Kraumslistinn 2010 – Tilnefningar kynntar

December 16, 2010

Dómnefnd tilkynnir 20 hljómplatna úrvalslista fyrir Kraumslistann 2010 – árleg plötuverðlaun Kraums, þar sem verk sem skara fram úr í metnaði og frumleika eru verðlaunuð.

Kraumslistinn – árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs til þeirra verka í íslenskri plötuútgáfu sem þótt hafa frumleg, framúrskarandi og spennandi á árinu – verður kynntur þriðja árið í röð síðar í desember. Dómnefnd Kraumslistans, sem skipuð er 12 aðilum sem hafa verið liðtækir við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, hafa nú komist að niðurstöðu um 20 hljómplatna úrvalista, tilnefningar til verðlaunanna, sem er hér með er kynntur til leiks.

Tilnefningarnar, úrvalslisti dómnefndar, hafa síðustu ár verið kynntar nokkrum dögum áður en hinn eiginlegi Kraumslisti er kynntir til leiks – þ.e.a.s. hverjir komast á Kraumslistann og hljóta plötuverðlaun Kraums með þeim stuðningi og viðurkenningu sem það hefur í för með, m.a. með kynningu á verðlaunaplötunum á erlendum vettvangi. Dómnefnd  Kraumslistans er skipuð 12 aðilum sem sinnt hafa umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar síðustu ár, m.a. fyrir Fréttablaðið, Morgunblaðið, DV, Reykjavik Grapevine, Rjominn.is, Eyjan.is, X-ið og Rás 2. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Listi yfir alla meðlimi dómnefndar má finna hér.

Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að nú þegar dómnefnd hefur valið úrvalslistann (20 plötur) heldur hún áfram við að velja sjálfann Kraumslistann 2010, 5 plötur sem verðlaunaðar verða sérstaklega. Síðustu tvö ár, 2008 og 2009, urðu verðlaunaplöturnar reyndar 6 talsins – en samkvæmt reglum Kraumslistans hefur dómnefnd leyfi til að auka við fjölda verðlaunaplatna, ef sérstakt tilefni þykir til. Samtals 12 hljómplötur – frá flytjendum á borð við Hjaltalín, Huga Guðmundsson, Ísafold kammersveit, Agent Fresco og FM Belfast – hafa komist á lokalista Kraumslistans árin 2008 og 2009.

Val dómnefndar Kraumslistans, bæði hvað varðar tilnefningar og verðlaunaplötur, kemur oft á óvart og þar leynast oft hljómplötur sem með valinu fá verðskuldaða athygli. Í ár geta verðlaunahafar síðustu ára í fyrsta sinn náð verðlaunum á nýjan leik, þar sem bæði Agent Fresco og Retro Stefson – sem hlutu verðlaun fyrir plötur sínar árið 2008, eru tilnefndar fyrir plötur sínar í ár.

Óhætt að segja að árið í ár hafi verið öflugt hvað plötuútgáfu varðar, enda fjölmargir spennandi titlar sem ekki komast á úrvalslista Kraumslistans fyrir árið 2010.

Eftirtalda plötur eru tilnefndar til Kraumslistans 2010:

* Agent Fresco – A Long Time Listening
* Amiina – Puzzle
* Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
* Daníel Bjarnason – Processions
* Ég – Lúxus upplifun
* Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
* Kammerkór Suðurlands – Iepo Oneipo
* Miri – Okkar
* Momentum – Fixation, At Rest
* Moses Hightower – Búum til börn
* Nolo – No-Lo-Fi
* Ólöf Arnalds – Innundir skinni
* Prinspóló – Jukk
* Retro Stefson – Kimbabwe
* Samúel Jón Samúelsson Big Band – Helvítis Fokking Funk
* Seabear – We Built a Fire
* Sóley – Theater Island
* Stafrænn Hákon – Sanitas
* Valdimar – Undraland
* Quadruplos – Quadroplos

Markmið Kraumslistans er:

* Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
* Verðlauna og verkja athygli á því sem er nýtt og spenanndi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
* Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Kraumslistinn
Kraumslistanum (stundum kölluð Kraumsverðlaun) er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.

Verðlaun
Kraumur mun styðja við þær plötur sem dómnefnd velur á Kraumslistann, og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum (100 stk hver plata árin 2008 og 2009) og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

KRAUMSLISTINN 2008

 • Agent Fresco – Lightbulp Universe)
 • FM Belfast – How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
 • Ísafold kammersveit – All Sounds to Silence Come
 • Mammút – Karkari
 • Retro Stefson – Montana

>> 20 platna úrvalslisti ársins má finna hér: http://kraumur.is/kraumslistinn/kraumslistinn-2008/

KRAUMSLISTINN 2009

 • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Tuttugu tillit til Jesúbarnsins
 • Bloodgroup – Dry Land
 • Helgi Hrafn Jónssonon – For the Rest of My Childhood
 • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
 • Hjaltalín – Terminal
 • Morðingjarnir – Flóttinn mikli

>> 20 platna úrvalslisti ársins má finna hér: http://kraumur.is/kraumslistinn/kraumslistinn-2009

Nánar um Kraumslistann og markmið verðlaunanna: