Um Kraum

Kraumur er sjálfstæður sjóður og starfar á vegum Auroru velgerðasjóðs

Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf

Kraumur tónlistarsjóður var stofnaður 2008 af Aurora velgerðarsjóði í þeim tilgangi að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Markmið sjóðsins hefur frá upphafi verið að styrkja stöðu ungra tónlistarmana á Íslandi, m.a. með beinum styrkum, faglegri aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. Auk beins stuðnings við listamenn hefur Kraumur haldið úti eigin verkefnum á borð við Hljóðverssmiðjur, Innrás og Kraumsverðlaununum

Í rökstuðningi sjóðsstjórnar Auroru segir:

“Íslenskt tónlistarlíf er sérstakt um margt, einkum vegna áberandi krafts og áræðis sem einkennir tónlistarfólk af yngri kynslóðinni. Sykurmolarnir og Björk ruddu braut í tónlistarútrás sem á sér enga hliðstæðu. Fjöldamargir tónlistarmenn fetuðu í fótspor þeirra með undraverðum árangri og nú er tónlistarlíf á Íslandi orðinn einn sterkasti þátturinn í ímynd lands og þjóðar út á við. Óvenjulegt samspil dægurtónlistar og sígildrar tónlistar getur orðið drifkraftur frekari landvinninga. Stuðningur við unga tónlistarmenn, til verkefna og samstarfs af ýmsu tagi, skýtur styrkari stoðum undir þennan mikilvæga vaxtarbrodd í íslensku menningarlífi.”

Kraumur var upphaflega settur á laggirnar sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Í lok þess tímabils, í júlí 2010, ákvað stjórn Auroru að framlengja stuðning sinn við sjóðinn og íslenskt tónlistarlíf.

Á árunum 2008-2015 studdi Kraumur við tónlistarferil hátt í tvö hundruð listamanna og hljómsveita. Sjóðurinn stóð jafnframt fyrir eigin viðburðum, námskeiðum og vinnustofum, studdi við margvísleg verkefni tengd íslenskri tónlist og tónlistarhátíðir vítt og breytt um landið.

Á upphafsári sínu setti hóf Kraumur sérstakt átak, Innrásina, til stuðnings tónleikahalds innanlands og stofnsetti Kraumsverðlaunin, árlega iðurkenningu og verðlaun á sviði íslenskrar plötuútgáfu. Hljóðverssmiðjunur Kraums, til stuðnings við grasrótina í íslensku tónlistarlífi, hófu göngu sína ári síðar.

Kraumur hefur átt sér góða samstarfsaðila í ggnum árin, m.a. Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), Listahátíð í Reykjavík, Músíktilraunir, Ríkisútvarpið Rás 2 og Hönnunarsjóð Auroru.

Árið 2015 hægði á starfsemi sjóðsins og í lok árs 2016 var Kraumur formlega lagður niður sem sjálfstætt starfandi sjóður. Starfsemi Kraums, tilraunaverkefnisins sem sett hafði verið á laggirnar átta árum áður, hefur þó haldið áfram í breyttri mynd á vegum Auroru velgerðarsjóðs – sem þannig heldur áfram að styðja við íslenskt tónlistarlíf.

Kraumsverðlaununum úthlutað árlega

Allt frá árinu hefur Kraumur staðið fyrir hinum árlegu Kraumsverðlaununum – sem ætlað er að að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Kraumsverðlaunin verða veitt í tíunda sinn í desember 2017.

Hafa samband

Kraumur hefur ekki auglýst eftir nýjum verkefnum eða auglýst umsóknarferli frá árinu 2015. Verkefnastjóri Kraums tekur við fyrirspurnum er varðar Kraumsverðlaunin þess og ábendingum um tónlistartengd verkefni sem komið er áfram, ásamt umsögn, til stjórnar Auroru velgarðarsjóðs.

Hafa má samband við verkefnastjóra sjóðsins gegnum; kraumur@kraumur.is

Fagráð Kraums hafa skipað

  • Anna Hildur Matthíasdóttir
  • Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu
  • Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
  • Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður
  • Elísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkistútvarpinu.
  • Guðni Tómasson, stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands
  • Kjartan Sveinsson, hljómborðsleikari Sigur Rósar
  • Mist Þorkelsdóttir, deildarforseti Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands
  • Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri IMX
  • SJÓN (Sigurjón Birgir Sigurðsson)
  • Örn Elías Guðmundsson (Mugison), tónlistarmaður

Rannsóknarmiðstöð skapandi greina hjá Viðskiptastofnun Háskóla Íslands kynnti í mars 2011 árangursmat á starfsemi Kraums tónlistarsjóðs og Hönnunarsjóði Auroru. Markmið með gerð árangursmatsins var fyrst og fremst að aðstoða stjórnendur sjóðanna til að meta það starf sem á sér stað innan sjóðanna, hvaða áhrif það hefur á frama styrkþega og einnig hönnunar- og tónlistarsamfélagið í víðari skilningi.

Árið sem rannsóknin fór fram bárust Kraumi 233 umsóknir í einu og sama umsóknarferlinu, auk þess sem fjölda umsókna barst um stuðning til tónleikahalds innanlands gegnum Innrásar-átakið og önnur verkefni síðar sama ár.
Árangursmatið má finna hér

Stjórn Kraums og verkefnastjórn

Stjórnarformenn Kraums hafa verið:

2008-2010 Þórunn Sigurðardóttir
2010-2011 Pétur Grétarsson
2011-2013 Maria Huld Markan Sigfúsdóttir
2014-2015 Auður Einarsdóttir
2015-2016 Eldar Ástþórsson

 

Framkvæmdastjórar

Framkvæmdastjórar Kraums hafa verið:

2008-2010 Eldar Ástþórsson
2011-2014 Jóhann Ágúst Jóhannsson

Verkefnisstjóri Kraumsverðlaunanna er Eldar Ástþórsson

Ráðstöfunarfé

Stofnfé Kraums árið 2008 var 20 milljónir króna og Aurora velgerðarsjóður lagði sjóðnum að auki til alls 40 milljónir króna á fyrstu starfsárum sjóðsins, samtals 60 milljónir á þreim árum

Í ljósi mikillar virkni í starfsemi Kraums og þeim gíðarmikla fjölda umsókna sem sjóðnum barst ár hvert ákvað stjórn Auroru að halda áfram stuðningi sínum við sjóðinn og íslenskt tónistarlíf. Á árunum 2008-2015 veitti Aurora alls 140 milljónum til starfsemi Kraums.

Kraumur er deild innan Aurora velgerðasjóðs. Til ráðstöfunar hjá Kraumi hverju sinni er árlegt framlag Auroru til tónlistarsjóðsins og verkefna hans.

Merki Kraums til niðurhals

Merkið er hannað af tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni

JPG - PDF
JPG - PDF