Kraumsverðlaunin

Árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs

Kraumsverðlaununum og úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistanum, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Verðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni og í þeim 6 hljómplötum sem ár hvert hljóta Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Allar útgáfur íslenskra listamanna eru gjaldgengar til verðlaunanna – hvort sem þær koma út á geisladisk, vínyl eða á netinu. Listamenn og hljómsveitir þurfa ekki að sækja sérstaklega um að plötur þeirra séu teknar til greina af dómnefnd eða greiða þátttökugjald.

Kraumsverðlaunin voru fyrst veitt árið 2008 og hefur verið úthlutað árlega síðan. Úrvalslisti verðlaunanna, Kraumslistinn, samanstendur af 20 plötum.

Aðstandandi verðlaunanna er Kraumur tónlistarsjóður sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðarsjóðs. Kraumur hefur það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Kraumsverðlaunin 2019 hlutu

Between Mountains - Between Mountains
Bjarki - Happy Earthday
Gróa - Í glimmerheimi
Hlökk - Hulduljóð
K.óla - Allt verður alltílæ
Sunna Margrét - Art of History

Kraumslistinn; Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2019


  • Andavald - Undir Skyggðahaldi
  • Ásta Pjetursdóttir - Sykurbað
  • Berglind María Tómasdóttir - Herberging
  • Between Mountains - Between Mountains
  • Bjarki - Happy Earthday
  • Countess Malaise – Hystería
  • Felix Leifur – Brot
  • Grísalappalísa – Týnda rásin
  • Gróa - Í glimmer heimi
  • Gugusar - Martröð
  • Hildur Guðnadóttir - Chernobyl
  • Hist og - Days of Tundra
  • Hlökk - Hulduhljóð
  • Hush - Pandemonial Winds
  • K.óla - Allt verður alltílæ
  • kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar
  • Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista)
  • Kristín Anna - I must be the devil
  • Milena Glowacka - Radiance
  • Myrra Rós - Thought Spun
  • Sideproject - sandinista release party / ætla fara godmode
  • Skoffín - Skoffín bjargar heiminum
  • Stormy Daniels - Agi styrkur einbeiting harka úthald hafa gaman
  • Sunna Margrét - Art of History
  • Tumi Árnason / Magnús Trygvason Eliassen - Allt er ómælið

Kraumslistinn – Úrvalslisti Kraumsverðlaunanna

Kraumslistinn er í senn 20 platna úrvalslisti dómnefndar og útnefning til Kraumverðlaunanna. Listinn hefur að jafnaði verið kynntur á degi íslenskrar tónlistar þann 1. desember – og þar með vakið athygli á fjölbreyttri flóru íslenskrar hljómplötuútgáfu rétt fyrir jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.