Trúbatrixur á hringferð um landið

June 2, 2009

Trúbatrixur fagna grósku íslenskra tónlistarkvenna með safndisk og tónleikaferð um landið – í samstarfi við Innrásarverkefni Kraums og Rás 2.

Tónleikaferð Trúbatrix hópsins um Ísland hefst í kvöld, miðvikudaginn 2. júní, á Kaffi Rósenberg í Reykjavík. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar safndisksins Taka 1 sem inniheldur 15 frumsamin lög eftir íslenskar tónlistarkonur.

Diskurinn er afar fjölbreyttur og inniheldur ný lög frá þekktari söngkonum á borð við Fabúlu, Elízu Geirsdóttir Newman og Þórunni Antóníu ásamt upprennandi stjörnum á borð við Elínu Ey, Mysterious Marta og stúlknasveitinni Pascal Pinon. Taka 1 er alfarið heima unninn á Íslandi og sjá trixurnar sjálfar um að skreyta og brenna diska . Smekkleysa sér um dreifingu disksins, sem fæst í öllum helstu plötuverslunum – og verður til sölu á hringferð Trúbatrix um landið.

Trúbatrix er nýtt tengslanet og tónlistarhópur sem samanstendur af ungum tónlistarkonum sem flytja frumsamda tónlist.

Innrásin er átak Kraums til stuðnings tónleikahalds á landsbyggðinni. Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.

Trúbatrix á hringferð um landið:
Þriðjudagur 2. júní, kl. 20.00 – Trúbatrix Album Launch @ Café Rósenberg, Reykjavík
Miðvikudagur 3. júní, kl. 20.00 – Kaffi 59, Grundarfjörður
Fimmtudagur 4. júní, kl. 20.00 – Græni Hatturinn,Akureyri
Föstudagur 5. júní, kl. 20.00 – Kaffi Sæli, Tálknafjörður
Laugardagur 6. júní, kl. 20.00 – Edinborg, Ísafjörður
Fimmtudagur 11. júní, kl. 20.00 –  Draugasetrið, Stokkseyri
Föstudagur 12. júní, kl. 20.00 – Pakkhúsið, Höfn í Hornafirði
Laugardagur 13. júní, kl. 20.00 – Hótel Aldan, Seyðisfjörður

Þær sem eiga lög á Taka 2:
Miss Mount
Elín Ey
Mysterious Marta
Elíza Newman
Þórunn Antónía
Áslaug Helga
Fabúla
Jara
Pascal Pinon
Heiða Dóra
Joanne Kearney
Uni
Beta
Gunna Lára
Songbird
Lydía
Sigga Eyþórs

Hlekkir: