Kynning á heimi klassískrar tónlistar í febrúar

January 10, 2009

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur, kynna heim klassískrar tónlistar í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu í febrúar.

Skólarnir sem heimsóttir verða eru; Flensborg í Hafnarfirði, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands. Tilkynnt verður um staðfesta dagskrá og dagsetningar á næstunni.

Þetta er í annað sinn sem Víkingur Heiðar og Árni Heimir heimsækja skóla með tónlistarkynningu, en húsfyllir var á dagskrá þeirra í nóvember. Þá var á ferð önnur efniskrá, en að þessu sinni snýst kynningin um tónlist 20. aldarinnar: Bartók, Stravinskí og Ligeti.

Dagskráin er styrkt af Kraumi, en Víkingur og Árni voru með þeim fyrstu til að hljóta stuðning frá tónlistarsjóðnum í vor. Stuðningur Kraums hefur gert Víkingi og Árna kleift að vinna að tónleikakynningunni og bjóða skólunum og nemendum upp á hana.