Mógil á hringferð um landið

June 24, 2009

Hljómsveitin Mógil heimsækir Siglufjörð, Grímsnes, Reykjavík og Akureyri.

Innrás Kraums heldur áfram. Hljómsveitin Mógil, sem vakið hefur verðskuldaða athygli hérlendis sem erlendis fyrir sinn einstaka þjóðlaga-skotna hljóm, er næst í röðinni til að leika víðasvegar um landið í samvinnu og með stuðningi Innrásar-átaksins. Sveitin mun koma fram á fernum tónleikum dagana 30. júní-2. júlí.

Dagskrá:
27. júní í Sólheimum í Grímsnesi klukkan 14.00
30. júní í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 20.00
1. Júlí á Þjóðlagahátið á Siglufirði klukkan 20.00
2. júlí í Deigluni á Akureyri klukkan 21.30

Mógil skipa:
Heiða Árnadottir- Voice
Ananta Roosens – Violin,Voice
Hilmar Jensson – Guitar
Joachim Badenhorst – Clarinet, Saxophone, Bass clarinet,

Hlekkur:
Mógil á MySpace