Elskumst í efnahagsrústunum lýkur í Reykjavík

October 14, 2008

lskumst í efnahagsrústunum – Tónleikaferð Skáta og Bloodgroup um landið – sem hófst á Egilstöðum þann 8. október, lýkur í höfuðborginni nú tíu dögum síðar. Báðar sveitirn koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í kvöld og síðan eru tónleikar & lokapartý á á Live Pub, Frakkastíg 8, laugardagskvöldið 18. október. Þar koma einnig fram sveitirnar Dlx Atx og Sykur, sem fylgt hafa sveitunum eftir út á land, auk Boys in a Band frá Færeyjum og plötusnúðar; FM Belfast,  Ghost (FO), Skátar dj-sett og Bloodgroup dj-sett.

Tónleikaferðin hófst eins og áður sagði á Egilstöðum (Menntaskólanum) þann 8. október og hefur síðan náð til Borgarfjarðar (Hraunastef), Ísafjarðar (Edingborgarhúsið), Akureyrar (Græni hatturinn), Hafnarfjarðar (Flensborg) og Keflavíkur (Græni hatturinn). Ferðin er liður í Innrásar-átaki Kraums sem hefur það að markmiði að styðja hljómsveitir og tónlistarmenn við tónleikhald á landsbyggðinni, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf í landinu.

Innrásin hófst í apríl þegar Sign, Dr. Spock og Benny Crespo’s Gang rokkuðu hringinn að frumkvæði Rásar 2, með stuðningi Kraums. Sumargleði Kimi Records með Benna Hemm Hemm, Reykjavík!, Borko og Morðingjunum fór fram í kjölfarið um allt land í júlí, við mikinn fögnuð landsmanna og túrista. Tónlistarhópurinn Njútón hélt þrenna tónleika í júlí og ágúst og Efla Rún Kristinsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir fóru í Heiðurs- og fagnaðartónleikaferð um kirkjur landsins í ágúst. Tónleikaferð Bloodgroup, Skáta, Sykurs og Atx Alx er lokahnykkur Innrásarinnar í ár.

Lokatónleikar ferðarinnar og partýið á Live Pub eru haldnir að frumkvæði sveitana sjálfra, sem vildu enda vel heppnað tónleikaferð með stæl, á að eigin sögn “frábærum tónleikastað og klúbb, þarna var áður tónleikastaðurinn Tveir vinir (og annar í fríi) til húsa, taðsettur og var einn aðaltónleikastaður Reykjavíkur í mörg misseri. Stórt hljóðkerfi verður flutt inn á staðinn sérstaklega fyrir þetta kvöld og verður búist við gríðarlega hressandi endapunkt á góðri ferð.”

Gamanið hefst kl. 21:00. Aðgangseyrir er 1.000 kr (á gamla genginu) og tilboð á barnum.