Daníel Bjarnason fær lofsamlega dóma

September 13, 2010

Tónskáldið og hljómsveitastjórinn Daníel Bjarnason fær lofsamlega dóma fyrir breiðskífu sína Processions. Kraumur vinnur með og styður Daníel við markaðsetningu plötunnar á erlendri grundu.

Daníel Bjarnason hóf kynningu á breiðskífu sinni Processions í mars á þessu ári með tónleikum í New York ásamt 17 manna hljómsveit. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Vicky Chow píanóleikari voru meðal þeirra sem skipuðu hljómsveit Daníels, en myndir frá tónleikunum má sjá hér.

Daníel hefur síðan leikið á fleiri tónleikum hérlendis sem erlendis, en meðal viðkomustaða hafa verið Moskva og Tallin. Hérlendis kom Daníel fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu þann 16. maí sem voru hluti af Listahátíð í Reykjavík og Whale Watching tónleikadagskrá Bedroom Community.

Daníel Bjarnason vinnur nú að nýju verki með tónlistarmanninum Ben Frost sem er undir áhrifum frá kvikmynd Andre Tarkovsky Solaris og verður flutt á Unsound tónlistarhátíðinni með 28 átta manna sinfóníusveit Krakow-borgar. Meira hér.

Procession hefur fengið frábæra dóma í fjölmörgum fjölmiðlum erlendis. Má þar nefna  Drowned in Sound, Popmatters og Alarm Magazine sem gefur plötunni 9/10 í einkunn og segir plötuna vera með bestu útgáfum ársins 2010. Daníel hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2010 fyrir tónverkin á plötunni, auk þess sem platan var tilnefnd sem plata ársins í flokki Sígildrar tónlistar og samtímatónlistar.

Daníel Bjarnason hefur unnið að útsetningum með fjölda innlendra tónlistarmanna og má þar nefna Sigur rós, Hjaltalín, Amiina og Ólöf Arnalds. Daníel er jafnframt einn af stofnendum og stjórnandi kammersveitarinnar Ísafold. Breiðskífa Ísafoldar ‘All Sounds to Silence Come’ hlaut Kraumsverðlaun – viðurkenningu Kraums á sviði plötuútgáfu árið 2008. Áætlað er að Daníel muni vinna með dönsku hljómsveitinni Efterklang í byrjun næsta árs að útsetningum fyrir tónleikaferð og nýrri breiðskífu.

“Processions deserves to be [Bjarnason’s] global breakthrough. It’s the sound of fire and instinct, the musical equivalent of a controlled burn. Perhaps all sounds to silence come, but thanks to Bjarnason, that sonic Armageddon seems a long distance away.”
Richard Allen — The Silent Ballet

“Of course, although it might often sound like complete chaos, with Bjarnason unable to keep a lid on the rage that boils within, Processions obviously required a degree of technical virtuosity akin to the ‘death jazz’ of The Thing and Soil And Pimp Sessions it occasionally resembles; that Bjarnason is leading an entire orchestra through this maelstrom even more impressive than a jazz trio soloing around each other. That, and the fact that this so-called ‘classical’ music makes even the most aggressive members of the jazz, electronic or metal avant-garde sound about as scary as Cliff Richard.”
Paul Clarke — Drowned in Sound

“Processions is the first full-length release for Bjarnason, who only recently turned 30. Clearly, he already possesses a wealth of knowledge about the history of classical (or classical-esque) music. For someone so young to have that knowledge and deploy it to deconstruct the music itself is mind-boggling and leaves listeners wondering what Bjarnason will break next.”
Erin Lyndal Martin — Popmatters.com

Kraumur styður og vinnur með Daníel Bjarnassyni að kynningu Processions á erlendum vettvangi.

Hlekkir