Agent Fresco lýkur tónleikaferðalagi sínu um Evrópu

December 22nd, 2015 by Johann

10347813_10153816096434776_2194653178017308180_n

Hljómsveitin Agent Fresco lauk í gærkvöldi Destrier tónleikaferðalagi sínu um Evrópu sem samanstóð af 30 tónleikum í 17 löndum.

Lokatónleikarnir fóru fram á Teatr tónleikastaðnum í Moskvu og líkt á langflestum tónleikum sveitarinnar á tónleikaferðinni var mæting gríðargóð, og stemmningin eftir því. Agent Fresco gaf nýlega út sína þriðju breiðskífu, Destrier, og var ferðin m.a. farin til að kynna plötuna í Evrópu. Sveitin hefur nú tilkynnt um fleiri tónleika á nýju ári í Þýskalandi, Spáni og á Íslandi á Aldrei for ég suður.

Kraumur styður Agent Fresco við að koma sér á framfæri á alþjóðavettvangi og tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu. Sveitin hlaut Kraumsverðlaunin fyrir sína fyrstu breiðskífu, sem kom út árið 2008 og var samnefnd sveitinni.

Hlekkir:
Facebook
Vefsíða Agent Fresco

Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin 2015

December 17th, 2015 by Johann

12389150_10153865458613258_551193687_oKraumsverðlaunin, plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í áttunda sinn í dag, fimmtudaginn 17. desember, í húsakynnum sjóðsins og fleiri í Vonarstræti 4B. 

Alls hlutu sex íslenskar hljómsveitir og listamenn verðlaunin í ár fyrir hljómplötur sínar, sem að mati dómnefndar þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.  Dj flugvél og geimskip fær verðlaunin fyrir sína þriðju breiðskífu Nótt á hafsbotniMr. Silla fyrir samnefnda breiðskífu, Asdfhg fyrir fraumraun sína Steingervingur, Misþyrming fyrir sína fyrstu plötu Söngvar elds og óreiðu, Teitur Magnússon fyrir sína fyrstu sólóplötu 27 og Tonik Ensemble, sem til þessa hefur gefið út smáskífur og endurhljóðblandanir af verkum annarra, fyrir sína fyrstu breiðskífu; Snapshots.

Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2008 og hafa alls 46 íslenskar hljómsveitir og listamenn hlotið þau fyrir plötur sínar.

Kraumsverðlaunin 2015 hljóta:

 • asdfhg fyrir Steingervingur
 • Dj flugvél og geimskip fyrir Nótt á hafsbotni
 • Mr Silla fyrir Mr Silla
 • Misþyrming fyrir Söngvar elds og óreiðu
 • Teitur Magnússon fyrir 27
 • Tonik Ensemble fyrir Snapshots

KRAUMSVERÐLAUNIN
Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að komast á Kraumslistann og hreppa Kraumsverðlaunin. Bæði plötur sem eru gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, sem og útgáfur á netinu. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild og síðan að velja og verðlauna sérstaklega sex hljómplötur sem hljóta Kraumsverðlaunin. Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar og reyna auka möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum af tónlistarfólkinu eða útgefendum þeirra og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans, m.a. í samstarfi við aðila og tengiliði hérlendis.

Má þar nefna; Ásgeir, Mammút, Anna Þorvaldsdóttir, Hjaltalín, Retro Stefson, Hildur Guðnadóttir, Daníel Bjarnason, Cell 7, Sóley, Lay Low, ADHD, Ojba Rasta, FM Belfast, Hugi Guðmundsson, Agent Fresco, Samaris, Moses Hightower, Grísalappalísa, Helgi Hrafn Jónsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Sin Fang, Ísafold kammersveit og Ólöf Arnalds.

DÓMNEFND
Kraumsverðlaunin eru valin af sextán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist. Dómnefndina skipa: Árni Matthíasson (formaður), Alexandra Kjeld, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Andrea Jónsdóttir, Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, María Lilja Þrastardóttir, Matthías Már Magnússon, Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Dóri og Trausti Júlíusson.Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur hlustað á hátt í annað hundrað hljómplatna við val sitt á Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum 2015.

KRAUMUR
Aðstandandi Kraumslistans er Kraumur tónlistarsjóður sem er sjálfstætt starfandi sjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs. Kraumur hefur það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, kynntur á degi íslenskrar tónlistar

December 1st, 2015 by Johann

Í dag, þriðjudaginn 1. desember á degi íslenskrar tónlistar,  er tilkynnt um úrvalslista Kraumsverðlaunanna; Kraumlistann 2015.

Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, verða afhent í áttunda sinn í ár. Venju samkvæmt þá birtir Kraumur úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistann, í byrjun desember yfir þau verk sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Kraumsverðlaunin sjálf verða svo afhent síðar í mánuðinum.

Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðummetnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumslistinn 2015, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er eftirfarandi:

 • asdfgh – Steingervingur
 • Dj flugvél og geimskip – Nótt á hafsbotni
 • Dulvitund – Lífsins þungu spor
 • Fufanu – A Few More Days To Go
 • Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
 • Gunnar Jónsson Collider – Apeshedder
 • Jón Ólafsson & Futuregrapher – Eitt
 • Kristín Anna Valtýsdóttir – Howl
 • Lord Pusswhip – Lord Pusswhip is wack
 • Misþyrming – Söngvar elds og óreiðu
 • Mr Silla – Mr Silla
 • Muck – Your Joyous Future
 • Myrra Rós – One Amongst Others
 • Nordic Affect – Clockworking
 • Ozy – Distant Present
 • President Bongo – Serengeti
 • Sóley – Ask The Deep
 • Teitur Magnússon – 27
 • Tonik Ensemble – Snapshots
 • TSS – Meaningless Songs
 • Vaginaboys – Icelandick

Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að komast á Kraumslistann og hreppa Kraumsverðlaunin. Bæði plötur sem eru gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, sem og útgáfur á netinu. Útgáfustarfsemi á netinu hefur færst mikið í vöxt og í ár eru fjölmargar íslenskar hljómplötur sem aðeins koma úr með þeim hætti, þó langflestar plötur Kraumslistans séu einnig fáanlegar á geisladisk og í mörgum tilvikum einnig á vínyl.

Það er von aðstandenda Kraumsverðlaunanna að Kraumslistinn og verðlaunin veki athygli á þeirri grósku og fjölbreytni sem einkennir íslenskt tónlistarlíf og plötuútgáfu. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er engin tilviljun og miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakkana, enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er valin af  fimmtán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist. Ráðið skipa: Árni Matthíasson (formaður), Alexandra Kjeld, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Andrea Jónsdóttir, Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, María Lilja Þrastardóttir, Matthías Már Magnússon, Óli Dóri og Trausti Júlíusson.

Ráðið fór yfir rúmlega tvö hundrað útgáfur íslenskra listamanna og hljómsveita sem komu út árið 2015. Dómnefnd hefur nú hafið störf og sér um að velja 6 plötur af Kraumslistanum sem verðlauna skal sérstaklega og hljóta munu Kraumsverðlaunin.

Götupartý – Pop-up borg og tónleikar Kraums og Hönnunarsjóðs Auroru á HönnunarMars

March 11th, 2015 by Johann

image001

Viðburður: Götupartý – Pop-up borg og tónleikar á HönnunarMars
Staður: Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
Tími: Laugardagskvöldið 14. mars kl 21:00
Allir velkomnir. Engin aðgangseyrir.

Kraumur tónlistarsjóður og Hönnunarsjóður Auroru bjóða í götupartý þar sem hljómsveitir og tónlistarmenn, hönnuðir og arkitektar mætast í pop-up borg framtíðarinnar í porti Listasafnsins.

Viðburðurinn er stefnumót tónlistar og hönnunar á HönnunarMars // DesignMarch og er samvinnuverkefni sjóðanna sem síðustu ár hafa unnið með og að framgangi fjölda íslenskra tónlistarmanna og hönnuða, hérlendis sem erlendis.

Í porti Hafnarhússins er verkefnið Hæg breytileg átt með sýningu sem varpar ljósi á íbúðir og hverfi framtíðarinnar, en þetta kvöld umbreytist sýningin í lifandi framtíðarborg þar sem á einni götunni er blásið til partýs!

Þeir tónlistarmenn sem koma fram eru:
Retro Stefson
- Sin Fang
Samaris
Snorri Helgason
– Bjartey & Gígja úr Ylja
– Valdimar Guðmundsson & Örn Eldjárn

Hönnun kvöldsins er í höndum:
– Theresa Himmer
– Brynhildurr Pálsdóttur

Allir út á götu! // Sjáumst úti á götu! // Partý í götunni, látið það berast!

//

Kraumur music fund and Aurora design fund invite you to a block-party where musicians and bands, designers and architects meet in the pop-up city of the future, in Reykjavík Art Museum – Hafnarhús.

The event is a date between live bands and solo artists at DesignMarch 2015 and is a collaboration between the two funds that have worked with and supported numerous Icelandic bands and artists, and designers within and outside Iceland.

A project by Slowly Changing Course will be on display at the Reykjavík Art Museum. The project defines innovative housing options for future development that bring about environmentally friendly, socially aware, economic and progressive solutions. For this one night only the exhibition will transform into a pop-up city and we want you be a part of the party!

Musicians who will take part are:
– Retro Stefson
– Sin Fang
– Samaris
– Snorri Helgason
– Bjartey & Gígja úr Ylja
– Valdimar Guðmundsson & Örn Eldjárn

The design concept is by:
– Theresa Himmer
– Brynhildurr Pálsdóttur

Spread the word // There’s a party on the block!

Mucho Grandi á menningarnótt

August 20th, 2014 by Johann

Mucho Grandi er fjöllistahátíð sem mun eiga sér stað í húsalengju við Hólmaslóð á Grandasvæði Reykjavíkur. Hátíðin er samstarfsverkefni Festisvalls, Regla hins öfuga pýramída, Skiltamálun Reykjavíkur og Járnbrautar sem Kraumur veitti styrk í fyrra.

Rýmin í húsalengjunni eru vinnustofur listamanna megnið af árinu en þau ætla að opna dyr sínar, færa fróðleik og skemmta öllu áhugafólki um menningarlegt lífríki Grandans þennan dag. Lifandi tónlist, einstakar uppákomur, stór myndlistarsýning í öllum rýmum og veitingasala verður opin frá 14:00 og frameftir kvöldi. Fjöldi listamanna af yngri kynslóðinni sýna verk sín og koma fram, en þátttakendur hátíðarinnar hafa það sameiginlegt að hafa starfrækt iðju sína á svæðinu undanfarin ár.

Hugmyndin er að sýna þá miklu grósku sem á sér stað við hafið og deila þeim mikla arf sem vex á svæðinu með öllum sem eiga leið hjá Grandanum næstkomandi Menningarnótt 2014.

Tónlist á Járnbraut:

DEEP PEAK
Grísalappalísa
Just Another Snake Cult
Knife Fights
Kælan Mikla
Lord Pusswhip feat. Countess Malaise
MARKÚS & THE DIVERSION SESSIONS
Nolo
Skelkur í bringu
Útidúr
Wesen
Benson Is Fantastic
DJ KEBAB BENZÍN
DJ Lamp Vader
it is magic

Listamenn:

Arna Óttarsdóttir
Arnór Kári
Árni Már Erlingsson
Baldur Geir Bragason
Bergur Thomas Anderson
Björk Viggósdóttir
Darri Lorenzen
Dóra Hrund Gísladóttir
Erling Klingenberg
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
Gylfi Freeland Sigurðsson
Halldór Ragnarsson
Helena Aðalsteinsdóttir
Helga Páley
Helgi Pétur Hannesson
Helgi Þórsson
Hrefna Hörn
Katla Rós
Kolbrún Ýr Einarsdóttir
Kristína Aðalsteinsdóttir
Logi Bjarnason
Loji Höskuldsson
Magnús Andersen
Ragnar Jónasson
Ragnar Már Nikulásson
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Rögnvaldur Skúli Árnason
Sigurður Angantýsson
Sigurður Ámundason
Þorvaldur Jónsson
Þór Sigurþórsson
Þórarinn Ingi Jónsson
Þórdís Erla Zoega

Verkefnið nýtur stuðnings Reyka Vodka, Kraums tónlistarsjóðs og Macland.is

GRÍSALAPPALÍSA OG DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP Á FERÐ OG FLUGI Í JÚLÍ!

July 21st, 2014 by Johann

Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geimskip blása til tónlistarskrúðgöngu um landið frá 16. – 26. júlí, en þessar tvær rísandi stjörnur í íslensku tónlistarlífi iða að spenningi að komast í kynni við land og þjóð.

Þessi innrás er styrkt af Kraumi tónlistarsjóði og Rás 2.

Dagskráin er eftirfarandi:

Mið. 16. – Húrra, Reykjavík
Fim. 17. – Gamla Kaupfélagið, Akranes
Fös. 18. – RúBen, Grundafjörður
Lau. 19. – Vagninn, Flateyri (hefst klukkan 22:00)
Sun. 20. – Edduhótel, Laugar í Sælingsdal (hefst klukkan 16:00)
Þri. 22. – Gamli Baukur, Húsavík (hefst upp úr 22:30)
Mið. 23. – Mikligarður, Vopnafjörður
Fim. 24. – Gamla Símstöðin, Egilstaðir
Fös. 25. – Heima – Artist Residency, Seyðisfjörður
Lau. 26. – Græni Hatturinn, Akureyri (Ásamt Ojba Rasta. Hefst klukkan 22:00, miðaverð 2500kr)

Miðasala við hurð: 1500kr / 1000kr fyrir námsmenn / Dagskrá hefst klukkan 21 nema annað komi fram.

Grísalappalísa er með glænýja plötu í farteskinu sem ber nafnið “Rökrétt framhald” og hefur nú þegar fengið glimrandi góðar viðtökur frá helstu tónlistarspekúlöntum landsins. Hljómsveitin hefur einnig vakið athygli fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á sviði og hlutu þeir verðlaun sem besta tónleikasveit ársins 2013 að mati Reykjavík Grapevine. Í tilefni verðlaunanna var Grísalappalísu boðið að stíga á stokk með átrúnaðargoði sínu Megasi en samstarf hans og sveitarinnar er langt frá því á enda!

Með sveitinni í för er Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur þekkt sem Dj Flugvél og Geimskip, en hún gaf út plötuna Glamúr í Geimnum í fyrra sem þykir ótrúleg smíði uppfull af geggjuðum töktum, flottum bassa og fallegum sögum úr framandi heimi. Dagskráin er lífleg kvöldskemmtun uppfull af hressilegu rokki og frumlegum yrkisefnum á íslenskri tungu. Við mælum með því að þú látir sjá þig, viltu ekki vera með?


- dj. flugvél og geimskip


Grísalappalísa

EISTNAFLUG 2014

July 8th, 2014 by Johann

Hin stórkostlega rokkhátíð Eistnaflug fer fram um næstu helgi og ennþá eru örfáir miðar eftir en svo er hægt að kaupa miða við hurð á meðan húsrúmleyfir.

Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta og góða dagskrá og verður ekkert lát á í ár, erlendu gestir hátíðarinnar verða m.a. hin goðsagnakennda hljómsveitin At The Gates, sem útaf fyrir sig eru næg ástæða til þess að legga á sig langt ferðalag austur á firði.

Hátíðin hefur þó alltaf lagt mesta áherslu á að bjóða uppá það besta og ferskasta í innlendri tónlist.SÓLSTAFIR verða á svæðinu en þeir félagar heimsækja 14 hátíðir í sumar og er Eistnaflug ein þeirra, svo mæta Maus og Skálmöld sem valin var besta tónleika sveit landsins 2013 á Íslensku Tónliarverðlaununum. Þarna verða líka The Vintage Caravan, Momentum, Angist, DIMMA, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Agent Fresco sem nýverið skrifuðu undir plötusamning við Þýska fyrirtækið Long Branch Records, Retro Stefson, Gone Postal, Mammut sem hlaut þrenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum, Brain Police, Benny Crespo ́s Gang, Innvortis, Carpe Noctem, Malignant Mist.

Kraumur tónlistarsjóður styrkir Eistnaflug í ár til að standa að pallborðsdagskrá til handa tónlistarfólkinu:

Panel / Networking

Föstudagurinn 11/7 á Hildibrand Hótelinu

12:30 – 13:30 Panel með blaðamönnum – Hvernig á að vekja athygli blaðamanna

13:40 – 14:30 Meet and Greet


Laugardagurinn 12/7 á Hildibrand Hótelinu

12:30 – 13:30 Panel með label / PR – hvernig á að vekja athygli / kynna sig fyrir plötufyrirtæki

Eistnaflug – A Musical Venture Deep Into Iceland (official after movie) from Rasmus G. Sejersen on Vimeo.

Oyama landa plötusamningi í Japan

April 23rd, 2014 by Johann

Hljómsveitin Oyama hefur haft hljótt um sig undanfarið en hefur þó sannarlega haft í nógu að snúast

Fyrir utan að hafa verið talsvert á farandsfæti það sem af er ári með tónleikahaldi á hátíðum á borð við Air d’Islande í Frakklandi og Eurosonic í Hollandi hefur sveitin unnið hörðum höndum að sinni fyrstu breiðskífu sem áætlað er að komi út síðar á árinu, en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því að Oyama gáfu út stuttskífuna I Wanna í byrjun síðasta árs.

Væntanlega plötu vinna þau með Pétri Ben og hafa þegar tekið upp grunna í Sundlauginni hljóðveri auk þess sem þau taka upp parta sjálf.

En það er ekki allt: Oyama skrifuðu nýverið undir plötusamning við japanska plötufyrirtækið Imperial Records, en fyrirtækið er  stór hluti af JVC hljómflutningsfyrirtækinu.

Samningurinn við Imperial felur meðal annars í sér tónleika þar ytra og stendur sveitin nú í ströngu við að safna fé fyrir fyrirhugaða tónleikaferð í Japan.

Liður í því eru tónleikar næstkomandi fimmtudag (24. apríl) á Gauknum, en ásamt Oyama koma fram hljómsveitirnar kimono og Sin Fang.

Húsið opnar klukkan 21,  tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22 og kostar 1500 krónur inn.

Forsmekk af nýjum lögum Oyama má heyra í eftirfarandi klippum frá KEXP stöðinni sem teknar voru upp á Airwaves:

https://www.youtube.com/watch?v=TnG_ggam5xs

https://www.youtube.com/watch?v=JHK910HniuY

Oyama er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem eiga vinnuaðstöðu í menningarsetrinu Járnbraut sem Kraumur styrkti árið 2013 til góðra verka.

https://www.facebook.com/oyamaband

http://oyamaband.bandcamp.com/

- ljósmynd: magnusandersen

Er einhver HEIMA í Hafnarfirði?

April 22nd, 2014 by Johann

Menningar- og listafjelag Hafnarfjarðar heldur tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði að kvöldi síðasta vetrardags, 23.apríl 2014.

Hugmyndin að tónlistarhátíðinni Heima kemur frá Færeyjum, en Færeyingar segjast reyndar hafa fengið hugmyndina frá Íslendingum. Hún byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum munu halda stutta tónleika (ca 40 mín á hverjum stað) í 13 heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir (bæjarbúar og aðrir) rölta á milli húsa og hlusta og njóta. Hvert tónlistaratrði kemur fram tvisvar sinum á sitt hvoru heimilunu. Dagskráin stendur frá kl. 19:50 – 23:00.

Þá tekur við ball með öllu tilheyrandi á Fjörukránni og í Gaflaraleikhúsinu sameinuðu eitthvað fram á nótt. Í Fjörukránni mun eiga sér stað söguleg stund er Kátir Piltar tjalda öllu til og verða með só kóld “kombakk”. Í Gaflaraleikhúsinu verður opinn míkrafónn fyrir Hall Joensen frá Færeyjum og félaga og öll góð partýljón sem eitthvað geta.

Eftirtaldir listamenn og hljómsveitir koma fram á Heima:

Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson

Bjartmar Guðlaugsson

Ylja

Hallur Joensen (FO) ásamt Kristinu, Evi Tausen og Bedda.

Vök (Sigursveit Músíktilrauna 2013)

Mono Town

Elíza Newman og Anna Magga

Jónas Sigurðsson

Fjallabræður

DossBaraDjamm (Skólahljómsveit þeirra Davíðs Þórs Jónssonar og Steins

Ármanns í Flensborg)

Snorri Helgason og Silla

Strigaskór no. 42

ATH : Hver konsert er c.a. 40 mínútur að lengd og allir þeir sem koma fram spila tvisvar um kvöldið og flestir í sitthvoru HEIMA-húsinu.

Meðal þeirra sem hafa ákveðið að bjóða fólki heim til sín á tónleika eru Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi, Karólína Valtýsdóttir flugfreyja og Árni Matthíasson blaðamaður á Morgunblaðinu.

Sérstakur heiðurs gestur þessarar fyrstu Heima hátíðar sem er liður í Björtum Dögum í Hafnarfirði (23. – 27. apríl) verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum og félagar. Hann er skærasta kántrí-stjarna Færeyja og á meðal gesta á nýjustu plötu hans eru Kris Kristofferson, Jóhanna Guðrún, Charley Pride ofl. Hallur er líklega sá listamaður í Færeyjum sem selur mest af plötum þessi árin. Hann mun án vafa heilla Hafnfirðinga og nærsveitunga með sínum fagra og líflega söng. Með Halli koma góðir gestir þau Evi Tausen, Kristina Bærendsen og Beddi, sem bæði koma fram með honum í öðru videóinu hér að neðan. Í hinu er óvænntur dúet með Kris Kristoferson.

www.youtube.com/watch?v=wBGctES2MbU&list=PLxLok4lDA85ZeD-B45n1x-2VmMNnl-uNg<http://www.youtube.com/watch?v=wBGctES2MbU&list=PLxLok4lDA85ZeD-B45n1x-2VmMNnl-uNg>

https://www.youtube.com/watch?v=HaUFpuNv_Kk

Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar var stofnað í vetur. Stjórn félagsins skipa þau Erla S. Ragnarsdóttir, kennari í Flensborg, einn eigenda gaflari.is og Dúkkulísa,Ingvar Björn Þorsteinsson, myndlistarmaður, Kristinn Sæmundsson fyrrum kaupmaður í Hljómalind og tónleikahaldari, og Fjallabræðurnir Ólafur Páll Gunnarsson, tónlistarstjóri á Rás 2 og Tómas Axel Ragnarsson, rafvirki og tónlistarmaður.

Miðasala á Heima verður á Súfistanum í Hafnarfirði og hefst mánudaginn 14 apríl kl 16.00. Takmarkað magn miða verður í boði og fyrstur kemur fyrstur fær. Verð miða sem lika gildir í teitið á eftir með Kátum Piltum er 4500 kr.

Verð miða eingöngu á Káta Pilta og opin míkrafón í Fjörukránni/Gaflaraleikhúsinu. 2500 kr.

Úthlutun úr Kraumi tónlistarsjóði

April 9th, 2014 by Johann

Kraumandi bullandi síslandi á Íslandi

Kraumur tónlistarsjóður úthlutar í dag 7.3 milljónum til íslenskra listamanna og verkefna sem stendur til að framkvæma árið 2014. Um er að ræða fjölbreytt verkefni listafólks sem mun leggja land undir fót, kynna sig og koma fram bæði hér á Íslandi og erlendis. Rúmlega sjö milljónum króna er varið til 13 verkefna á sviði innrásar og útrásar íslenskrar tónlistar en einnig er stuðlað að námskeiðum og fræðslu. Hæstu styrkina hljóta að þessu sinni hljómsveitin Mono Town, og sameiginleg tónleikaferð Sólstafa og Kontinuum, en hvort verkefnið um sig hlýtur eina milljón króna í styrk.

Í dag var tilkynnt hvaða verkefni Kraumur tónlistarsjóður styrkir í fyrri úthlutun sinni 2014. Stuðningur Kraums tónlistarsjóðs við íslenskt tónlistarlíf heldur áfram af miklum krafti á þessu sjöunda starfsári sjóðsins en það var árið 2008 sem hann tók til starfa. Opið var fyrir umsóknir í febrúar og 131 umsókn barst sjóðnum sem er sjálfstætt starfandi afl í íslensku tónlistarlandslagi. Flestar umsóknirnar tengdust lifandi flutning á tónlist, tónleikaferðum, hátíðum og kynningu á nýju efni umsækjanda. Næst á eftir komu umsóknir sem höfðu með útgáfu og upptökur á nýjum hljóðritum að gera.

Það eru 13 fjölbreytt verkefni sem hljóta stuðning sem öll eiga það sameiginlegt að vera metnaðarfull og margbreytileg. Þetta eru verkefni sem endurspegla þann mikla kraft og sköpunargleði sem einkennir íslenska tónlist og tónlistarfólk.

Það er engum blöðum um það að fletta að íslensk tónlist er frumleg, framsækin og eftirsóknarverð. Tónlist frá Íslandi vekur athygli og gætir áhrifa hennar víða en til að svo megi vera áfram þarf að styrkja og styðja við bakið á þeim sem leggja allt í sölurnar og eru að koma sér og verkum sínum á framfæri af mikilli þrautseigju. Kraumur tónlistarsjóður leggur áherslu á að styðja af krafti og myndugleika við framgang tónlistarfólks hvort sem það er hér heima eða erlendis og vill með starfi sínu hlúa vel að grasrótinni og efla tónlistarlíf á sem fjölbreyttastan hátt með beinum styrkjum og faglegri ráðgjöf.

Sjóðnum bárust 131 umsókn og því var alltaf ljóst að Kraumur gæti aðeins stutt við hluta þeirra verkefna sem sótt var um stuðning fyrir enda er það stefna sjóðsins að styrkja fá verkefni en gera það á afgerandi hátt.

Hæsta styrk Kraums í ár hlýtur hljómsveitin Mono Town en hún hefur verið að gera garðinn frægan síðustu misserin. Sveitin hefur m.a. hitað upp fyrir hina goðsagnakenndu sveit The Pixies á tónleikaferð þeirra um Norðurlöndin og svo náði Mono Town einstökum árangri með útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu, In The Eye of the Storm, í samvinnu við tónlistarveituna Deezer. Mono Town mun nýta sér styrkinn til að kynna plötuna með öflugum hætti en einnig til að standa straum af kostnaði vegna fyrirhugaðra tónleikaferða.

Þungarokksveitirnar Sólstafir og Kontinuum fá styrk vegna tónleikaferða þeirra um Evrópu en báðar sveitirnar gefa út nýjar breiðskífur á árinu, starfa með erlendum útgefendum og eiga sér dygga aðdáendur víðsvegar um heiminn. Sólstafir sigla nokkra túra í ár undir sínum eigin fána sem aðalband (e. Headliner).

Nordic Affect hlýtur stuðning til að taka þátt í þremur virtum tónlistarhátíðum í Evrópu næsta haust en á svipuðum tíma kemur út nýr diskur þar sem sveitin leikur tónlist eftir íslensk kvennatónskáld. Markmið ferðarinnar er að kynna hópinn og nýjan disk fyrir erlendum hlustendum samtímatónlistar og ná að skapa sér nafn.

Möller Records er íslensk raftónlistarútgáfa sem fær styrk frá Kraumi til að ferðast vítt og breitt um landið í sumar og kynna margbreytilega og hugvíkkandi raftónlist fyrir landsmönnum. Með í för verða Futuregrapher, en Árni Grétar er jafnframt verkefnastjóri, Skurken, EinarIndra, bistro boy og fleiri vinir og velunnarar Möller. Eitt er víst að þetta verður rafmönguð tónleikainnrás sem kemur fólki í réttan gír.
Kraumur og Eistnaflug taka höndum saman og standa fyrir PR-námskeiði og fjölmiðlakynningu en þessi magnaða rokkshátíð fer fram í 10. sinn dagana 9. til 13. júlí á Neskaupstað.

Meðal annarra styrkþega eru Agent Fresco og Ragnheiður Gröndal sem stefna á Evrópu, Grísalappalísa og DJ Flugvél og Geimskip sem ætla að tæta og trylla á Íslandi, Cell7 sem fer með hljómsveit um landið, Rökkurró, Ólafur Björn Ólafsson og Gyða Valtýsdóttir sem kynna nýjar útgáfur sínar.

Sjötta árið í röð á Kraumur í samstafi við ísfirsku tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. Á hátíðinni standa AFÉS og Kraumur fyrir poppfræðslurokkgreiningarfundi. Líkt og áður er reynt að kryfja ýmis mál sem tengjast tónlistargeiranum og síbreytilegu umhverfi hans en ávallt er reynt að hafa umræðuna skemmtilega. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis en umræðurnar eru ávallt fjölbreyttar og oftar en ekki árangursríkar.

ÚTHLUTUN 2014

PLÖTUGERÐ ÚTRÁS OG KYNNING – stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir á sviði plötuútgáfu, kynningar og markaðssetningar:
Samtals 1.650.000 kr.
Mono Town Kynning og markaðssetning 1.000.000 kr.
Ólafur Björn Ólafsson Kynning og útgáfutónleikar 350.000 kr.
Gyða Valtýsdóttir Kynning á nýrri plötu 300.000 kr.
ÚTRÁS – stuðningur & samstarf við listamenn og hljómsveitir : Samtals 3.350.000 kr.
Sólstafir og Kontinuum Tónleikaferð um Evrópu 1.000.000 kr.
Nordic Affect Tónleikahátíðir og kynning 800.000 kr.
Agent Fresco Evróputúr 2014 700.000 kr.
Ragnheiður Gröndal Tónleikaferðir um Evrópu 500.000 kr.
Rökkurró Útrás vegna þriðju plötu 350.000 kr.
INNRÁS – stuðningur & samstarf við listamenn og tónlistarhátíðir innanlands: Samtals 2.300.000 kr.
Grísalappalísa og
DJ Flugvél og Geimskip Íslandstúrinn 2014 500.000 kr.
Cell 7 ásamt hljómsveit Tónleikaferð um landið 500.000 kr.
Aldrei Fór Ég Suður 2014 Tónlistarhátíð á Ísafirði 500.000 kr.
Möller um landið Kynning á íslenskri raftónlist 500.000 kr.
Eistnaflug 2014 Fjölmiðlakynning og námskeið 300.000 kr.

7.300.000 kr.

ÖNNUR VERKEFNI KRAUMS 2014- Kraumslistinn í desember og Hljóðverssmiðjur Kraums í vor sem fela í sér fræðslu og handleiðslu í samstarfi við Músíktilraunir og þær hljómsveitir sem skipa fyrstu þrjú sætin í ár. Stefnan er að úthluta á ný seinna á árinu en tilkynnt verður um nýtt umsóknarferli með vorinu.

Frá stofnun Kraums hefur Aurora velgerðarsjóður lagt sjóðnum til 140 milljónir. Stjórn Auroru velgerðasjóðs hefur síðan 2007 úthlutað til verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkjunum Síerra Leóne og Mósambík svo fátt eitt sé nefnt.

______

Megintilgangur Kraums er að stuðla að og styrkja íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga tónlistarmenn. Yfirlýst stefna sjóðsins er að styrkja tiltölulega fá verkefni/listamenn, en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi. Verkefnaval Kraums tekur mið að því að styrkir til listamanna og verkefna eru í flesta staði hærri og veglegri og þar af leiðandi færri yfir heildina.

Kraumur tónlistarsjóður, sem var stofnaður í byrjun árs 2008 af Aurora velgerðarsjóði, hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf – fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmið Kraums er að styrkja stöðu tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. Kraumur vill styðja við og ýta undir nýsköpun og metnað á tónlistarsviðinu.

