Posts Tagged ‘Svavar Knútur’

Kraumur styður við tónleikahald innanlands

Tuesday, September 8th, 2009

Kraumur hefur í samvinnu við listamenn og hljómsveitir unnið að, og stutt við, mikinn fjölda tónleika innanlands um allt land í sumar.

Starfsemi Kraums undanfarna mánuði hefur að stórum hluta snúist um stuðning, samstarf og ráðgjöf á sviði tónleikahald innanlands. Innrásin, sérstakt átak Kraums til stuðning tónleikahalds á landsbyggðinni, var sett á laggirnar í fyrra og átakið hélt áfram í ár með fjölda tónleika.

Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir Innrásar-tónleika ársins.

Rás 2 hefur verið sérstakur samstarfsaðili átaksins og stutt við tónleikana með kynningum og auglýsingum.

Mikil fjölbreytni hefur einkennt tónleikana þar sem listamenn og hljómsveitir hafa komið úr öllum áttum tónlistar. Árið 2008 studdi Kraumur meðal annars við tónleika Elfu Rún Kristinsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur, Benna Hemm Hemm, tónlistarhópsins Njútón, Sign, Dr. Spock, Skáta og Bloodgroup. Meðal þeirra sem komið hafa fram á tónleikum í samstarfi og með stuðningi Kraums í vor og sumar eru;

 • Mógil
 • Árstíðir
 • Svavar Knútur
 • Árstíðir [á mynd]
 • Helgi Valur [á mynd]
 • FM Belfast
 • Reykjavík!
 • Miri
 • Swords of Chaos
 • Skakkamanage
 • Nögl
 • Gordon Riots
 • Celestine
 • Momentum
 • Bróðir Svartúlfs
 • Ljósvaki
 • Fabúla
 • Elíza Newman Geirsdóttir
 • Þórunn Antónía
 • Mysterious Marta
 • Pascal Pinon
 • Auk fjöldi annarra tónlistarmanna og hljómsveita…

Amiina við sjávarsíðuna

Tónleikasería þar sem aðgangur var ókeypis og leikið var í tveimur vitum, hvalasafni og Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. (vísun)

24. júlí – Bláa kirkjan á Seyðisfirði
25. júlí – Dalatangaviti
26. júlí – Hvalasafnið á Húsavík í samstarfi við Mærudaga
27. júlí – Sauðanesviti

———————————

Molestin á Eistnaflugi tónlistarhátíð

Hljómsveitirnar Momentum, Muck, Ask the Slave, Skítur, Myra, Plastic Gods og Celestine leika á tónlistarhátíðinni Eistnaflug á Neskaupsstað 9.-12. júlí með stuðningi Kraums. (vísun)

9.-12. júlí – Eistnaflug, Neskaupsstaður

———————————

Sumargleði Kimi Records

Fram komu hljómsveitirnar Sudden Weather Change, Reykjavík!, Swords of Chaos, Skakkamanage, FM Belfast, Miri, Létt á bárunni, Prins Póló, Hellvar og Björtu. (vísun)

15. júlí – Paddy’s, Keflavík
16. júlí – Pakkhúsið, Höfn á Hornafirði
17. júlí – Herðubreið, Seyðisfirði (LungA listahátíð)
18. júlí – Mikligarður, Vopnafirði
19. júlí – Gamli Baukur, Húsavík
22. júlí – Kaffi 59, Grundarfirði
23. júlí – Edinborgarhúsið, Ísafirði
24. júlí – Café Síróp, Hvammstanga
25. júlí – Sódóma, Reykjavík (ásamt Swords of Chaos)

———————————

Rokk Innrásin

Hljómsveitirnar Nögl, Endless Dark, At Dodge City og Gordon Riots fóru Rokk Innrás um landið dagana 25. júní-4. júlí í samstarfi við og með stuðningi Kraums. Tónleikaferðin heppnaðist það vel að haldið var af stað að nýju og fleiri tónleikum bætt við 9.-18. júlí. Leikið í félagsheimilum, íþróttahúsum, veitingastöðum og börum. (vísun)

