Tónlistariðkun á Gelgjutanga

May 28, 2009

Úlfur Eldjárn, Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson, Jóhann Jóhannsson og Arnar Geir Ómarsson – sem skipa hljómsveitina Apparat Organ Quartet – hafa í samstarfi við Kraum komið lagerhúsnæði á Gelgjutanga í gott stand til tónlistariðkunar. Hljómsveitin stendur í stífum æfingum og mun væntanlega láta frekar á sér kræla á næstunni.