Frá því Kraumur hóf starfsemi sína hafa yfir eitthundrað listamenn, hljómsveitir og tónlistartengd verkefni hlotið stuðning frá sjóðnum, þar á meðal eru adhd, amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Bang Gang, Bloodgroup, Celestine, Daníel Bjarnason, Dikta, Elfa Rún Kristinsdóttir, Extreme Chill Festival, Hjaltalín, Kammerkór Suðurlands, Lay Low, Melkorka Ólafsdóttir, Moses Hightower, Mr. Silla, Mugison, Nordic Affect, Of Monsters and Men, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Skálmöld, Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson, Sóley, Sólstafir, Sónar Reykjavík, Seabear, Snorri Helgason, Stelpur Rokka!, Trúbatrix hópurinn og Víkingur Heiðar Ólafsson. Kraumur hefur einnig haldið úti samstarfsverkefnum með Músíktilraunum Tónabæjar, Listahátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug, ÚTÓN/IMX og fleiri aðilum.

Úthlutun í apríl

March 31st, 2014 by Johann

131 umsóknir bárust í Kraum tónlistarsjóð í ný loknu umsóknarferli. Flokkun og yfirferð umsókna er í fullum gangi og er gaman að segja frá því að margar góðar umsóknir bárust og því þarf að velja á milli margra spennandi verkefna.

Kraumur notast ekki við umsóknareyðublöð en allar umsóknir þurfa að innihalda stutt yfirlit yfir verkefnið, upplýsingar um markmið umsækjanda og fjárhagsáætlun. Það að umsóknarferlið sjálft sé ekki staðlað gerir yfirferðina vissulega seinlegri en um leið eru umsóknirnar persónulegri, margbreytilegri og einnig skemmtilegri. Eitt er víst að verkefnin eru metnaðarfull og hugmyndirnar margvíslegar sem eru í farvatninu hjá íslensku tónlistarfólki. Það fer að minnsta kosti ekki á milli mála að sköpunarkrafturinn og metnaðurinn er mikill. Þau verkefni sem bíða hljómsveita, listamanna og viðburðastjórnenda sem sóttu um stuðning og samstarf við Kraum eru virkilega spennandi og það er gaman að taka þátt og upplifa þessa gróskumiklu tíma í íslensku tónlistarlífi.

Flestar umsóknirnar í ár tengjast tónleikahaldi erlendis og kynningu á útgefnum verkum en svo bárust margar óskir um stuðning vegna hljómplötuvinnslu, tónleikahalds innanlands, nýsköpunar og til kynningar á tónlistarfólkinu sjálfu á margvíslegan og frumlegan hátt.

Samanlagður kostnaður við verkefnin 131 sem sótt var um stuðning fyrir hleypur á um 350 milljónum en sótt var um styrki fyrir 100 milljónir úr Kraumi í ár, eða um 780 þúsund krónur á hvert verkefni að meðaltali. Kraumur leggur ávallt metnað sinn við að styðja frekar færri verkefni gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi þegar kemur að styrkjum til listafólks og þar af leiðandi færri yfir heildina.

Kraumur tónlistarsjóður var stofnaður í byrjun árs 2008 af Aurora velgerðarsjóði. Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn til að auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmið Kraums er að styrkja stöðu tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, aðstoð, ráðgjöf og samstarfi af ýmsu tagi. Kraumur vill jafnframt styðja við og ýta undir nýsköpun og metnað á tónlistarsviðinu.

Auk beins stuðnings við einstaka listamenn/hljómsveitir og verkefni þeirra á sviði tónleikahalds og kynningar innanlands sem utan (innrásar og útrásar verkefni) þá hefur Kraumur starfrækt eigin verkefni og má þar nefna Kraumslistann sem verðlaunar og styður við bakið á íslenskri plötuútgáfu og verðlaunar þá titla sem þykja skara fram úr í frumleika og metnaði á ári hverju. Kraumur hefur einnig átt í góðu samstarfi við Músíktilraunir og starfrækt Hljóðverkssmiðjur þar sem ungum og upprennandi listamönnum og hljómsveitum sem skipa efstu þrjú sætin gefst kostur á að fá ráðgjöf og vinna nýtt efni undir leiðsögn reyndari tónlistarmanna í Sundlauginni. Einnig má geta þessa að Kraumur hefur í samvinnu við tónlistarhátíðina Aldrei Fór Ég suður staðið fyrir Poppfræðslurokkgreiningarfundum síðan 2009 fyrir tónlistarfólk og áhugasama á Ísafriði um Pásakana. Á síðustu ráðstefnum hefur margt verið skrafað og rætt og telja forsvarsmenn verkefnisins að mikilvægt samtal hafið verið búið til um margar hliðar tónlistariðnaðarins.

Kraumur mun aðeins styðja við hluta þeirra verkefna sem sótt var um stuðning fyrir í nýliðnu umsóknarferli enda yfirlýst stefna sjóðsins að styrkja fá verkefni/listamenn en gera það afgerandi. Allir umsækjendur fá svör við umsóknum sínum dagana 4. til 7. apríl.

Stefnt er að því að tilkynna hverjir hljóta styrki úr Kraumi tónlistarsjóði miðvikudaginn 9. apríl.

Úthlutun úr Kraumi tónlistarsjóði í apríl 2014

January 31st, 2014 by Johann

Kraumur tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir verkefni á sviði íslenskrar tónlistar sem ráðgert er að eigi sér stað árið 2014. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 28. febrúar.

Kraumur er sjálfstæður sjóður og starfsemi á vegum Auroru Velgerðasjóðs sem hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi og faglegri aðstoð við unga listamenn. Auðvelda tónlistarfólki að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri.

Tónlistarfólk og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar geta sótt um stuðning fyrir verkefni sín. Nánari upplýsingar um áður veitta styrki og leiðbeiningar vegna umsókna er að finna á heimsíðu Kraums undir Umsóknarferli 2014.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á info[a]kraumur.is en umsóknum og fylgigögnum skal einnig skila bréfleiðis á Kraumur tónlistarsjóður / Pósthólf 124, 121 Reykjavík.

Kraumslistinn 2013

December 18th, 2013 by Johann

Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur

Kraumslistinn 2013, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í sjötta sinn í dag.

Á Kraumslistanum í ár er að finna sjö framúrskarandi plötur frá metnaðarfullu tónlistarfólki. Tónlistarárið 2013 var fjölbreytt og spennandi og allar þær útgáfur sem fengu tilnefningu á Úrvalslista Kraums bera þess merki að unnið hefur verið að þeim af alúð og mikið verið í þær lagt. Hér er að finna vönduð verk eftir hugmyndaríkt, áræðið og umfram allt framúrskarandi listamenn.

Það var ekki auðvelt verkefni að gera upp á milli allra þeirra góðu platna sem skipuðu Úrvalslistann og komu út á árinu enda enginn vafi á því að tónlistarárið 2013 var gott og mikill kraftur í íslensku tónlistarfólki. Plöturnar sjö sem skáru framúr og skipa Kraumslistann eiga það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og fjölbreyttar en Kraumur mun leggja sitt af mörkum á komandi ári við að kynna þessi verk fyrir erlendum fjölmiðlum og fólki sem starfar innan tónlistargeirans.

Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem eru í ár sjö talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.

Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur (listinn er birtur í stafrófsröð)

Cell7 – Cellf

Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum

Grísalappalísa – Ali

Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns

Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

Mammút – Komdu til mín svarta systir

Sin Fang – Flowers

______

Kraumslistinn haldinn í sjötta skiptið

Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.

Verðlaun

Kraumur leggur upp með að styðja alla þá titla sem valdir eru á Kraumslistann og vekja á þeim jafna athygli frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.  Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðla o.s.frv.).

Tuttugu manns áttu sæti í dómnefnd Kraumslistans 2013:

Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Benedikt Reynisson, Bob Cluness, Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur Viðar Alfreðsson, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson (Óli Dóri), Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.

Markmið Kraumslistans

Kraumslistinn var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – Markmið Kraumslistans:

 • Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
 • Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
 • Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
 • Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.
 • Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á alla þá titla sem dómnefndin velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.
 • Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

Hjaltalín – Enter 4

Moses Hightower – Önnur Mósebók

Ojba Rasta – Ojba Rasta

Pétur Ben – God’s Lonely Man

Retro Stefson – Retro Stefson

Kraumslistinn 2011 – Verðlaunaplötur

ADHD – ADHD2

Lay Low – Brostinn Strengur

Reykjavík! – Locust Sounds

Samaris – Hljóma Þú (ep)

Sin Fang – Summer Echoes

Sóley – We Sink

Kraumslistinn 2010 – Verðlaunaplötur

Apparat Organ Quartet – Pólyfónía

Daníel Bjarnason – Processions

Ég – Lúxus upplifun

Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Nolo – No-Lo-Fi

Ólöf Arnalds – Innundir skinni

Kraumslistinn 2009 – Verðlaunaplötur

Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus

Bloodgroup – Dry Land

Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood

Hildur Guðnadóttir – Without Sinking

Hjaltalin – Terminal

Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Kraumslistinn 2008 – Verðlaunaplötur

Agent Fresco – Lightbulb Universe·

FM Belfast – How to Make Friends

Hugi Guðmundsson – Apocrypha

Ísafold – All Sounds to Silence Come

Mammút – Karkari

Retro Stefson – Montaña

Takk fyrir hjálpina – allir sem lögðu hönd á plóginn!

Sérstaka þakkir fyrir veitta aðstoð í ár við gerð og undirbúning Kraumslistann 2013 fá: Tónlist.is, Borg brugghús, Ölgerðin, íslenskt tónlistarfólk og útgefendur sem og allir þeir sem sátu í dómnefnd.

Úrvalslisti Kraums 2013 kynntur

December 6th, 2013 by Johann

Öldungaráð Kraums hefur lokið störfum og tilnefnt 20 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 18. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2013. Öldungaráðið vann mikið og gott starf en yfir 170 nýjar íslenskar útgáfur voru teknar fyrir.

Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli hér heima og erlendis á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Verðlaunaplötur – Tilnefning og val

Framkvæmd Kraumslistans 2013 fer fram með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir 20 plötur á Úrvalslista Kraums en við Úrvalslistanum tekur svo 20 manna dómnefnd og velur hún bestu plöturnar í leynilegri kosningu þannig að eftir standa 6 verðlaunaplötur.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fólki sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Í Öldungaráði, sem vann að forvalinu, áttu sæti ásamt  Árna Matthíassyni: Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.

Úrvalslisti Kraums 2013 – listinn er birtur í stafrófsröð:

– Benni Hemm Hemm – Eliminate Evil, Revive Good Times

– Cell7 – Cellf

– Daníel Bjarnason – Over Light Earth

– Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum

- Futuregrapher, Gallery Six & Veronique – Crystal Lagoon (EP)

– Grísalappalísa – Ali

– Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns

– Jóhann Kristinsson – Headphones

– Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

– Lay Low – Talking About The Weather

– Mammút – Komdu til mín svarta systir

– Múm – Smilewound

– Per:Segulsvið – Tónlist fyrir Hana

– Ruxpin – This Time We Go Together

– Samúel J. Samúelsson Big Band – 4 hliðar

– Sin Fang – Flowers

– Strigaskór nr. 42 – Armadillo

– Tilbury – Northern Comfort

– Úlfur – White Mountain

– Þórir Georg – Ælulykt

Tilkynnt verður hvaða plötur vinna sér sæti á Kraumslistanum miðvikudaginn 18. desember.

- – -

Kraumslistinn – Viðurkenning og verðlaun

Kraumslistinn, sem bar nafnið Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn sem hann var valinn í lok árs 2008, snýst fyrst og fremst um að styðja við og vekja athygli á öllum þeim plötum sem dómnefnd velur til Kraumslistans, frekar en að beina kastljósinu að einni sérstakri verðlaunaplötu. Nú hefur níu manna dómnefnd lokið störfum og valið 20 plötur á Úrvalslista Kraumslistans en stærri dómnefnd velur svo af þeim lista bestu plötur ársins.

Aðstandandi Kraumslistans er Kraumur tónlistarsjóður sem er sjálfstætt starfandi sjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs. Kraumur hefur það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Það er von aðstandenda Kraumlistans að verðlaunin verði liðsauki fyrir íslenska listamenn og íslenska plötuútgáfu, og veki enn frekari athygli á þeirri grósku og fjölbreytni sem einkennir íslenskt tónlistarlíf. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem valdir verða á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Umgjörðin í kringum verðlaunaafhendinguna er í lágmarki og frekar reynt að einbeita sér að auknum stuðningi við plöturnar. Kraumur mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum af tónlistarfólkinu eða útgefendum þeirra og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir,útgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðlar o.s.frv.).

Kraumslistinn var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Markmið Kraumslistans:

– Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.

– Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.

– Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

– Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.

– Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á alla þá titla sem dómnefndin velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.

– Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

Dómnefnd starfar í samræmi við hugmyndafræði verðlaunanna og markmið. Enginn í dómnefndinni þiggur laun fyrir vinnu sína. Regluverk Kraumslistans má finna á heimasíðu Kraums: www.kraumur.is

___

Mynd: Ásgeir Trausti átti sæti á Kraumslistanum 2012 ásamt Ojba Rasta, Hjaltalín, Retro Stefson, Moses Hightower og Pétri Ben

Kveikt í Torgi vonar

November 26th, 2013 by Johann

Verið velkomin í huggulegt aðventuboð í Vonarstræti 4b, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 17-19. Tendrað verður á jólaseríunni frá Hafnarfirði, vinbæ okkar á Torgi Vonar. Lay Low leikur ljúfa tóna og í boða verða fallegar veitingar.

Þess að auki verður hressandi happdrætti með vinningum frá Snæfríði og Hildigunni; Rifdagalinu 2014, Lay Low; nýja disknum hennar og AÍ og FÍLA; nýútkomna tímaritinu þeirra um umhverfishönnun.

Til aðventuboðsins bjóða allir íbúar Vonarstrætis 4b; Hönnunarmiðstöð Íslands,, Arkitektafélag Íslands, Hönnunarsjóður Auroru, Kraumur tónlistarsjóður og Aurora Velgerðarsjóður.

Menningarveisla í Járnbraut á Menningarnótt

August 22nd, 2013 by Johann

Á Menningarnótt 2013 ætlar listasetrið, æfingarhúsnæðið og hljóðverið Járnbraut að opna dyr sínar og halda sannkallaða menningarveislu!

Járnbraut hlaut styrk frá Kraumi tónlistarsjóði við síðustu úthlutun og verður þetta kjörið tækifæri að sjá íslensku grasrótarsenuna að verki. Hljómsveitir Járnbrautar koma fram ásamt góðum gestum, m.a. Grísalappalísa, Pétur Ben og Útidúr en auk þess munu helstu vonarstjörnur myndlistar sýna verk sín og ber einna helst að nefna hoppukastala sem komið verður fyrir á plani Járnbrautar.

Allir velkomnir, alveg ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum gegn mat og drykk.

Dagskrá Dagsins:

14:30 – Dj Flugvél og Geimskip
15:00 – ROKKMARAÞON – Hlaupið verður hring um Grandasvæðið. Leðurjakki og strigaskór skilyrði!
16:00 – Gaupan
16:30 – Kristín Ómarsdóttir les upp úr nýrri bók
17:00 – Babies
18:00 – Gunnar Gunnsteinsson
19:00 – Pétur Ben + Brautin
20:00 – Jóhann Kristinsson
21:00 – Útidúr
22:00 – Grísalappalísa
23:00 – Flugeldasýning á besta útsýnispalli Reykjavíkur

Listamenn sem sýna eru: Rúnar Örn Marinósson, Þórdís Erla Zoega, Kunstschlager Basar, Helena Aðalsteinsdóttir, Birna Björnsdóttir, Daníel Starrason og Magnús Andersen

Matur og drykkur í boði fyrir frjáls framlög.

Verkefnið styðja Kraumur tónlistarsjóður, Ölgerðinni og Reykjavíkurborg.

Járnbrautin er staðsett á Hólmaslóð 2 (niðrá Granda) og hefst dagskráin kl 14:00 og er hún opin allri fjölskyldunni.

Fréttatilkynning frá aðstandendum Rauðasands Festivals

July 11th, 2013 by Johann

Fréttatilkynning

Aðstandendur hátíðarinnar Rauðasandur Festival, sem fram fór að hluta til sl. helgi á Rauðasandi, vilja koma á framfæri nokkrum atriðum vegna helgarinnar. Þrotlaus vinna fór fram sl. ár við að skipuleggja þriðju árlegu hátíðina en veðrið gerir stundum ekki boð á undan sér, amk. ekki í þessu tilfelli þar sem spáð hafði verið vindasömum föstudegi en ekkert í líkingu við það sem úr varð. Á hádegi föstudags var farið að hvessa og margir gesta þá þegar inni á Patreksfirði í góðum gír í sundi og verslunarleiðangri eftir afar vel heppnað fimmtudagskvöld með hlöðuballi og leikjum niðri á tjaldsvæði og sandinum. Á nokkrum klukkustundum bætti allverulega í vindinn og um kl 17:00, eftir miklar björgunaraðgerðir aðstandenda og gæslufólks á tjöldum sem voru að leggjast saman og rifna upp, ákváðu aðstandendur hátíðarinnar að kalla til lögreglu og björgunarsveitir sem komu fljótt á staðinn og lýstu fljótlega yfir neyðarástandi. Þá þegar voru aðstandendur að biðla til bæjarstjóra Vesturbyggðar um að koma gestum, tónlistarfólki og aðstandendum hátíðarinnar í skjól og úr varð að hátíðin fékk afdrep fyrir alla, sem vildu vera áfram, í grunnskóla Patreksfjarðar en margir leituðu einnig í gistingu hjá vinum og vandamönnum sem og lausum gistiplássum á Patreksfirði og nágrenni. Fyrr um daginn hafði farið fram jóga á sandinum og fjallganga með Vilborgu Örnu pólfara og Jóhann Svavarssyni leiðsögumanni ásamt einum tónleikum í kirkjunni á Rauðasandi með hljómsveitarverkefninu Orgelbróðir, sem var í dagskrá sem off venue viðburður.

Meðan á þessum aðgerðum stóð náðu aðstandendur hátíðarinnar einnig að koma á tónleikum í Sjóræningjahúsinu um kvöldið þar sem öll helstu aðalnúmer hátíðarinnar héldu uppi rífandi góðri stemmningu. Prins Póló, Borko, Samaris, Ylja, Nolo, Hljómsveitt, Snorri Helgason, Mr. Silla, Jóhann Kristinsson, Hymnalaya og Axel Flóvent stigu á stokk. Þess utan ákváðu aðstandendur hátíðarinnar að fá eigendum Sjóræningjahússins afnot af hljóðkerfinu og trommusetti sem leigt hafði verið fyrir hátíðina til að hægt væri að halda partýinu áfram á Patreksfirði fyrir þá sem eftir urðu á laugardagskvöldinu. Þar komu fram hljómsveitirnar Babies og Boogie Trouble sem voru komnar vestur fyrir Rauðasand og voru margir gestir hátíðarinnar þar enn í góðum gír.

Með öllu ofantöldu telja aðstandendur hátíðarinnar að þeir hafi uppfyllt að mjög miklu leiti þá dagskrá sem auglýst hafði verið, eða eftir fremsta megni miðað við þær slæmu og óvæntu aðstæður sem sköpuðust. Því verður ekki um endurgreiðslu miða að ræða. Langflestir gestir og tónlistarfólk sem komið hafa að máli við aðstandendur hátíðarinnar hafa komið á framfæri miklu þakklæti og ánægju með hvernig haldið var utan um aðgerðir og þá dagskrá sem hægt var að bjóða upp á.

Aðstandendur hátíðarinnar vilja koma á framfæri botnlausu þakklæti til gesta hátíðarinnar og tónlistarfólks sem sýndu mikla þolinmæði, skilning og afar góð viðbrögð við að taka upp tjöld sín og farangur í samstarfi við björgunarsveitarfólk, gæslufólk hátíðarinnar og aðstandendur. Sveitarfélagið Vesturbyggð, bæjarstjóri og byggingarfulltrúi eiga miklar þakkir skilið fyrir að veita Rauðsendlingum húsaskjól. Björgunarsveitirnar á svæðinu fá kærar þakkir fyrir björgunaraðstoð veitta á hátíðarsvæði. Sjóræningjahúsið fær þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og stuð sem hægt var að halda uppi þar á bæ. Ferðaþjónustuaðilinn Westfjords Adventures sem aðstoðaði við að ferja fólk, hljóðkerfi og fleira yfir á skömmum tíma fær afar kærar þakkir sem og fyrir mikinn stuðning og hvatningu. Lögreglan á Patreksfirði fær einnig þakkir fyrir að veita leyfi fyrir því að færa gleðina yfir á Patreksfjörð. Allt starfsfólk hátíðarinnar fær sérstakar þakkir fyrir góð viðbrögð og aðlögunarfærni í mjög erfiðum aðstæðum. Sérstaklega ber þó að nefna Megan Horan og Þorbjörn Kolbrúnarson, sem tókst að flytja allt hljóðkerfið og setja saman nýja dagskrá í Sjóræningjahúsinu meðan aðrir aðstandendur voru í skipulagsmálum með bæjaryfirvöldum og lokun svæðisins á Rauðasandi. Gæslufólk hátíðarinnar, sem kemur úr röðum Mjölnis, breyttist í áhugamanna björgunarsveit á staðnum og stóð sig gríðarlega vel.

