Mammút til Evrópu

July 14, 2010

Hljómsveitin Mammút heldur í tónleikaferð til Evrópu með stuðningi og í samstarfi við Kraum – leikur 16 tónleika  á 17 dögum.

Hljómsveitin Mammút hefur tónleikaferð sína um Evrópu á tónleikastaðnum Superkronik í Leipzig þann 22. júlí. Í framhaldinu taka við tónleikar víða um mið-Evrópu, m.a. á Am Schluss Festival í Sviss og Lott Festival í Þýskalandi. Tónleikaferðin er liður í kynningu Mammút á tónlist sinni og nýjustu breiðskífu, Karkari, í Evrópu með sérstaka áherslu á Þýskaland og þýskumælandi lönd á borð við Austurríki og Sviss.

Mammút var stofnuð sem stúlknatríó 2003 undir nafninu ROK, en fékk síðar nafnið Mammút þegar strákarnir bættust í hópinn. Mammút sigraði Músíktilraunir árið 2004 og gaf út fyrstu plötu sína árið 2006 samnefnd hljómsveitinni. Tveimur árum síðar kom önnur breiðskífa sveitarinnar, Karkari, út og fékk m.a. viðurkenningu Kraums fyrir að skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika sem ein af plötum Kraumslistans/Kraumsverðlaunanna.

Mammút hefur fylgt Karkari eftir með tónleikum víð landið og einnig leitað utan landsteinana með tónleikum í Noregi, Þýskalandi og fleiri stöðum. Þetta er stærsta tónleikaferð sveiterinnar erlendis til þessa.

Mammút í Evrópu – Dagskrá:
Jul 22 – Superkronik – (Leipzig, DE)
Jul 23 – Kino – (Ebensee, AT)
Jul 24 – Kuahgartn Open Air – (Babensham St. Leonhard, DE)
Jul 25 – Eier mit Speck Festival – (Viersen, DE)
Jul 27 – Am Schluss Festival – (Thun, CH)
Jul 28 – Sonic Ballroom – (Cologne, DE)
Jul 29 – Hafen 2 – (Offenbach, DE)
Jul 30 – Krach Am Bach – (Beelen, DE)
Jul 31 – Lott Festival – (Raversbeuren, DE)
Aug 1 – Astra Stube – (Hamburg, DE)
Aug 2 – White Trash – (Berlin, DE)
Aug 3 – Old Kino – (Slavonice, CZ)
Aug 4 – Tabacka Kulturfabrik – (Kosice, SK)
Aug 5 – Tüzraktér – (Budapest, HU)
Aug 6 – STUCK! 2010 @ Rockhouse – (Salzburg, AT)
Aug 7 – Stadtgarten – (Erfurt, DE)

Hlekkir
Mammút á MySpace

Mammút á Facebook
Mammút á gogoyoko