25. júní – Dillon, Reykjavík
26. júní – Kaffi 59, Grundarfjörður
27. júní – Gamla íþróttahúsið, Ísafjörður
2. júlí – Paddy’s, Keflavík
3. júlí – Mælifell, Sauðárkrókur
4. júlí – Sláturhúsið, Egilsstaðir

9. júlí – Sódóma, Reykjavík
11. júlí – Prófasturinn, Vestmannaeyjar
15. júlí – Molinn, Kólpavogur
16. júlí – Gamli vínbarinn (Hansen), Hafnarfjörður
17. júlí – Lukkuláki, Grindavík
18. júlí – 800 bar, Selfoss

———————————

Mógil á hringferð um landið

Hljómsveitin Mógil, sem vakið hefur verðskuldaða athygli hérlendis sem erlendis fyrir sinn einstaka þjóðlaga-skotna hljóm, lék á fernum tónleikum víðasvegar um landið í samvinnu við og með stuðningi Innrásar-átaks Kraums. (vísun)

27. júní – Sólheimum í Grímsnesi
30. júní – Fríkirkjunni í Reykjavík
1. Júlí – Þjóðlagahátið á Siglufirði
2. júlí – Deiglan á Akureyri

———————————

Hver á sér fegra föðurland

Hljómsveitin Árstíðir og trúbadorarnir Svavar Knútur og Helgi Valur gerðu víðreist um fósturjörðina og komu við í helstu bæjum og sveitum hringinn í kringum landið undir nafninu “Hver á sér fegra föðurland?” (vísun)

25. júní – Hveragerðiskirkja, Hveragerði
26. júní – 800 Bar, Selfossi
27. júní – Stykkishólmskirkja, Stykkishólmi
27. júní – Ólafsvíkurkirkja, Ólafsvík
28. júní – Flateyjarkirkja, Flatey
29. júní – Sjóræningjasafnið á Patreksfirði
30. júní – Tálknafjarðarkirkja, Tálknafirði
1. júlí – Hlaðan í Arnardal við Ísafjarðardjúp
2. júlí – Hólmavíkurkirkja, Hólmavík
3. júlí föstudagur – Félagsheimilið Höfðaborg, Hofsósi
Tónleikar hefjast kl. 20
4. júlí – Siglufjörður (Þjóðlagahátíð)
Hljómsveitirnar heimsækja Siglufjörð og njóta þjóðlagahátíðarinnar þar í bæ.
5. júlí – Félagsheimilið, Grímsey
7. júlí – Gamli baukur, Húsavík
8. júlí – Egilsstaðakirkja, Egilsstöðum
9. júlí – Neskaupstaður (Eistnaflug)
Hljómsveitirnar njóta rokkhátíðarinnar Eistnaflugs á Neskaupstað
10. júlí – Úlfaldi úr Mýflugu, Hlaða í Mývatnssveit
11. júlí – Græni Hatturinn, Akureyri
12. júlí – Café Rósenberg, Reykjavík

———————————

Hljóðverssmiðjur á Flateyri

Hljóðverssmiðjur Kraums í Tankinum á Flateyri í samvinnu við Músíktilraunir, með Mugison og fleiri leiðbeinendum. Þátttakendur eru Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage sem skipuðu þrjú efstu sætin á Músíktilraunum 2009, þeir leika óvænt á tónleikum á Flateyri meðan á Smiðjunum stendur. (vísun)

14. júní – Vagninn, Flateyri

———————————

Trúbatrixur á hringerð um landið

Trúbatrixur fagna grósku íslenskra tónlistarkvenna með safndisk og tónleikaferð um landið – í samstarfi við Innrásarverkefni Kraums og Rás 2. Fram koma Fabúla, Elíza Geirsdóttir Newman, Þórunn Antónía, Elín Ey, Mysterious Marta, Pascal Pinon og fleiri. (vísun)

2. júní – Trúbatrix Album Launch @ Café Rósenberg, Reykjavík
3. júní – Kaffi 59, Grundarfjörður
4. júní – Græni Hatturinn,Akureyri
5. júní – Kaffi Sæli, Tálknafjörður
6. júní – Edinborg, Ísafjörður
11. júní –  Draugasetrið, Stokkseyri
12. júní – Pakkhúsið, Höfn í Hornafirði
13. júní – Hótel Aldan, Seyðisfjörður

———————————

Hvar er draumurinn?

Samstarf við tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. Fjölmargir reynsluboltar úr íslensku tónlistarlífi deildu reynslu sinni á námskeiði Kraums og Aldrei fór ég suður. (vísun)

10-11. apríl – Aldrei fór ég suður, Ísafjörður

———————————

Hlekkir:
Innrásin á Wikipedia
Innrásin á Kraumur.is

Hver á sér fegra föðurland

Monday, June 22nd, 2009

Innrás Kraums og Rás 2 með hringferð Svavars Knúts, Árstíða og Helga Vals um landið í sumar.

Hljómsveitin Árstíðir og trúbadorarnir Svavar Knútur og Helgi Valur munu í sumar gera víðreist um fósturjörðina og koma við í helstu bæjum og sveitum hringinn í kringum landið. Gengur tónleikaferðalagið undir nafninu “Hver á sér fegra föðurland?” en listamönnunum þykir einmitt mjög vænt um landið og vilja hvetja landsmenn til að skipuleggja ferðalög sín innanlands í sumar.

Listamennirnir munu koma fram í samkomuhúsum, kirkjum, félagsheimilum og öldurhúsum víða um land og leggja mikið upp úr því að kynna sér allt það besta sem landsfjórðungarnir hafa fram að færa.

Innrás Kraums & Rás 2: Tónleikaferðalagið er unnið í samvinnu við Kraum og Rás 2 og er hluti af Innrásinni, stuðningi Kraums við tónleikahald innanlands og árlegri tónleikaferð Rásar 2 um landið. Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni. Hugmyndin á bakvið átakið á sér meðal annars rætur í því að stundum virðist auðveldara fyrir listamenn og hljómsveitir að spila erlendis, frekar en hérlendis.  Stuðningur við listamenn miðast oftar en ekki við útrásarverkefni.

Árstíðir hafa gert garðinn frægan undanfarin misseri og er skemmst að minnast þess að lag þeirra, Sunday Morning var valið vinsælasta lag Rásar 2 tvær vikur í röð á dögunum. Sveitina skipa þeir Daníel Auðunsson, Ragnar Ólafsson og Gunnar Már Jakobsson gítarleikarar, Jón Elísson píanóleikari og Hallgrímur Jónas Jensson sellóleikari. Árstíðir þekkjast ekki síst á ómfögrum röddunum í anda gullaldarþjóðlagarokks 8. áratugarins. Þeirra fyrsta plata kom út nú í júní og hefur hlotið góðar viðtökur.

Svavar Knútur söngvaskáld hefur getið sér gott orð sem forsprakki hljómsveitarinnar Hrauns, sem hefur sent frá sér tvær plötur undanfarin ár. Sveitin er ekki síst þekkt fyrir lögin Ástarsaga úr Fjöllunum, Komdu og Clementine en einnig hefur Svavar undanfarin ár gert víðreist sem trúbador og m.a. farið í tónleikaferðalög til Ástralíu, Þýskalands og víðar. Svavar Knútur gaf í vor út plötuna Kvöldvöku sem hefur hlotið frábæra dóma í fjölmiðlum en hún er einungis seld á tónleikum.

Helgi Valur er þekktur fyrir líflega framkomu sína og fjölbreytilegan stíl, en þessi óviðjafnanlegi spaugfugl hefur farið víða um land undanfarin ár. Helgi Valur gaf fyrir nokkrum árum út plötuna Demise of faith og vinnur nú að nýrri plötu sem heitir Electric Ladyboyland. Hann var valinn Trúbador Rásar 2 árið 2004 og hefur komið víða við síðan.

Stefnt er að því að halda í völdum byggðarlögum svonefndar blautföðurlandskeppnir eftir tónleika, þar sem karlar keppa um besta útlitið í blautum ullarsokkabuxum. Þessi keppni er í anda jafnréttishugsjónar og mun dómnefnd verða skipuð listamönnum og völdum dómurum úr röðum hins fegurra kyns.

Dagskrá Tónleikaferðalagsins er svohljóðandi:

25. júní fimmtudagur – Hveragerðiskirkja, Hveragerði
Tónleikar hefjast kl. 20

26. júní föstudagur – 800 Bar Selfossi
Tónleikar hefjast kl. 21

27. júní laugardagur  – Stykkishólmskirkja, Stykkishólmi
Tónleikar hefjast kl. 15

27. júní laugardagur  – Ólafsvíkurkirkja, Ólafsvík
Tónleikar hefjast kl. 21

28. júní sunnudagur – Flateyjarkirkja, Flatey
Tónleikar hefjast kl. 20

29. júní mánudagur – Sjóræningjasafnið á Patreksfirði
Tónleikar hefjast kl. 20

30. júní þriðjudagur – Tálknafjarðarkirkja, Tálknafirði
Tónleikar hefjast kl. 20

1. júlí Miðvikudagur – Hlaðan í Arnardal við Ísafjarðardjúp
Tónleikar hefjast kl. 20

2. júlí fimmtudagur – Hólmavíkurkirkja, Hólmavík
Tónleikar hefjast kl. 20

3. júlí föstudagur – Félagsheimilið Höfðaborg, Hofsósi
Tónleikar hefjast kl. 20

4. júlí laugardagur – Siglufjörður
Hljómsveitirnar heimsækja Siglufjörð og njóta þjóðlagahátíðarinnar þar í bæ.

5. júlí sunnudagur – Félagsheimilið, Grímsey
Tónleikar hefjast kl. 20

7. júlí þriðjudagur – Gamli baukur, Húsavík
Tónleikar hefjast kl. 20

8. júlí miðvikudagur – Egilsstaðakirkja, Egilsstöðum
Tónleikar hefjast kl. 20

9. júlí fimmtudagur – Neskaupstaður
Hljómsveitirnar njóta rokkhátíðarinnar Eistnaflugs á Neskaupstað

10. júlí föstudagur – Úlfaldi úr Mýflugu, Hlaða í Mývatnssveit

11. júlí laugardagur – Græni Hatturinn, Akureyri
Tónleikar hefjast kl. 21

12. júlí sunnudagur – Café Rósenberg, Reykjavík
Tónleikar hefjast kl. 21

For a Minor Reflection & Ólafur Arnalds á SPOT

Friday, May 22nd, 2009

Hljómsveitin For a Minor Reflection og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds á einni stærstu tónlistarhátíð Norðurlanda; SPOT Festival 21.-23. maí.

Emelíana Torrini, Dísa, Svavar Knútur, For a Minor Reflection [mynd] Ólafur Arnalds eru meðal þeirra 110 listamanna og hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni SPOT í Árósum, Danmörku, um helgina.

SPOT Festival hefur farið fram árlega síðan árið 1994. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur að mestu af hljómsveitum og listamönnum víðsvegar að frá Norðurlöndunum, aðallega nýjum hljómsveitum á uppleið – en einnig stærri númerum. Ýmsar smiðjur og ráðstefnur fara fram samhliða tónlistarhátíðinni.

Meðal þeirra sem hafa komið fram á SPOT snemma á ferli sínum eru Kashmir (DK, 1997), Sigur Rós (IS, 1999), The Raveonettes (DK, 2002), Junior Senior (DK, 2002), Mew (DK, 2005) og Oh No Ono (DK, 2007).

Kraumur tónlistarsjóður vinnur með og styður við For a Minor Reflection og Ólaf Arnalds, að gerð nýrra breiðskífna sem væntanlegar eru á árinu.

Tenglar
www.spotfestival.dk
Olafur Arnalds
For a Minor Reflection

Úthlutanir og stuðningur við íslenskt tónlistarlíf

Thursday, April 2nd, 2009

Kraumur tónlistarsjóður kynnti í dag á Boston, Laugavegi, fyrstu úthlutanir sínar og stuðning við íslenskt tónlistarlíf, tónlistarmenn og hljómsveitir árið 2009.

Áhersla er lögð á innlend verkefni og starfsemi listamanna og hljómsveita hérlendis í stuðningi Kraums í ár, allt frá plötugerð til námskeiða- og tónleikahalds á landsbyggðinni.

Meðal þeirra listamanna sem Kraumur mun styðja og vinna með á árinu eru Hjaltalín, Lay Low, Sindri Már Sigfússon (Sin Fang Bous / Seabear), Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Mógil, For a Minor Reflection og Nordic Affect.

Kraumur mun jafnframt styðja við tónleika fjölda ungra listamanna á Stofutónleikum Listahátíðar í Reykjavík, námskeið og vinnusmiðjur á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi og Reykjavik Jazz Performance vinnusmiðjur fyrir unga og upprennandi listamenn.

Kraumur mun  standa fyrir Hljóðverssmiðjum í Tankinum á Flateyri með verðlaunasveitum Músíktilrauna 2009 og þátttöku reyndari tónlistarmanna. Innrásin, átak Kraums til stuðnings tónleikahaldi á landsbyggðinni, heldur áfram af fullum krafti á árinu og að þessu sinni er kynntur stuðningur við hljómsveitirnar; Sudden Weather Change, Árstíðir, Nögl, Molestin o.fl. í tengslum við Innrásina, sem m.a. munu koma fram á tónlistarhátíðunum Eistnaflugi á Neskaupsstað og Lunga á Egilsstöðum.

Kraumur mun jafnframt styðja við Trúbatrix, nýtt tengslanet og tónlistarhóp sem samanstendur af íslenskum tónlistarkonum sem flytja frumsamda Íslenska tónlist, til tónleikahalds innanlands.

Alls hefur tæpum 11 milljónum nú verið úthlutað í beinan stuðing til listamanna og hljómsveita, eigin verkefna Kraums og samstarfsverkefna sjóðsins.

YFIRLIT ÚTHUTANA OG VERKEFNA

Samstarf og beinn stuðningur  við listamenn (4.700.000 kr)

 • Hjaltalín (Plötugerð, tónleikahald & önnur starfsemi) 1.200.000 kr
 • Nordic Affect (Plötugerð) 500.000 kr
 • Sindri Már Sigfússon / Sin Fang Bous (Plötugerð) 500.000 kr
 • Ólöf Arnalds (Plötugerð) 500.000 kr
 • Ólafur Arnald (Plötugerð) 500.000 kr
 • For a Minor Reflection (Plötugerð) 500.000 kr
 • Lay Low (Tónleikahald og kynning erlendis) 500.000 kr
 • Mógil (Tónleikahald innanlands (Innrás) og á WOMEX) 500.000 kr

Samstarfsverkefni (1.800.000 kr)

 • Stuðningur við tónleika ungra listamanna á Listahátíð í Reykjavík (Stofutónleikar) 1.000.000 kr
 • Tónlistarhátíð unga fólksins 400.000 kr
 • Reykjavik Jazz Performance Workshop 400.000  kr

Innrásin (1.600.000 kr)

Átak Kraums til stuðnings tónleikahalds á landsbyggðinni. Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.

 • Árstíðir, Svavar Knútur & Helgi Valur (Rás 2 plokkar hringinn) 400.000 kr
 • Trúbatrix (ýmsir listamenn) 400.000 kr
 • Sudden Weather Change, Retro Stefson o.fl. (Sumargleði, Lunga) – 400.000 kr
 • Nögl og hljómsveitir á þeim stöðum heimsóttir eru – 200.000 kir
 • Momentum og fleiri hljómsveitir Molestin Records á Eistnaflugi – 200.000 kr

Eigin verkefni Kraums (2.700.000 kr)

 • Kraumsverðlaunin (stuðningur við plötuútgáfu)  1.200.000 kr
 • Hljóðverssmiðjur Kraums og Tanksins (þremur verðlaunahöfum Músíktilrauna 2009 tryggt pláss) 1.000.000 kr
 • Námskeiðahald og vinnusmiðjur á Aldrei fór ég suður 500.000 kr

>> Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa meira um fyrstu úthlutanir og stuðning Kraums við íslenskt tónlistarlíf 2009.

(more…)