Feldberg á Great Escape

May 27, 2010

Feldberg á Great Escape hátíðinni og í Dazed & Confused.

Feldberg gerði góða för á bresku tónlistarhátíðina The Great Escape í Brighton 13.-15. maí. Dúettinn spilaði á sviði sem kallast Audio venue – Levi’s Ones To Watch við góðar viðtökur og athygli, sem m.a. skilaði sér í umfjöllun tímaritsins Dazed & Confused.

The Great Escape hátíðin þykir leiðandi í Evrópu fyrir nýja tónlist og sótt af fjölmörgum starfsmönnum tónlistarbransans. Samtals sækja um 15.000 manns hátíðina. Þar af þeim eru 5000 manns úr tónlistar- og útgáfubransanum.

Feldberg lék jafnframt á þrennum tónleikum í London í lok apríl í tilefni þess að lagið ‘Dreamin’ af breiðskífu þeirra Don’t Be a Stranger er komið í alþjóðlega dreifingu gegnum plötuútgáfuna Kitsuné. Feldberg léku á jafnframt útgáfutónleikum fyrir safnplötuna Kitsuné Masion 9, sem inniheldur lagið, í byrjun maí mánaðar. Lagið, sem var valið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009, er væntanlegt á smáskífu síðar í ár.

The Great Escape 2010: Feldberg & Japandroids
Feldberg í tímartinu Dazed & Confuesed

Fleiri hlekkir: