Mucho Grandi á menningarnótt

August 20, 2014

Mucho Grandi er fjöllistahátíð sem mun eiga sér stað í húsalengju við Hólmaslóð á Grandasvæði Reykjavíkur. Hátíðin er samstarfsverkefni Festisvalls, Regla hins öfuga pýramída, Skiltamálun Reykjavíkur og Járnbrautar sem Kraumur veitti styrk í fyrra.

Rýmin í húsalengjunni eru vinnustofur listamanna megnið af árinu en þau ætla að opna dyr sínar, færa fróðleik og skemmta öllu áhugafólki um menningarlegt lífríki Grandans þennan dag. Lifandi tónlist, einstakar uppákomur, stór myndlistarsýning í öllum rýmum og veitingasala verður opin frá 14:00 og frameftir kvöldi. Fjöldi listamanna af yngri kynslóðinni sýna verk sín og koma fram, en þátttakendur hátíðarinnar hafa það sameiginlegt að hafa starfrækt iðju sína á svæðinu undanfarin ár.

Hugmyndin er að sýna þá miklu grósku sem á sér stað við hafið og deila þeim mikla arf sem vex á svæðinu með öllum sem eiga leið hjá Grandanum næstkomandi Menningarnótt 2014.

Tónlist á Járnbraut:

DEEP PEAK
Grísalappalísa
Just Another Snake Cult
Knife Fights
Kælan Mikla
Lord Pusswhip feat. Countess Malaise
MARKÚS & THE DIVERSION SESSIONS
Nolo
Skelkur í bringu
Útidúr
Wesen
Benson Is Fantastic
DJ KEBAB BENZÍN
DJ Lamp Vader
it is magic

Listamenn:

Arna Óttarsdóttir
Arnór Kári
Árni Már Erlingsson
Baldur Geir Bragason
Bergur Thomas Anderson
Björk Viggósdóttir
Darri Lorenzen
Dóra Hrund Gísladóttir
Erling Klingenberg
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
Gylfi Freeland Sigurðsson
Halldór Ragnarsson
Helena Aðalsteinsdóttir
Helga Páley
Helgi Pétur Hannesson
Helgi Þórsson
Hrefna Hörn
Katla Rós
Kolbrún Ýr Einarsdóttir
Kristína Aðalsteinsdóttir
Logi Bjarnason
Loji Höskuldsson
Magnús Andersen
Ragnar Jónasson
Ragnar Már Nikulásson
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Rögnvaldur Skúli Árnason
Sigurður Angantýsson
Sigurður Ámundason
Þorvaldur Jónsson
Þór Sigurþórsson
Þórarinn Ingi Jónsson
Þórdís Erla Zoega

Verkefnið nýtur stuðnings Reyka Vodka, Kraums tónlistarsjóðs og Macland.is