Samkoma í Vonarstræti

November 26, 2010

Kraumur tónlistarsjóður, Hönnunarsjóður Auroru og Hönnunarmiðstöð Íslands með jólapartý í Vonarstrætinu

Aldrei þessu vant verður glatt á hjalla í Vonarstrætinu í dag frá klukkan 17-19.  Nágrannarnir sem deila húsnæðinu að Vonarstræti 4b ætla endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða vinum og vandamönnum að njóta með sér góðs félagskapar og léttra veitinga í húsakynnum okkar.

Gamanið hefst eins og áður sagði klukkan 17.00. Gestgjafar eru Hönnunarmiðstöð Íslands, Hönnunarsjóður Auroru og Kraumur tónlistarsjóður.