Kraumsverðlaunin á vef SPIN Magazine

May 8, 2009

Stuttmynd Stuart Rogers um Kraumsverðlaunin 2008 birt nýjum video-vef SPIN Magazine.

Myndband Stuart Rogers um Kraumsverðlaunin 2008 og afhendingu verðlaunanna í fyrra var nýverið birt á nýjum video-vef bandaríska tímaritsins SPIN Magazine sem kallast SPIN Earth.

Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu sem eru; hljómsveitirnar Agent Fresco, FM Beflast, Mammút, Retro Stefson, Árni Rúnar Hlöðversson (FM Belfast), Katrína Mogensen og Arnar Pétursson (Mammút), Daníel Bjarnason (Ísafold), Unnsteinn Stefánsson (Retro Stefson), Eldar Ástþórsson (framkvæmdastjóri Kraums), Árni Mattíasson (blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður dómnefndar Kraumsverðlaunanna), Halla Steinunn Stefánsdóttir (þáttagerðarmaður á Rás 1 og dómnefndarliði Kraumsverðlaunanna) og Ólafur Páll Gunnarsson (tónlistarstjóri Rásar 2 og dómnefndarliði Kraumsverðlaunanna).

Myndbandið er rúmlega 13 mínútur að lengd og má finna hér: