Posts Tagged ‘Ísafold’

Plötuverðlaun Kraums – Kraumslistinn 2010

Wednesday, November 24th, 2010

Líkt og síðustu tvö ár mun Kraumur styðja við íslenska plötuútgáfu með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika að mati dómnefndar Kraumslistans.

Kraumslistinn, sem bar nafnið Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn sem hann var valinn í lok árs 2008, snýst fyrst og fremst um að styðja við og vekja athygli á þeim plötum dómnefnd velur til Kraumslistans, frekar en eina einstaka verðlaunaplötu.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð 12 blaðamönnum og aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, t.a.m. í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Kraumur mun styðja við Kraumslistaplöturnar, og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær Kraumslistinn verður kynntur í ár, en síðustu tvö ár hefur hulunni verið svipt af vali dómnendar um miðjan desember mánuð. Eftirtaldar hljómplötur hlutu viðurkenningu Kraums sem Kraumslista- og verðlaunaplötur:

Kraumsverðlaunin 2008

 • Agent Fresco – Lightbulb Universe
 • FM Belfast – How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
 • Ísafold – All Sounds to Silence Come
 • Mammút – Karkari
 • Retro Stefson – Montaña

Kraumslistinn 2009

 • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
 • Bloodgroup – Dry Land
 • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
 • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
 • Hjaltalin – Terminal
 • Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Hlekkir
Kraumlistinn
Markmið & reglur
Saga & bagkrunnur
Kraumslistinn 2008
Kraumslistinn 2009

Kraumslistinn á Airwaves

Wednesday, October 13th, 2010

Kraumur mun standa fyrir dreifingu á verðlaunaplötum Kraumslistans frá síðustu tveim árum til erlendra blaðamanna yfir Airwaves hátíðina.

Kraumslistinn (áður Kraumsverðlaun) var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Kraumslistinn var fryst valinn í lok árs 2008 og snýst fyrst og fremst um að styðja við og vekja athygli á þeim plötum dómnefnd velur til Kraumslistans, frekar en eina einstaka verðlaunaplötu. Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að dómnefnd velur 5 verðlaunaplötur sem gefnar eru út á árinu. Ef sérstakt tilefni þykir til hefur dómnefnd vald til að auka við fjölda verðlaunaplatna, en það skal aðeins gert ef alveg sérstök ástæða þykir til.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð 16 aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Verðlaunaplötur 2008:

 • Agent Fresco – Lightbulb Universe
 • FM Belfast – How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
 • Ísafold – All Sounds to Silence Come
 • Mammút – Karkari
 • Retro Stefson – Montaña

Verðlaunaplötur 2009:

 • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
 • Bloodgroup – Dry Land
 • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
 • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
 • Hjaltalin – Terminal
 • Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Hlekkir
Markmið & verðlaun
Dómnefnd og reglur
Saga & bakgrunnur
Kraumslistinn 2008
Kraumslistinn 2009

Daníel Bjarnason fær lofsamlega dóma

Monday, September 13th, 2010

Tónskáldið og hljómsveitastjórinn Daníel Bjarnason fær lofsamlega dóma fyrir breiðskífu sína Processions. Kraumur vinnur með og styður Daníel við markaðsetningu plötunnar á erlendri grundu.

Daníel Bjarnason hóf kynningu á breiðskífu sinni Processions í mars á þessu ári með tónleikum í New York ásamt 17 manna hljómsveit. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Vicky Chow píanóleikari voru meðal þeirra sem skipuðu hljómsveit Daníels, en myndir frá tónleikunum má sjá hér.

Daníel hefur síðan leikið á fleiri tónleikum hérlendis sem erlendis, en meðal viðkomustaða hafa verið Moskva og Tallin. Hérlendis kom Daníel fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu þann 16. maí sem voru hluti af Listahátíð í Reykjavík og Whale Watching tónleikadagskrá Bedroom Community.

Daníel Bjarnason vinnur nú að nýju verki með tónlistarmanninum Ben Frost sem er undir áhrifum frá kvikmynd Andre Tarkovsky Solaris og verður flutt á Unsound tónlistarhátíðinni með 28 átta manna sinfóníusveit Krakow-borgar. Meira hér.

Procession hefur fengið frábæra dóma í fjölmörgum fjölmiðlum erlendis. Má þar nefna  Drowned in Sound, Popmatters og Alarm Magazine sem gefur plötunni 9/10 í einkunn og segir plötuna vera með bestu útgáfum ársins 2010. Daníel hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2010 fyrir tónverkin á plötunni, auk þess sem platan var tilnefnd sem plata ársins í flokki Sígildrar tónlistar og samtímatónlistar.

Daníel Bjarnason hefur unnið að útsetningum með fjölda innlendra tónlistarmanna og má þar nefna Sigur rós, Hjaltalín, Amiina og Ólöf Arnalds. Daníel er jafnframt einn af stofnendum og stjórnandi kammersveitarinnar Ísafold. Breiðskífa Ísafoldar ‘All Sounds to Silence Come’ hlaut Kraumsverðlaun – viðurkenningu Kraums á sviði plötuútgáfu árið 2008. Áætlað er að Daníel muni vinna með dönsku hljómsveitinni Efterklang í byrjun næsta árs að útsetningum fyrir tónleikaferð og nýrri breiðskífu.

“Processions deserves to be [Bjarnason’s] global breakthrough. It’s the sound of fire and instinct, the musical equivalent of a controlled burn. Perhaps all sounds to silence come, but thanks to Bjarnason, that sonic Armageddon seems a long distance away.”
Richard Allen — The Silent Ballet

“Of course, although it might often sound like complete chaos, with Bjarnason unable to keep a lid on the rage that boils within, Processions obviously required a degree of technical virtuosity akin to the ‘death jazz’ of The Thing and Soil And Pimp Sessions it occasionally resembles; that Bjarnason is leading an entire orchestra through this maelstrom even more impressive than a jazz trio soloing around each other. That, and the fact that this so-called ‘classical’ music makes even the most aggressive members of the jazz, electronic or metal avant-garde sound about as scary as Cliff Richard.”
Paul Clarke — Drowned in Sound

“Processions is the first full-length release for Bjarnason, who only recently turned 30. Clearly, he already possesses a wealth of knowledge about the history of classical (or classical-esque) music. For someone so young to have that knowledge and deploy it to deconstruct the music itself is mind-boggling and leaves listeners wondering what Bjarnason will break next.”
Erin Lyndal Martin — Popmatters.com

Kraumur styður og vinnur með Daníel Bjarnassyni að kynningu Processions á erlendum vettvangi.

Hlekkir

Tónlistarhátíðin Við Djúpið nær hámarki

Friday, June 25th, 2010

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram á Ísafirði dagana 22.-27. júní. Kraumur, Rás 1 og aðstandendur hátíðarinnar Leita að nýjum tónskáldum og verða verk þeirra flutt næstkomandi sunnudag.

Tónlistarhátíðina Við Djúpið stendur nú sem hæst á Ísafirði. Hátíðin er nú haldin í áttunda sinn og fer fram dagana 22. – 27. júní. Um helgina hefst síðasta námskeið hátíðarinnar er það er nýjung: námskeið fyrir píanókennara í notkun spuna í kennslu í klassísku píanónámi.

Mikil og góð aðsókn hefur verið á þá tónleika sem hátíðin hefur staðið fyrir sem afer; “fullt út úr dyrum” að sögn skipuleggjenda. Hátíðin nær hámarki nú undir helgi og má búast við miklum fjölda gesta.

Við Djúpið hefur frá upphafi haft þá sérstöðu að leggja áherslu á viðamikið og metnaðarfullt námskeiðahald samhliða því að bjóða upp á tónleika á heimsmælikvarða alla daga hátíðarinnar.

Við Djúpið, Rás 1 og Kraumur standa fyrir Leit að nýjum tónskáldum á og í tengslum við hátíðina. Dómnefnd valdi á dögunum þrjú nýjum tónskáldum hefur verið boðin þátttaka í verkefninu í sumar. Í kjölfarið skrifuðu þau verk fyrir blásarakvintett sem verða  frumfluttur á hátíðinni sunnudaginn 27. júní og síðar útvarpað á Rás 1.

Tónskáldin eru;

Þetta er í annað sinn sem verkefnið fer fram, en í fyrra sömdu þrjú tónskáld verk fyrir kammersveitina Ísafold. Nú er komið að blásarakvintett Nordic Chamber Soloists að flytja verkin, en hann er skipaður ungum en mjög reyndum tónlistarmönnum frá norður Evrópu.

Tilgangur verkefnisins er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með reyndum tónlistarmönnum, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Verkin verða síðan frumflutt á sérstökum lokatónleikum tónlistarhátíðarinnar Við djúpið á Ísafirði, 27. júní 2010.

Frekari upplýsingar

Leitin að nýjum tónskáldum ber árangur

Monday, March 29th, 2010

Fjöldi umsókna um þátttöku barst í samkeppni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Kraums tónlistarsjóðs og Ríkisútvarpsins Rás 1 um Leitina að nýjum og ungum tónskáldum.

Dómnefnd hefur nú komist að niðurstöðu í samkeppninni. Þremur tónskáldum hefur verið boðin þátttaka í verkefninu í sumar. Þau hefjast nú handa og skrifa verk fyrir blásarakvintett sem verður frumfluttur á Ísafirði 27. júní í sumar.

Tónskáldin eru;

Þetta er í annað sinn sem verkefnið fer fram, en í fyrra sömdu þrjú tónskáld verk fyrir kammersveitina Ísafold. Nú er komið að blásarakvintett Nordic Chamber Soloists að flytja verkin, en hann er skipaður ungum en mjög reyndum tónlistarmönnum frá norður Evrópu.

Tilgangur verkefnisins er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með reyndum tónlistarmönnum, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Verkin verða síðan frumflutt á sérstökum lokatónleikum tónlistarhátíðarinnar Við djúpið á Ísafirði, 27. júní 2010.

Tenglar:
Kraumur.is – Leit að nýjum tónskáldum
Við Djúpið – heimasíða

Kraumslistinn 09 – Úrvalslisti dómnefndar birtur

Monday, December 14th, 2009

Kraumslistinn 2009,  viðurkenning Kraums til þeirra verka sem þótt hafa framúrskarandi og spennandi í íslenskri plötuútgafu á árinu, verður kynntur þann 16. desember. Dómnefnd Kraumslistans hefur nú valið og birt úrvalslista yfir 20 plötur.

Kraumslistinn, sem kallaður var Kraumsverðlaunin í fyrra, verður kynntur annað árið í röð miðvikudaginn 16. desember. Dómnefnd Kraumslistans hefur nú komist að niðurstöðu um 20 hljómplötur sem skipa úrvalista ársins Hann er kynntur hér og nú. Þann 16. desember verður svo tilkynnt um Kraumslistann 2009, þær fimm breiðskífur hljóta viðurkenningu og stuðning Kraums.

Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

Hugmyndin á bakvið Kraumslistann er að halda umgjörð í lágmarki, en beina kröftunum þess í stað í að styðja við og vekja athygli á þeim þeim plötum sem dómnefnd velur á Kraumslistann. Það er jafnframt von aðstandenda að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, nú þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á.

Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að sérstök dómnefnd velur 5 plötur sem gefnar hafa verið út á árinu. Kraumur mun styðja við titlana, og jafnframt reyna auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Árið 2008 sá dómnefnd sérstaka ástæðu til að verðlauna fleiri en fimm plötur, en samkvæmt reglum Kraumslistans hefur dómnefnd leyfi til að auka við fjölda verðlaunaplatna, ef sérstakt tilefni þykir til.

Dómnefnd Kraumslistans er skipuð 16 aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson. (sjá lista yfir alla meðlimi dómnefndar hér að neðan).

Óhætt að segja að árið í ár sé öflugt hvað plötuútgáfu varðar, enda fjölmargir spennandi titlar sem ekki komast á úrvalslista Kraumslistans 2009. Dómnefnd vinnur nú það erfiða starf að velja af listanum þær 5 plötur sem Kraumur verðlaunar. Kraumslistinn 2009 verður kynntur til leiks miðvikudaginn 16. desember.

Frekari upplýsingar:
Um Kraumslistann
Markmið og verðlaun
Dómnefnd og reglur

Kraumslistinn 2008:

 • Agent Fresco – Lightbulb Universe
 • FM Belfast – How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
 • Ísafold – All Sounds to Silence Come
 • Mammút – Karkari
 • Retro Stefson – Montaña

Kraumslistinn 2009 – Úrvalslisti (í stafrófsröð)

 • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
 • Árni Heiðar Karlsson – Mæri
 • Bloodgroup - Dry Land
 • Bróðir Svartúlfs – Bróðir Svartúlfs EP
 • Dikta – Get it together
 • Egill Sæbjörnsson – Egill S
 • Feldberg – Don’t Be A Stranger
 • Helga Rós Indriðadóttir og Guðrún Dalía – Jórunn Viðar, Sönglög
 • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
 • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
 • Hjaltalin – Terminal
 • Kimono – Easy Music for Difficult People
 • Lights on the highway – Amanita Muscaria
 • Morðingjarnir - Flóttinn mikli
 • múm – Singa Along to Songs that You Don’t Know
 • Pascal Pinon – Pascal Pinon
 • Ruxpin – Where Do We Float From Here
 • Sudden Weather Change – Stop! Handgrenade In The Name Of Crib Death’understand?
 • The Deathmetal Supersquad – Dead Zeppelin
 • Víkingur Heiðar - Debut

Breiðskífa Elfu Rún Kristinsdóttur væntanleg

Sunday, July 5th, 2009

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari hefur lokið upptökum á sínni fyrstu breiðskífu.

Einn þeirra listamanna sem Kraumur vann með og studdi við plötugerð í fyrra var Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. Áætlað var að upptökur hæfust í lok síðasta ár, en það ferli tafðist. Í upphafi þessa árs hófust síðan upptökur á fyrstu breiðskífu Elfu og er þeim nú lokið.

Enn er ekki ljóst hvenær platan muni koma út og hjá hverjum, en nokkrar stórar plötuútgáfur hafa sýnt á huga á að gefa plötuna út.

Elfa Rún Kristinsdóttir Íslensku tónlistarverðlaunin sem ‘Bjartasta vonin’ 2006 og hefur einnig verið tilnefnd til hvatningarverðlauna Evrópska menningarsjóðsins Pro Europa. Hún er fædd á Akureyri árið 1985 og útskrifaðist af Diplómabraut tónlistardeildar Listaháskóla Íslands vorið 2003, undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Auðar Hafsteinsdóttur. Frá hausti 2003 stundaði Elfa Rún nám við Tónlistarháskólann í Freiburg, en hún lauk námi þaðan í febrúar 2007 með hæstu einkunn.

Elfa Rún hefur leikið með ýmsum kammersveitum og -hópum síðastliðin ár. Hún er fastur meðlimur Kammersveitarinnar Ísafoldar og Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín en hefur einnig leikið með Balthasar Neumann Ensemble, Freiburger Bachorchester, Feldkirch Festivel Orchester og Camerata Stuttart auk fleirri kammerhópa í Þýskalandi. Elfa Rún hefur leikið einleik með ýmsum hljómsveitum og má þar helst nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna, Royal Chamber Orchestra Tokyo og Akademisches Orchester Freiburg.

Elfa Rún í búsett í Berlín.


Kammersveitin Ísafold leikur á Við djúpið

Monday, June 8th, 2009

Kammersveitin Ísafold – sem hlaut Kraumsverðlaunin 2008 fyrir hljómplötuna ‘All Sounds to Silence Come’ – kemur frá tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði.

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram í sjöunda sinn á Ísafirði og nágrenni daganna 18.-23. júní. Hátíðin er haldin í samvinnu fjölmargra aðila á Ísafirðarsvæðinu, m.a. Tónlistarskóla Ísafjarðar, auk Listaháskóla Íslands og tónlistardeild skólans.

Kammersveitin Ísafold verður með dagskrá á Við Djúpið laugardaginn 20., sunnudaginn 21. og mánudaginn 22. júní. Dagskráin er samvinnuverkefni hátíðarinnar, Ísafoldar og Rás 1 semsaman stóðu fyrir samkeppni meðal nýrra tónskálda fyrir hátíðina í ár. Nýlega voru valin voru þrjú ung tónskáld til að vinna með og semja verk fyrir kammersveitina, þá; Högna Egilsson, Viktor Orri Árnason og Gunnar Karel Másson.

Hljómplata Ísafoldar, All Sounds to Silence Come, sem hlaut Kraumsverðlaunin 2008 ásamt fimm öðrum plötum, er fáanleg í öllum helstu hljómplötuverslunum og hjá útgefanda; 12 tónum á Skólavörðustíg. Kraumur studdi við verðlaunaplöturnar með kaupum og dreifingu erlendis í samvinnu við Útflutningskrifsofu íslenskrar tónistar (ÚTÓN/IMX).

Kraumru kemur ekki að dagskrá Ísafoldar á Við Djúpið sem er eins og áður sagði samstarfsverkni hátíðarinnar, hljómsveitarinnar og Rás 1.

Kammersveitin Ísafold – Efnisskrá
Við Djúpið – Tónleikar á Ísafirði

20. júní 2009
Verk eftir Nico Muhly, Bent Sørensen, Benjamin Britten og Daníel Bjarnason.

21. júní 2009
Meðlimir Ísafoldar og aðrir kennarar á tónlistarhátíðinni flytja ýmis verk.

22. júní 2009
Ísafold frumflytur verk þriggja sigurvegara tónsmíðakeppninnar (Högni Egilsson, Viktor Orri Árnason og Gunnar Karel Másson).  Önnur íslensk verk verða einnig flutt á þessum tónleikum.

Hlekkir
Við Djúpið
Samvinnuverkefni Við djúpsins, Rás 1 og Ísafold
Kammersveitin Ísafold

Kraumsverðlaunin á vef SPIN Magazine

Friday, May 8th, 2009

Stuttmynd Stuart Rogers um Kraumsverðlaunin 2008 birt nýjum video-vef SPIN Magazine.

Myndband Stuart Rogers um Kraumsverðlaunin 2008 og afhendingu verðlaunanna í fyrra var nýverið birt á nýjum video-vef bandaríska tímaritsins SPIN Magazine sem kallast SPIN Earth.

Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu sem eru; hljómsveitirnar Agent Fresco, FM Beflast, Mammút, Retro Stefson, Árni Rúnar Hlöðversson (FM Belfast), Katrína Mogensen og Arnar Pétursson (Mammút), Daníel Bjarnason (Ísafold), Unnsteinn Stefánsson (Retro Stefson), Eldar Ástþórsson (framkvæmdastjóri Kraums), Árni Mattíasson (blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður dómnefndar Kraumsverðlaunanna), Halla Steinunn Stefánsdóttir (þáttagerðarmaður á Rás 1 og dómnefndarliði Kraumsverðlaunanna) og Ólafur Páll Gunnarsson (tónlistarstjóri Rásar 2 og dómnefndarliði Kraumsverðlaunanna).

Myndbandið er rúmlega 13 mínútur að lengd og má finna hér:

Kraumur Awards Documentary

Wednesday, January 21st, 2009

Kraumsverðlaunin 2008. Nýtt myndband Stuart Rogers um verðlaunin og Kraum komið á Kraumur TV @ LoFi.TV. Horfa má á myndbandið hér að neðan, einnig á Facebook og það er til niðurhals hér.

Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru; Agent Fresco, FM Beflast, Mammút, Retro Stefson, Árni Rúnar Hlöðversson (FM Belfast), Katrína Mogensen og Arnar Pétursson (Mammút), Daníel Bjarnason (Ísafold), Unnsteinn Stefánsson (Retro Stefson), Eldar Ástþórsson (framkvæmdastjóri Kraums), Árni Mattíasson (blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður dómnefndar Kraumsverðlaunanna), Halla Steinunn Stefánsdóttir (þáttagerðarmaður á Rás 1 og meðlimur dómnefndar Kraumsverðlaunanna) og Ólafur Páll Gunnarsson (tónlistarstjóri Rásar 2 og meðlimur dómnefndar Kraumsverðlaunanna).


Kraumur Awards 2008 documentary from lofi.tv on Vimeo.

