K-tríó á faraldsfæti

July 27, 2010

Tónleikaferð K tríó um Ísland gekk feikivel.

Dagana 12.-19. júlí lék K tríó víðsvegar um landið í samstarfi við Kraum til að kynna nýja breiðskífu sína; Rekavið. Ferðin var hluti af Innrás Kraums sem miðar að því að styðja við tónleikahald innanlands og gefa listamönnum og hljómsveitum færi á að spila og kynna tónlist sína sem víðast. Það er skemmst frá því að segja að tónleikaferðin gekk vel og var hin besta kynning fyrir plötuna.

Frekari upplýsingar hér.