Vinnusmiðja um stafræna kynningu listamanna

September 3, 2009

Kraumur fræðir íslenska tónlistarmenn um mikilvægi stafrænnar markaðssetningar á netinu.

Kraumur tónlistarsjóður er samstarfs- og stuðningsaðili sérstakrar vinnusmiðju sem miðar að því að kynna fyrir íslenskum tónlistarmenn mikilvægi, möguleika og leiðir í stafræni markaðssetningu á tónlist sinni.

Vinnusmiðjan ber hetiið ‘Digital Presence for Artists – Commercial outlets, Arts and Marketing’ og er hluti af hinnar alþjóðlegu You Are in Control ráðstefnu Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar (Iceland Music Export), sem fram fer í Reykjavík dagana 23. og 24. september.

Í ár hefur Kraumur með ýmsum hætti unnið að því fræða íslenska listamenn um þá möguleika netið býður upp í markaðsetningu og sölu á tónlistar, m.a. á Hljóðverssmiðjum Kraums á Flateyri og námskeiðinu Hvar er draumurinn? á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Þessi vinnusmiðja er þó stærsta skref Kraums í þessum málaflokki og fyrirhugað er að leggja honum enn frekar lið á næstunni.

Hlekkur:
Iceland Music Export – You Are in Control 2009
Iceland Music Export – Conference Programme