Kraumsverðlaunin 2008 – Myndir

Friday, December 19th, 2008

Kraumsverðlaunin 2008 afhent og tilkynnt í æfingahúsnæði að Smiðjustíg 4A.

Verðlaunin hlutu; Agent Fresco fyrir Lightbulb Universe, FM Belfast fyrir How to Make Friends, Hugi Guðmundsson fyrir Apocrypha, Ísafold fyrir All Sounds to Silence Come, Mammút fyrir Karkara og Retro Stefson fyrir Montaña. Frekari upplýsingar um verðlaunaplötur og tilnefningar má nalgast hér.

>> Fleiri myndir frá Kraumsverðlaunapartýinu og afhendingunni.

kraumsverðlaun - Retro stefson
Kraumsverðlaunin 2008: Retro Stefson


Kraumsverðlaunin 2008: Agent Fresco fagna!


Kraumsverðlaunin 2008: Mammút


kraumsverðlaunin 200: Retro Stefson / FM Belfast


Kraumsverðlaunahafar 2008

Kraumsverðlaunin 2008 tilkynnt

Friday, November 28th, 2008

Kraumsverðlaunin 2008 hljóta; Agent Fresco fyrir Lightbulb Universe, FM Belfast fyrir How to Make Friends, Hugi Guðmundsson fyrir Apocrypha, Ísafold fyrir All Sounds to Silence Come, Mammút fyrir Karkara og Retro Stefson fyrir Montaña.

Í dag, föstudaginn 28. nóvember, var tilkynnt um tilnefningar og verðlaunaplötur fyrstu Kraumsverðlaunanna.

Óhætt að segja að árið í ár sé öflugt hvað íslenska plötuútgáfu varðar, enda dómnefnd Kraumsverðlaunanna búin að hafa nóg að gera síðustu vikur og fjöldi spennandi titla sem komist hafa á blað í starfi hennar. Tilkynnt var um úrvalslista Kraumsverðlaunanna í síðustu viku og í dag á Smiðjustíg 4A var tilkynnt um 20 breiðskífur sem valdar hafa verið og tilnefndar til verðlaunanna – og af þeim, þær sex breiðskífur sem hljóta Kraumverðlaunin 2008.

Samkvæmt reglum Kraumsverðlaunanna er gert ráð fyrir að dómnefndin velji og verðlauni fimm breiðskífur sem koma út á árinu, þó með þeim fyrirvara að hægt sé að fjölga í þeim hópi ef sérstakt tilefni sé til. Í ár er tilefni, Kraumsverðlaunaplöturnar eru sex talsins.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina einstaka verðlaunaplötu, heldur að viðurkenna og verðlauna fleiri titla. Umgjörð verðlaunanna er haldið í lágmarki, og frekar reynt að einbeita sér að því að styðja og setja pening í að kaupa verðlaunaplöturnar. Vinninghafarnir hljóta ekki verðlaunagrip, heldur eru verðlaunin fyrst og fremst fólgin í viðurkenningu, kynningu – og plötukaupum Kraums á verðlaunatitlunum.

Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar, og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Kraumsverðlaunin 2008 hljóta;
Agent Fresco – Lightbulb Universe
FM Belfast – How to Make Friends
Hugi Guðmundsson – Apocrypha
Ísafold – All Sounds to Silence Come
Mammút – Karkari
Retro Stefson – Montaña

Tilnefningar til verðlaunanna hljóta;
Agent Fresco – Lightbulb Universe
Celestine – At the Borders of Arcadia
Dísa – Dísa
Dr. Spock – Falcon Christ
Emiliana Torrini – Me and Armini
FM Belfast – How to Make Friends
Hugi Guðmundsson – Apocrypha
Introbeats – Tívólí chillout
Ísafold – All Sounds to Silence Come
Klive – Sweaty Psalms
Lay Low – Farewell Good Night’s Sleep
Mammút – Karkari
Morðingjarnir – Áfram Ísland
Múgsefjun – Skiptar skoðanir
Ólafur Arnalds – Variations of Static
Retro Stefson – Montaña
Reykjavík! – The Blood
Sigur Rós – Með suð í eyrum við spilum endalaust
Sin Fang Bous – Clangour
Skakkamanage – All Over the Face