Nokkrar hljómsveitir sem fram komu um helgina og aðrar sem náðu ekki að koma fram hafa ákveðið í samráði við hátíðina að hóa saman í tónleika komandi helgi og ættu gestir hátíðarinnar að mæta og halda gleðinni áfram. Staðfest bönd eru Hljómsveitt, Babies, Amaba Dama og Nolo, en fleiri geta bæst við í vikunni. Tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og eru gestir hátíðarinnar hvattir til að mæta og sjá þessar stórskemmtilegu hljómsveitir í Rauðasands-stuði en það verður frítt inn og samstarfsaðilar hátíðarinnar, Tuborg og Vodafone, standa að baki tónleikunum með Rauðasands-aðstandendum ásamt ofangreindum hljómsveitum og Gamla Gauknum.

Með vinsemd og virðingu,

Aðstandendur hátíðarinnar Rauðasandur Festival

Pascal Pinon ásamt blásaratríói á hringferð um landið

June 26th, 2013 by Johann

Hljómsveitin Pascal Pinon og Blásaratríó fara hringferð um landið 25.-30. júní. Frítt er inn á alla tónleika og athygli skal vakin á því að bein útsending verður frá tónleikunum í Húsafellskapellu á heimasíðu Pascal Pinon næstkomandi laugardag.

Hljómsveitinni Pascal Pinon heldur í tónleikaferðalag umhverfis landið ásamt blásaratríói skipuðu núverandi og fyrrverandi nemendum úr Tónlistarskóla Reykjavíkur. Sveitin mun alls spila í 6 kirkjum á öllum landshlutum, en dagskráin lítur svona út:

25. 06. 13 – Útskálakirkja, Garður

26. 06. 13 – Breiðabólsstaðakirkja, Fljótshlíð

27. 06. 13 – Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði

28. 06. 13 – Húsavíkurkirkja, Húsavík

29. 06. 13 – Húsafellskapella, Húsafell (beint á netinu – pascalpinon.com)

30. 06. 13 – Grundarfjarðarkirkja, Grundarfjörður

- Allir tónleikar hefjast kl. 20:00

Verkefnið er styrkt af Kraumi tónlistarsjóði sem hefur ötullega stutt við bakið á íslensku tónlistarfólki undanfarin ár. Það gerir það að verkum að frítt er inn á alla tónleikana og þeir sem hafa áhuga geta því hlýtt á ljúfa tónlist í fallegu umhverfi.

Hljómsveitin Pascal Pinon var stofnuð árið 2009 af tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum, þegar þær voru 14 ára gamlar. Þær gáfu út sína fyrstu plötu sjálfar en skrifuðum svo undir samning hjá Morr Music í Berlín ári síðar og hafa unnið með þeim upp frá því. Núna nýverið gaf Pascal Pinon út sína aðra breiðskífu, sem ber heitið Twosomeness eða Tvímanaleiki, og hefur sveitin fylgt henni eftir með tónleikahaldi bæði hér heima og erlendis.

Blásaratríóið samanstendur af Áslaugu Rún Magnúsdóttur klarinettleikara, Björgu Brjánsdóttur flautuleikara og Bryndísi Þórsdóttur fagottleikara. Þær hófu samstarfið í febrúar á síðasta ári en hafa verið duglegar við framkomu og tónleikahald síðan þá. Þær hafa flutt verk eftir Bach, Beethoven, Handel og Stravinsky en hafa sett saman sérstaka efnisskrá fyrir tónleikaferðalagið.

Einnig munu tríóið og Pascal Pinon flytja nokkur lög saman í útsetningum eftir systurnar.

Hér eru nokkrir linkar sem tengjast verkefninu

www.pascalpinon.com

www.facebook.com/pascalpin0n

www.facebook.com/events/126844817523044/?fref=ts

Miðasalan hafin á Extreme Chill Festival – Undir Jökli 2013

April 30th, 2013 by JohannÍslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin helgina 12. Júlí – 14 Júlí næstkomandi á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin fer fram, sem fer ört vaxandi með hverju árinu. Í ár verða um 20 íslenskir tónlistarmenn sem koma fram auk þess koma fram fjórir erlendir tónlistarmenn.

Dagskráin í ár verður með því sniði að á föstudagskvöldinu verða tónleikar í félagsheimilinu Röst og byrja þeir kl. 20:00. Á laugardeginum hefst dagskráin utandyra með lifandi flutningi og plötusnúðum sem standa frá kl. 13 – 19 og verður dagskráin svo færð innanhús í félagsheimilið Röst kl. 20:00 og mun standa fram á nótt.

Í ár koma fram fjórir erlendir listamenn á Undir Jökli, en það eru engir nýgræðingar á þessu sviði: Mixmaster Morris frá Bretlandi (en hann kom einnig fram í fyrra) Mimetic frá sviss, Fishimself frá Grikklandi og Le Sherifs frá Egyptalandi, ásamt þeim verða helstu íslensku raftónlistarmenn landsins en það eru m.a þeir: Stereo Hypnosis, Futuregrapher, Ozy Úlfur, Samaris, Rúnar Magnússon, Tonik, Mikael Lind, Skurken og fleiri…..

Á svæðinu er ný uppgert kósý tjaldsvæði með salernis og sturtu aðstöðu. Hellissandur er lítill bær sem er yst á norðanverðu Snæfellsnesi. Útsýnið til Snæfellsjökuls annarsvegar og síðan suðurhluta Vestfjarða er einstakt. Miðaverð á hátíðina í ár verður 6.900 kr.

Fólk er hvatt til þess að tryggja sér armband tímanlega því síðustu 3 ár hefur selst upp og komust færri að en vildu.

Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafrænt landslag en þess ber að geta að Kraumur tónlistarsjóður styrkir hátíðana 2013, annað árið í röð.

Breska dagblaðið The Guardian kaus hátíðina eina af fimmtán athyglisverðustu tónlistarhátíðum í Evrópu 2012 sökum staðsetningar og umhverfis.

Kraumur úthlutar yfir 10 milljónum til tónlistarfólks og tónlistartengdrar starfsemi 2013

March 21st, 2013 by Johann

Kraumur tónlistarsjóður úthlutar í dag 10.4 milljónum til listamanna og verkefna sem eiga sér stað hér heima og að heiman árið 2013. Rúmlega tíu milljónum króna er varið til 16 verkefna á sviði innrásar og útrásar íslenskrar tónlistar en einnig er stuðlað að námskeiðum og fræðslu. Hæsta styrkinn í ár hlýtur Anna Þorvaldsdóttir tónskáld, eða tvær milljónir króna.

Starf og stuðningur Kraums tónlistarsjóðs við íslenskt tónlistarlíf heldur áfram af krafti og ljóst er af fjölda umsókna að tónlistarfólk kann að meta Kraum sem er sjálfstætt starfandi afl í íslensku tónlistarlandslagi. Í dag tilkynnti sjóðurinn stuðning við 16 verkefni. Verkefnin eru margbreytileg og metnaðarfull og endurspegla það afl og þann vöxt sem einkennir íslenskt tónlistarlíf og skapandi greinar.

Tónlist er fyrir margt löngu orðin ein þekktasta útflutningsvara þjóðarinnar og eru áhrif hennar mikil, þeirra gætir víða. Áherslan í starfi Kraums tónlistarsjóð er því í ár líkt og síðustu 5 ár að styðja af krafti við útrás tónlistarfólks en einnig að hlúa vel að grasrótinni og efla tónlistarstarf hér innanlands í formi fræðslu og tónleikahalds.

Alls bárust sjóðnum 146 umsóknir og ljóst að Kraumur gat aðeins stutt við hluta þeirra verkefna sem sótt var um stuðning fyrir í nýliðnu umsóknarferli enda yfirlýst stefna sjóðsins að styrkja fá verkefni en gera á afgerandi hátt.

Hæsta styrk Kraums í ár hlýtur Anna Þorvaldsdóttir tónskáld, en hún er einnig handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir verk sitt Dreaming. Styrkinn fær Anna til að hljóðrita ný verk til útgáfu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í flutningi CAPUT. Í kjölfar útgáfu nýrrar plötu nýtir Anna sér hluta styrksins til að kynna plötuna og verkin erlendis í samvinnu við öflug kynningarfyrirtæki og erlendar umboðsskrifstofur.

Þá fékk hljómsveitin Bloodgroup veglegan stuðning vegna tónleikaferðar þeirra um Evrópu og til Bandaríkjanna en þangað leitar einnig hugur Skúla Sverrissonar og Óskars Guðjónssonar sem í samstarfi við Mengi munu kynna plötuna The Box Tree ytra en hún var valin Djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Meðal annarra styrkþega eru Retro Stefson, Samúel J. Samúelsson Big Band, Angist, Hamrahlíðarkórinn, múm, Rauðasandur Festival, Stelpur Rokka! og KAMMER-Tónlistarhátíð. Járnbraut fær styrk en um er að ræða skapandi húsnæði þar sem m.a. má finna hljómsveitir á borð við Nolo, Heavy Experience og Oyama sem og hina framsæknu útgáfu Úsland.

Pascal Pinon og Blásaratríóið ætlar að ferðast hringinn og leika í kirkjum á meðan Borgar Magnason og Reykjavik Sinfonia taka þátt í flutning á nýrri óperu erlendis þar sem Ben Frost semur tónlistina. Extreme Chill Festival undir Jökli er styrkt annað árið í röð en þetta er hátíð sem breska dagblaðið The Guardian kaus eina af fimmtán athyglisverðustu tónlistarhátíðum í Evrópu 2012 sökum staðsetningar og umhverfis.

Síðast en ekki síst styrkir Kraumur Aldrei fór ég suður. Á hátíðinni stendur Kraumur fyrir poppfræðslurokkgreiningu í fimmta sinn í samvinnu við tónlistarhátíðina sem nú er haldin í 10 skiptið. Í rokkmálstofunni er er reynt að greina ýmis mál sem tengjast tónlistargeiranum og síbreytilegu umhverfi, slegið er á létta strengi en alvaran er aldrei langt undan. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis en umræðurnar eru ávallt fjölbreyttar og oftar en ekki árangursríkar. Við þetta má bæta að fundarstjórn og umræðuefni eru ávallt skemmtileg, engum mun því leiðast og svo er hressing að fundi loknum.

ÚTHLUTUN 2013

Kraumur tónlistarsjóður styður eftirtalin verkefni með fjárhagslegu framlagi sem og faglegri aðstoð og vinnu.

PLÖTUGERÐ ÚTRÁS OG KYNNING – stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir á sviði tónsmíða, plötugerðar og kynningar: Samtals 2.000.000 kr.

Anna Þorvaldsdóttir Plötugerð / Kynning 2.000.000 kr.

ÚTRÁS – stuðningur & samstarf við listamenn og hljómsveitir : Samtals 5.000.000 kr.

Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson – Tónleikar og kynning 1.000.000 kr.
Bloodgroup – Tónleikaferðir til Evrópu og BNA 1.000.000 kr.
Angist – Ferðin til Heljar og Desertfest ofl. 600.000 kr.
Samúel J. Samúelsson Big Band – Tónleikaferð um Evrópu 600.000 kr.
Retro Stefson – Kynning og tónleikar erlendis 2013 500.000 kr.
múm – Tónleikaferð um Bandríkin 500.000 kr.
Borgar Magnason & Reykjavík Sinfonia – The Wasp Factory : Ný Ópera 400.000 kr.
Hamrahlíðarkórinn – Kynning á kórnum og starfi 400.000 kr.

INNRÁS – stuðningur & samstarf við listamenn og tónlistarhátíðir innanlands: Samtals 3.400.000 kr.

Rauðasandur Festival – Fjölskylduvæn tónlistarhátíð 500.000 kr.
KAMMER-Tónlistarhátíð – Tónleikaröð, námskeið og spuni 500.000 kr.
Járnbraut : Skapandi vettvangur – Listasetur, æfingarhúsnæði og hljóðver 500.000 kr.
Extreme Chill Festival 2013 – Rafmögnuð tónlistarhátíð undir jökli 500.000 kr.
Stelpur Rokka! – Rokksumarbúðir fyrir ungar stúlkur 500.000 kr.
Aldrei fór ég suður – Námskeið og fræðsla 500.000 kr.
Pascal Pinon og Blásaratríóið – Ferðast um landið og leikið í kirkjum 400.000 kr.

ÖNNUR VERKEFNI KRAUMS - samtals 2.300.000 kr. sem úthlutað verður seinna á árinu en þar er um að ræða skyndistyrki að hausti, Kraumslistann 2013 í desember og Hljóðverssmiðjur Kraums í vor sem fela í sér fræðslu og handleiðslu í samstarfi við Músíktilraunir og þær hljómsveitir sem skipa fyrstu þrjú sætin í ár.

SÓNAR REYKJAVÍK- Fyrr á þessu ári tilkynnti Kraumur tónlistarsjóður um tveggja ára samstarf við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík og var hátíðin styrkt um eina milljóna króna.

Það sem af er ári hefur Kraumur tónlistarsjóður styrkt íslenskt tónlistarlíf um 11.4 milljónir króna.

______

Megintilgangur Kraums er að stuðla að og styrkja íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga tónlistarmenn. Yfirlýst stefna sjóðsins er að styrkja tiltölulega fá verkefni/listamenn, en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi. Verkefnaval Kraums tekur mið að því að styrkir til listamanna og verkefna eru í flesta staði hærri og veglegri og þar af leiðandi færri yfir heildina. Þetta er í samræmi við álit fagráðs Kraums sem og niðurstöðu árangursmats Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands sem gert var fyrir Kraum og kynnt var fyrir ári.

Kraumur tónlistarsjóður, sem var stofnaður í byrjun árs 2008 af Aurora velgerðarsjóði, hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf – fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmið Kraums er að styrkja stöðu tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. Kraumur vill styðja við og ýta undir nýsköpun og metnað á tónlistarsviðinu.

Frá því Kraumur hóf starfsemi sína hafa yfir eitthundrað listamenn og hljómsveitir hlotið stuðning frá sjóðnum, þar á meðal eru adhd, amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Bang Gang, Bloodgroup, Celestine, Daníel Bjarnason, Dikta, Eistnaflug, Elfa Rún Kristinsdóttir, Hjaltalín, Kammerkór Suðurlands, Lay Low, Melkorka Ólafsdóttir, Moses Hightower, Mr. Silla, Mugison, Nordic Affect, Of Monsters and Men, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Skálmöld, Sóley, Sólstafir, Seabear, Snorri Helgason, Trúbatrix hópurinn og Víkingur Heiðar Ólafsson. Kraumur hefur einnig haldið úti samstarfsverkefnum með Músíktilraunum Tónabæjar, Listahátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður, ÚTÓN/IMX og fleiri aðilum.

Í fyrra var prófuð sú nýjung í starfsemi Kraums að veita lægri styrki til verkefna þegar að hausta tók, veita nokkra Skyndistyrki. Þetta ferli er ekki auglýst sérstaklega en safnað er saman erindum tónlistarfólks og farið yfir þau mánaðarlega. Þessi stuðningur er hugsaður til að brúa bilið og hjálpa listamönnum til að grípa tækifæri sem koma upp með stuttum fyrirvara eða á þeim tíma sem enga styrki er að fá og margir sjóðir eru tómir. Skyndistyrki eru veittir síðasta ársfjórðung ársins og skila ber erindum til framkvæmdastjóra.

Margar umsóknir bárust

March 15th, 2013 by JohannÍ ár bárust 146 umsóknir í umsóknarferli Kraums tónlistarsjóðs en því lauk mánudaginn 4. febrúar. Flokkun og yfirferð umsókna hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur og það eru mörg frábær verkefni sem þarf að velja úr og gera upp á milli.

Kraumur hefur enn ekki tekið upp þann sið að notast við umsóknareyðublöð en allar umsóknir þurfa að innihalda yfirlit yfir verkefnið, upplýsingar um markmið þess og fjárhagsáætlun. Auk þess var mælst til þess að hljómsveitir og listamenn skiluðu inn ferilskrá og tónlist. Þetta gerir vissulega yfirferðina aðeins flóknari og seinlegri en um leið eru umsóknirnar persónulegri, margbreytilegri og einnig skemmtilegri eins og gefur að skilja. Hverjum hefði t.d. dottið í hug að inn á borð framkvæmdastjóra myndi berast sandur og skeljar með einni umsókninni?

Umsóknirnar eru vissulega margskonar og mismunandi en eitt er víst og það er að það er hugur í íslensku tónlistarfólki og það er óhrætt við að virkja sköpunarkraftinn og sækja á innlendan sem og erlendan markað. Hugmyndir að verkefnum eru metnaðarfullar og margvíslegar. Þau verkefni sem bíða hljómsveita, listamanna og viðburðastjórnenda sem sóttu um stuðning og samstarf við Kraum eru virkilega spennandi og það er gaman að upplifa þessa gróskumiklu tíma í íslensku tónlistarlífi.

Flokka má þau verkefni sem sótt var um gróflega í fimm flokka en um er að ræða 167 verkefni sem umsóknirnar 146 hafa að geyma. Flestar umsóknirnar í ár tengjast tónleikahaldi erlendis en svo bárust margar óskir um stuðning vegna hljómplötuvinnslu, nýsköpunar og til kynningar á verkum listafólks og tónlistarfólkinu sjálfu. Fjöldi umsókna snéri að tónleikahaldi og öðrum verkefnum innanlands auk ýmissa annarra verka sem hafa með kynningu og eflingu á íslenskri tónlist að gera.

Samanlagður kostnaður við verkefnin 167 sem sótt var um stuðning fyrir hleypur á um 300 milljónum en sótt var um styrki fyrir rúmlega þriðjungi þeirrar fjárhæðar eða um tæpar 800 þúsund krónur á hvert verkefni. Kraumur leggur ávallt metnað sinn við að styðja frekar færri verkefni og listamenn en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi þegar kemur að styrkjum. Verkefnaval Kraums tekur mið að því að styrkir til listamanna og verkefna eru í flesta staði veglegir og þar af leiðandi færri yfir heildina.

Kraumur tónlistarsjóður var stofnaður í byrjun árs 2008 af Aurora velgerðarsjóði. Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn til að auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmið Kraums er að styrkja stöðu tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, aðstoð, ráðgjöf og samstarfi af ýmsu tagi. Kraumur vill jafnframt styðja við og ýta undir nýsköpun og metnað á tónlistarsviðinu.

Í fyrra úthlutaði Kraumur tónlistarsjóður um miðjan mars og voru 15 verkefni styrkt af sjóðnum. Frá því Kraumur hóf starfsemi sína hafa yfir eitthundrað listamenn og hljómsveitir hlotið stuðning frá sjóðnum, þar á meðal eru adhd, amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Bang Gang, Bloodgroup, Celestine, Daníel Bjarnason, Dikta, Eistnaflug, Elfa Rún Kristinsdóttir, Hjaltalín, Kammerkór Suðurlands, Lay Low, Melkorka Ólafsdóttir, Moses Hightower, Mr. Silla, Mugison, Nordic Affect, Of Monsters and Men, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Skálmöld, Sóley, Sólstafir, Seabear, Snorri Helgason, Trúbatrix hópurinn og Víkingur Heiðar Ólafsson. Kraumur hefur einnig haldið úti samstarfsverkefnum með Músíktilraunum Tónabæjar, Listahátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður, ÚTÓN/IMX og fleiri aðilum.

Auk beins stuðnings við einstaka listamenn/hljómsveitir og verkefni þeirra á sviði plötuútgáfu, tónleikahalds og kynningar innanlands sem utan hefur Kraumur starfrækt eigin verkefni til breiðari stuðnings í tónlistarlífinu. Má þar m.a.nefna Innrásina sem veitir stuðning til hljómsveita til að sinna tónleikhaldi innanlands, Kraumslistann sem verðlaunar og styður við bakið á íslenskri plötuútgáfu og verðlaunar þá titla sem þykja skara fram úr í frumleika og metnaði á ári hverju. Auk þessi hefur Kraumur í samstarfi við Músíktilraunir starfrækt Hljóðverkssmiðjur þar sem ungum og upprennandi listamönnum og hljómsveitum gefst kostur á að fá ráðgjöf og vinna nýtt efni undir leiðsögn reyndari tónlistarmanna.

Í fyrra var prófuð sú nýjung í starfsemi Kraums að veita lægri styrki til verkefna þegar að hausta tók, veita svokallaða Skyndistyrki. Þetta ferli er ekki auglýst sérstaklega en safnað er saman erindum tónlistarfólks og farið yfir þau mánaðarlega. Þessi stuðningur er hugsaður til að brúa bilið og hjálpa listamönnum til að grípa tækifæri sem koma upp með stuttum fyrirvara eða á þeim tíma sem enga styrki er að fá og margir sjóðir eru tómir. Skyndistyrki á að veita mánaðarlega síðasta ársfjórðung ársins og skila ber erindum til framkvæmdastjóra.

Það er ljóst að Kraumur mun aðeins styðja við hluta þeirra verkefna sem sótt var um stuðning fyrir í nýliðnu umsóknarferli enda yfirlýst stefna sjóðsins að styrkja fá verkefni/listamenn en gera það afgerandi. Tilkynnt verður hverjir hljóta styrki úr Kraumi tónlistarsjóði fimmtudaginn 21. mars.

Kraumslistinn 2012

December 19th, 2012 by Johann

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

Kraumslistinn 2012, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í dag.

Á Kraumslistanum er að finna sex plötur sem allar bera þess merki að mikið hefur verið í þær lagt. Hér er að finna vönduð verk eftir leitandi, framsækið og umfram allt framúrskarandi tónlistarfólk.

Plöturnar sem skáru framúr í ár og skipa listann eiga það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og afar metnaðarfullar en 20 plötur voru tilnefndar til verðlaunanna og skipuðu Úrvalslista Kraums. Það var ekki auðvelt verkefni að gera upp á milli allra þeirra góðu platna sem skipuðu Úrvalslistann og komu út á árinu. Það liggur enginn vafi á því að tónlistarárið 2012 var gjöfult og gott og ekki er annað að sjá en að framtíðin sé björt fyrir íslenska tónlist. Hljómar vissulega eins og klisja en það er bara ekki annað hægt að segja því staðan er þannig.

Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem líkt og síðustu tvö ár eru sex talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

 • Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
 • Hjaltalín – Enter 4
 • Moses Hightower – Önnur Mósebók
 • Ojba Rasta – Ojba Rasta
 • Pétur Ben – God’s Lonely Man
 • Retro Stefson – Retro Stefson

______

Kraumslistinn haldinn í fimmta skiptið

Kraumslistanum (stundum kölluð Kraumsverðlaun) er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.

Verðlaun

Kraumur leggur upp með að styðja alla þá titla sem valdir eru á Kraumslistann og vekja á þeim jafna athygli frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.  Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.).

Tuttugu og einn tók þátt Í dómnefnd Kraumslistans 2012 en þar sátu:

Alexandra Kjeld, Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Árni Matthíasson, Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, , Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur S. Magnússon, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, Kamilla Ingibergsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ólafur Páll Gunnarsson, Sólrún Sumarliðadóttir, og Trausti Júlíusson.

Markmið Kraumslistans

 • Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
 • Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
 • Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
 • Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.
 • Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á þá titla sem dómnefnd velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.
 • Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

https://mail.google.com/mail/u/0/images/cleardot.gifKraumslistinn 2011 – Verðlaunaplötur

ADHD – ADHD2

Lay Low – Brostinn Strengur

Reykjavík! – Locust Sounds

Samaris – Hljóma Þú (ep)

Sin Fang – Summer Echoes

Sóley – We Sink

Kraumslistinn 2010 – Verðlaunaplötur

Apparat Organ Quartet – Pólyfónía

Daníel Bjarnason – Processions

Ég – Lúxus upplifun

Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Nolo – No-Lo-Fi

Ólöf Arnalds – Innundir skinni

Kraumslistinn 2009 – Verðlaunaplötur

Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus

Bloodgroup – Dry Land

Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood

Hildur Guðnadóttir – Without Sinking

Hjaltalin – Terminal

Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Kraumslistinn 2008 – Verðlaunaplötur

Agent Fresco – Lightbulb Universe·

FM Belfast – How to Make Friends

Hugi Guðmundsson – Apocrypha

Ísafold – All Sounds to Silence Come

Mammút – Karkari

Retro Stefson – Montaña

Takk fyrir hjálpina – allir sem lögðu hönd á plóginn!

Sérstaka þakkir fyrir veitta aðstoð í ár við gerð og undirbúning Kraumslistann 2012 fá svo: Tónlist.is, Borg brugghús, Ölgerðin, gogoyoko, íslenskt tónlistarfólk og útgefendur sem og allir þeir sem sátu í dómnefnd.

Kraumslistinn – Úrvalslisti 2012

December 11th, 2012 by Johann


- Fríður hópur listamanna sem skipaði Kraumslistann í fyrra.

Kraumslistinn – Úrvalslisti 2012

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 20 plötur á Úrvalslista Kraums en í næstu viku kemur í ljós hvaða 5 – 6 plötur af þessum tuttugu munu skipa Kraumslistann 2012. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Verðlaunaplötur – Tilnefning og val

Framkvæmd Kraumslistans 2012 er með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir 20 plötur á Úrvalslista Kraums en við honum tekur svo 20 manna dómnefnd og velur bestu plöturnar þannig að eftir standa 5 til 6 verðlaunaplötur.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fólki sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Í Öldungaráði sem vann að forvalinu áttu sæti ásamt Árna Matthíassyni: Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, Guðni Tómasson, Egill Harðarson, Helena Þrastardóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson og Trausti Júlíusson.

Úrvalslisti Kraums 2012 – listinn er birtur í stafrófsröð:

• adhd – adhd4
• Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
• Borko – Born To Be Free
• Davíð Þór Jónsson – Improvised Piano Works 1
• Duo Harpverk – Greenhouse Sessions
• Futuregrapher – LP
• Ghostigital – Division of Culture & Tourism
• Hilmar Örn Hilmarsson & Steindór Andersen – Stafnbúi
• Hjaltalín – Enter 4
• Moses Hightower – Önnur Mósebók
• Muck – Slaves
• Nóra – Himinbrim
• Ojba Rasta – Ojba Rasta
• Pascal Pinon – Twosomeness
• Pétur Ben – God’s Lonely Man
• Retro Stefson – Retro Stefson
• Sin Fang – Half Dreams EP
• The Heavy Experience – Slowscope
• Tilbury – Exorcise
• Þórir Georg – I Will Die and You Will Die and it Will be Alright

Tilkynnt verður hvaða plötur vinna sér sæti á Kraumslistanum miðvikudaginn 19. desember.

Sérstakar þakkir fá Tónlist.is og gogoyoko fyrir ómetanlega hjálp og stuðning en á þessum íslensku tónlistarveitum má finna hina stórgóðu og blómlegu útgáfu ársins 2012.

Kraumslistinn – Viðurkenning og verðlaun

Kraumslistinn, sem bar nafnið Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn sem hann var valinn í lok árs 2008, snýst fyrst og fremst um að styðja við og vekja athygli á öllum þeim plötum sem dómnefnd velur til Kraumslistans, frekar en að beina kastljósinu að einni sérstakri verðlaunaplötu. Nú hefur níu manna dómnefnd lokið störfum og valið 20 plötur á Úrvalslista Kraumslistans en stærri dómnefnd velur svo af þeim lista bestu plötur ársins.

Aðstandandi Kraumslistans er Kraumur tónlistarsjóður sem er sjálfstætt starfandi sjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs. Kraumur hefur það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Það er von aðstandenda Kraumlistans að verðlaunin verði liðsauki fyrir íslenska listamenn og íslenska plötuútgáfu, og veki enn frekari athygli á þeirri grósku og fjölbreytni sem einkennir íslenskt tónlistarlíf. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka og ekki má heldur gleyma því að íslensk tónlist er jólagjöfin í ár að mati dómnefndar á vegum Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem valdir verða á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Umgjörðin í kringum verðlaunaafhendinguna er í lágmarki og frekar reynt að einbeita sér að auknum stuðningi við plöturnar. Kraumur mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.).

Kraumslistinn var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Markmið Kraumslistans:

• Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.

• Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.

• Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

• Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.

• Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á þá titla sem dómnefnd velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.

Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

Dómnefnd starfar í samræmi við hugmyndafræði verðlaunanna og markmið. Enginn fjárhagslegur ávinningur skal vera af Kraumsverðlaununum sem eru ekki rekin í ágóðaskyni. Enginn í dómnefndinni þiggur laun fyrir vinnu sína. Regluverk Kraumslistans má finna hér á heimasíðu Kraums.

TÓNLIST … ER TÓNLIST

December 1st, 2012 by Johann

TÓNLIST … ER TÓNLIST: GREINAR 1999 – 2012, EFTIR ARNAR EGGERT THORODDSEN KEMUR ÚT Í DAG, 1. DESEMBER, Á DEGI ÍSLENSKRAR TÓNLISTAR

Arnar Eggert Thoroddsen hefur um langt árabil verið einn mikilvirkasti tónlistarblaðamaður landsins. Í Morgunblaðinu hefur hann fjallað kerfisbundið um íslenska jafnt sem erlenda tónlistarmenningu, í pistlum, viðtölum, gagnrýni og úttektum ýmiskonar. Hér er samankomið úrval greina frá árabilinu 1999 – 2012 en þessi fyrsti áratugur nýrrar aldar hefur reynst mikill umbrotatími í íslenskri dægurtónlist.

Ástríða Arnars fyrir umfjöllunarefninu er tilfinnanleg, stíll hans snarpur og kímileitur, fullur eldmóðs en um leið fræðandi og áleitinn. Hér er á ferðinni einstök heimild um tónlistarmenningu á Íslandi, frá manni sem hefur mundað pennann í fremstu víglínu í meira en áratug.

Um höfund:

Arnar Eggert Thoroddsen fæddist í Reykjavík árið 1974. Hann hóf að skrifa um tónlist vorið 1999 og hefur iðkað það síðan, að meginstofni til í gegnum Morgunblaðið (en allar greinarnar í safni þessu eru þaðan). Skrif hans hafa þó birst víðar, m.a. í erlendum bókum og bloggum. Hann hefur þá setið í fjölda dómnefnda hérlendis sem erlendis, stýrt útvarps- og vefvarpsþáttum, skipulagt tónleika og tónleikaraðir, haldið erindi í skólum og verið ráðgefandi aðili um tónlist í sjónvarpi sem útvarpi. Arnar rekur þá eigið vefsetur, arnareggert.is, þar sem hugleiðingar hans um hina æðstu list birtast.

Arnar býr í Edinborg ásamt konu sinni og tveimur börnum en þar leggur hann stund á meistaranám í tónlistarfræðum við Edinborgarháskóla.

Aðrar bækur eftir sama höfund

-Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni (2007) ásamt Einari Bárðarsyni
-100 bestu plötur Íslandssögunnar (2009) ásamt Jónatani Garðarssyni

Bók Arnars Eggerts Thoroddsen, “Tónlist … er tónlist: Greinar 1999 – 2012″, kemur út 1. desember, á degi íslenskrar tónlistar en Kraumur tónlistarsjóður styrkti höfund verksins við útgáfuna.

Dreifing er í höndum Kongó ehf.

RafKraumur í fyrsta sinn

October 6th, 2012 by Johann

RafKraumur: Ghostigital, Captain Fufanu o.fl. á Faktorý laugardagskvöldið 6. október