Hljómplata Dikta komin út

November 20, 2009

Þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Dikta, Get It Together, er komin út og í verslanir hérlendis.

Fjögur ár eru síðan hljómsveitin Dikta gaf út sína síðustu breiðskífu Hunting For Happiness. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, sveitin hefur verið iðinn við tónleikhald hérlendis og erlendis, samið tónlist fyrir ýmis verkefni og jafnframt sent frá sér nokkur lög – m.a. “Let Go” sem náði miklum vinsældum á útvarpsstöðvum fyrr í ár.

Aðdáendahópur Dikta hefur stækkað umtalsvert síðustu ár, bæði hér heima sem erlendis. Hunting For Happiness var valin ein af 100 bestu plötum Íslandssögunnar í vali Rás 2, Félags Íslenskra Hljómplötuútgáfna og Tonlist.is og ljóst að margir bíða með eftirvæntingu eftir þriðju breiðskífu sveitarinnar sem hlotið hefur titilinn Get It Together og er nú komin út.

Meðal þeirra sem koma að vinnslu plötunnar er sænski upptökustjórinn Jens Bogren.

Kraumur tónlistarsjóður styður við Dikta í plötugerð sinni og hefur tekið þátt í vinnslu plötunnar síðan í upphafi árs 2008.

Hlekkir
Dikta.net
Myspace.com/dikta