Tónlistarlíf á Gelgjutanga

September 20, 2010

Kraumur kemur víða við í stuðningi sínum við íslenskt tónlistarlíf. Á Gelgjutanga í austurborg Reykjavíkur hefur gamalt vöruhús fengið nýtt hlutverk sem upptökuver og æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Apparat Organ Quartet.

Úlfur Eldjárn, Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson, Jóhann Jóhannsson og Arnar Geir Ómarsson – sem skipa hljómsveitina Apparat Organ Quartet – hafa í samstarfi við Kraum komið lagerhúsnæði á Gelgjutanga í gott stand til tónlistariðkunar. Húsnæðið, sem áður hýsti vörulager, nýtir sveitinn tit til æfinga og við upptökur á nýrri breiðskífu sveitarinnar, sem er væntanleg innan skamms.

Fyrsta og eina breiðskífa Apparat Organ Quartet til þessa, sem var samnefnd sveitinni, kom út árið 2002 og vakti mikla athygli á sveitinni. Platan hefur síðan verið endurútgefin nokkrum sinnum, m..a. á erlendum vettvangi. Ljóst er að margir bíða spenntir eftir meiri tónlist frá orgelkvarettinum sem mun leika á Iceland Airwaves hátíðinni nú í haust.