Leita að tónlistarkonum fyrir tónleikaferð

July 20, 2010

Trúbatrix í samvinnu við Kraum leita af nýjum tónlistarkonum fyrir tónleikaferð um landið og nýja safnplötu sumarið 2010.

Trúbatrixur eru komnar á kreik á ný eftir velheppnaðan tónleikaferð í vor til Bretlands  og eru nú að setja í gírinn fyrir sumarið 2010.  Er stefnan tekin á að fara í tónleikaferð um landið í ágúst  í samvinnu við Kraum tónlistarsjóð og gefa út nýja safnplötu; Trúbatrix Taka 2 stuttu eftir það. Platan fylgir eins og nafnið gefur til kynna í kjölfar Taka 1 sem innihélt m.a. lög frá; Pascal Pinon, Fabúla, Jara, Uni, Mysterious Marta, Elízu Newman og Myrra {mynd].

Trúbatrixur eru nú að leita af og auglýsa eftir nýjum og spennandi íslenskum tónlistarkonum til að taka þátt í tónleikaferðinni og plötunni í sumar;

“Ef þið flytjið frumsamda tónlist og getið komið fram og flutt 3-4 lög á tónleikum  endilega vera í sambandi. Allmenningur er líka kvattur til að benda á efnilegar tónlistarkonur og því fjölbreyttari tónlist  því betra!

Tónlistarkonur geta sent tengil á vefsíðu eða mp3 með tóndæmi  á  :

trubatrix@gmail.com

og við verðum svo í sambandi !”

Hlekkir
Trúbatrix á MySpace
Trúbatrix á Facebook
Kraumur – Innrás