Innrásin

Tónleikahald hjómveita og listamanna innanlands

Markmiðið

Auka möguleika listamanna til tónleikahalds innanlands og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.

Hugmyndin

Lítill stuðningur var við tónleikahald hérlendis og styrkir oft miðaðir við erlenda markaði.

Stuðningurinn

Beinn fjárhagslegur stuðningur til að standa að straum af ferða- og kynningarkostnaði.

Innrásin er verkefni sem Kraumur setti á laggirnar vorið 2008, stuttu eftir að starfemi sjóðsins hófst. Alls hafa hátt í níutíu hljómsveitir og listamenn hlotið fjárhagslegan stuðning og ráðgjöf í gegnum verkefnið til tónleikahalds innanlands – og þannig eflt tónlistarlíf í landinu.

Stuðningur við tónleikahald á Íslandi.

Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds innanlands, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.

Kostnaður við tónleikahald innanlands er  umtalsverður, sérstaklega í tilvikum ungra upprennandi listamanna. Innrás Kraums var ýtt úr vör til að styðja tónlistarmenn og hljómsveitir við að standa straum af ferða- og kynningarkostnaði, auk þess að veita í ráðgjöf og stuðning í kynningar- og skipulagsmálum er varðar tónleikahald út á landi. Sjóðurinn hafði jafnfamt milligöngu um sameiginlegar tónleikaferðir ýmissa listamanna um landið.

Innrásin var starfrækt á árunum 2008-2014

Rás 2

Rás 2 var sérlegur samstarfsaðili Kraums við fjölda tónleika Innrásarinnar og studdi átakið með kynningum og umfjöllunum á þeim tónleikum sem fóru fram víða um land.

Tónleikar innrásarinnar

Hljómsveitir og listamenn

Meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem Kraumur hefur stutt til tónleikhalds innanlands eru;

  • At Dodge City
  • Amiina
  • Árni²
  • Árstíðir
  • Áslaug Helga
  • Benni Hemm Hemm
  • Benny Crespo’s Gang
  • Beta
  • Bistro Boy
  • Björtu
  • Bloodgroup
  • Borko Cell 7
  • Djassveit Hauks Gröndals
  • DJ flugvél & geimskip
  • Dr. Spock
  • Einar Indra
  • Elfa Rún Kristinsdóttir
  • Elín Ey
  • Elíza Newman
  • Endless Dark
  • Fabúla
  • FM Belfast
  • Fufanu (Captain Fufanu)
  • Futuregrapher
  • Gordon Riots
  • Ghostigital
  • Grísalappalísa
  • Guðmundur Steinn Guðmundsson
  • Halla Norðfjörð
  • Hallveig Rúnarsdóttir & Gerrit Schuil
  • Hjaltalín
  • Heiða Dóra
  • Helgi Valur
  • Hellvar
  • Jafet Melge
  • Jara
  • Jónas Sigurðsson & ritvélar framtíðarinnar
  • Kammerkórinn Carmina
  • Kalli
  • K-tríó
  • Lára
  • Létt á bárunni
  • Lockerbie
  • Lydía
  • Melkorka Ólafsdóttir
  • Miri
  • Miss Mount
  • Morðingjarnir
  • Moses Hightower
  • Momentum
  • Mógil
  • Mr. Silla
  • Myrra Rós
  • Mysterious Marta
  • Njútón tónlistarhópur
  • Nögl
  • Ojba Rasta
  • Orang Volante
  • Orgel bróðir
  • Pascal Pinon
  • Prins póló
  • Reykjavík!
  • Samúel J. Samúelsson & Big band
  • Seabear
  • Sign
  • Sin Fang
  • Sigga Eyþórs
  • Skakkamanage
  • Skátar
  • Skálmöld
  • Skurken
  • Snorri Helgason
  • Sólstafir
  • Soffía Björg
  • Songbird
  • Steve Sampling
  • Subminimal
  • Sudden Weather Change
  • Svavar Knútur
  • Swords of Chaos
  • Tanya Pollock
  • Uni
  • Úlfur Úlfur
  • Valdimar
  • Þórunn Antónía

 

Tónlistarhátíðir og viðburðir

Í tengslum við Innrásina hefur Kraumur stutt við fjölda tónlistarhátíða á Íslandi.

  • Aldrei fór ég suður, Ísafirði – Námskeið og pallborðsumræður
  • Eistnaflug, Neskaupsstað
  • Extreme Chill – Undir Jökli, Snæfellsnesi
  • LungA, Seyðisfyrði
  • Podium festival, Stokkalæk
  • Rauðisandur Festival, Vestfjörðum
  • Við Djúpið, Leitin að ungum tónskáldum