Mógil á hringferð um landið
Hljómsveitin Mógil heimsækir Siglufjörð, Grímsnes, Reykjavík og Akureyri.
Innrás Kraums heldur áfram. Hljómsveitin Mógil, sem vakið hefur verðskuldaða athygli hérlendis sem erlendis fyrir sinn einstaka þjóðlaga-skotna hljóm, er næst í röðinni til að leika víðasvegar um landið í samvinnu og með stuðningi Innrásar-átaksins. Sveitin mun koma fram á fernum tónleikum dagana 30. júní-2. júlí.
Dagskrá:
27. júní í Sólheimum í Grímsnesi klukkan 14.00
30. júní í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 20.00
1. Júlí á Þjóðlagahátið á Siglufirði klukkan 20.00
2. júlí í Deigluni á Akureyri klukkan 21.30
Mógil skipa:
Heiða Árnadottir- Voice
Ananta Roosens – Violin,Voice
Hilmar Jensson – Guitar
Joachim Badenhorst – Clarinet, Saxophone, Bass clarinet,
Hlekkur:
Mógil á MySpace