérstakur heiðurs gestur þessarar fyrstu Heima hátíðar sem er liður í Björtum Dögum í Hafnarfirði (23. – 27. apríl) verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum og félagar. Hann er skærasta kántrí-stjarna Færeyja og á meðal gesta á nýjustu plötu hans eru Kris Kristofferson, Jóhanna Guðrún, Charley Pride ofl. Hallur er líklega sá listamaður í Færeyjum sem selur mest af plötum þessi árin. Hann mun án vafa heilla Hafnfirðinga og nærsveitunga með sínum fagra og líflega söng. Með Halli koma góðir gestir þau Evi Tausen, Kristina Bærendsen og Beddi, sem bæði koma fram með honum í öðru videóinu hér að neðan. Í hinu er óvænntur dúet með Kris Kristoferson.

www.youtube.com/watch?v=wBGctES2MbU&list=PLxLok4lDA85ZeD-B45n1x-2VmMNnl-uNg<http://www.youtube.com/watch?v=wBGctES2MbU&list=PLxLok4lDA85ZeD-B45n1x-2VmMNnl-uNg>

https://www.youtube.com/watch?v=HaUFpuNv_Kk

Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar var stofnað í vetur. Stjórn félagsins skipa þau Erla S. Ragnarsdóttir, kennari í Flensborg, einn eigenda gaflari.is og Dúkkulísa,Ingvar Björn Þorsteinsson, myndlistarmaður, Kristinn Sæmundsson fyrrum kaupmaður í Hljómalind og tónleikahaldari, og Fjallabræðurnir Ólafur Páll Gunnarsson, tónlistarstjóri á Rás 2 og Tómas Axel Ragnarsson, rafvirki og tónlistarmaður.

Miðasala á Heima verður á Súfistanum í Hafnarfirði og hefst mánudaginn 14 apríl kl 16.00. Takmarkað magn miða verður í boði og fyrstur kemur fyrstur fær. Verð miða sem lika gildir í teitið á eftir með Kátum Piltum er 4500 kr.

Verð miða eingöngu á Káta Pilta og opin míkrafón í Fjörukránni/Gaflaraleikhúsinu. 2500 kr.