EISTNAFLUG 2014

July 8, 2014

Hin stórkostlega rokkhátíð Eistnaflug fer fram um næstu helgi og ennþá eru örfáir miðar eftir en svo er hægt að kaupa miða við hurð á meðan húsrúmleyfir.

Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta og góða dagskrá og verður ekkert lát á í ár, erlendu gestir hátíðarinnar verða m.a. hin goðsagnakennda hljómsveitin At The Gates, sem útaf fyrir sig eru næg ástæða til þess að legga á sig langt ferðalag austur á firði.

Hátíðin hefur þó alltaf lagt mesta áherslu á að bjóða uppá það besta og ferskasta í innlendri tónlist.SÓLSTAFIR verða á svæðinu en þeir félagar heimsækja 14 hátíðir í sumar og er Eistnaflug ein þeirra, svo mæta Maus og Skálmöld sem valin var besta tónleika sveit landsins 2013 á Íslensku Tónliarverðlaununum. Þarna verða líka The Vintage Caravan, Momentum, Angist, DIMMA, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Agent Fresco sem nýverið skrifuðu undir plötusamning við Þýska fyrirtækið Long Branch Records, Retro Stefson, Gone Postal, Mammut sem hlaut þrenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum, Brain Police, Benny Crespo ́s Gang, Innvortis, Carpe Noctem, Malignant Mist.

Kraumur tónlistarsjóður styrkir Eistnaflug í ár til að standa að pallborðsdagskrá til handa tónlistarfólkinu:

Panel / Networking

Föstudagurinn 11/7 á Hildibrand Hótelinu

12:30 – 13:30 Panel með blaðamönnum – Hvernig á að vekja athygli blaðamanna

13:40 – 14:30 Meet and Greet


Laugardagurinn 12/7 á Hildibrand Hótelinu

12:30 – 13:30 Panel með label / PR – hvernig á að vekja athygli / kynna sig fyrir plötufyrirtæki

Eistnaflug – A Musical Venture Deep Into Iceland (official after movie) from Rasmus G. Sejersen on Vimeo.