Kammerhópurinn Nordic Affect lætur á sér kræla

October 7, 2010
Kammerhópurinn Nordic Affect leggur lokahönd á nýja breiðskífu og leikur á tónleikum Aemstelrande Concerten tónleikaraðarinnar í Amsterdam í nóvember.

Kammerhópurinn Nordic Affect er á síðustu metrunum með að klára nýja breiðskífu með tónlist úr Hymnodia Sacra handritinu. Upptökur fóru fram í Skálholtskirkju síðasta sumar og nú er hljóðvinnslu og frágangi á að ljúka. Enginn útgáfudagur er enn komin á hljómplötuna, en stefnt er á útgáfu fyrir árslok.

Nordic Affect hefur ekki staðið auðum höndum síðan upptökur fyrir plötuna fóru fram síðasta sumar.
Hópurinn hefur leikið á fjölda tónleika, m.a. á Listahátíð í Reykjavík 2009 og 2010, “Frá Putlandi til Parísar” í Þjóðmenningarhúsinu og Dönsku kirkjunni í París og “Händel endurunninn á Íslandi” á Vantaa tónlistarhátíðinni.

Tónleikar innan Aemstelrande Concerten tónleikaraðarinnar í Amsterdam eru áætlaðir 27. nóvember. Þar mun hópurinn flytja verk eftir Purcell, Pergolesi, Corelli, Tuma og Leclair.

Kammerhópurinn Nordic Affect var stofnaður árið 2005 með að markmiði að miðla ríkidæmi tónlistar 17.og 18.aldar og flytja samtímatónlist. Meðlimir hópsins eiga allir að baki nám í sagnfræðilegum hljóðfæraflutningi og koma reglulega fram víða um Evrópu. Nordic Affet hefur m.a. hljóðritað fyrir Ríkisútvarpið og Samband Evrópskra Útvarpsstöðva. Fyrsti geisladiskurinn með leik þeirra; Apocrypha eftir Huga Guðmundsson var tilnefndur til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og hlaut Kraumsverðlaunin 2008.

Listrænn stjórnandi hópsins er Halla Steinunn Stefánsdóttir

Hljóðsetningu á væntalegri hljómplötu annaðist Georg Magnússon.

Kraumur tónlistarsjóður vinnur með hópnum og styður við upptökur og útgáfu nýrrar hljómplötu Nordic Affect. Tónlistarsjóður Menntamálaráðuneytisins styður jafnframt við verkefnið.
Nordic Affect skipa;
Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðla
Georgia Browne, þverflauta
Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla
Hanna Loftsdóttir, selló og gamba
Karl Nyhlin, lúta
Guðrún Óskarsdóttir, semball

Tenglar