Sólstafir herja á Evrópu

May 31, 2010

Sólstafir leika á Hróaskeldu og fleiri tónlistarhátíðum í Evrópu.

Þungarokksveitin Sólstafir hefur leikið á nokkrum hátíðum og einstökum tónleikum í London, Berlín, Osló og fleiri stöðum það sem af er þessu ári. Hún hefur m.a. komið fram á Ragnarök hátíðinni í Rieden/Kreuth, nærri Nuremberg, í Þýskalandi.

Frammundan er þétt dagskrá hjá sveitinni þar sem hún leikur á einni stærstu og virtust tónlistarhátíð Evrópu, Hróaskeldu (Roskilde Festival) og í kjölfarið fylgja fleiri virtar og veglegar hátíðir.

Kraumur styður við útrás Sólstafa sem samstarfs- og stuðningsaðili.

Dagskrá
Jul 1 2010               Roskilde Festival, Roskilde (DK)
Jul 8 2010               Eistnaflug, Norðfjörður (IS)
Aug 6 2010             Gößnitz Open Air, Altenburg (DE)
Aug 7 2010             Wacken Open Air, Wacken (DE)
Aug 19 2010           Summer Breeze Open Air, Dinkelsbuehl (DE)
Aug 27 2010           Hole in the Sky, Bergen (NO)

Hlekkir
Sólstafir heimasíða
Sólstafir á Facebook
Sólstafir á MySpace