Hljóðverssmiðjur að hefjast

February 3, 2011

Hljóðverssmiðjur Kraums fara fram dagana 4.-7. febrúar.

Föstudaginn 4. febrúar hefjast Hljóðverssmiðjur Kraums þar sem þrjár ungar og efnilegar hljómsveitir verður gefin kostur á að fá fræðslu og taka upp undir leiðsögn reyndari tónlistarfólks í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ. Fjölmargir þekktir listamenn hafa tekið upp í Sundlauginni, m.a. Sigur rós sem áttu hljóðverið um nokkura ára skeið.

Markmiðið með hljóðverssmiðjunum er að styðja við grasrótina í íslensku tónlistarlífi, miðla reynslu og gefa þeim tækifæri á að taka upp efni sem nýst gæti hljómsveitinni við kynningu, t.a.m. dreifingar á netinu og til útvarpsstöðva, og/eða sem byrjun á upptökum á breiðskífu.

Meðal leiðbeinanda í ár eru tónlistarmennirnir Mugison og Pétur Ben.

Þær þrjár hljómsveitir sem lenda í þremur efstu verðlaunasætunum á  hinum árlegu Músíktilraunum er boðin þátttaka í Hljóðverssmiðjunum. Í ár eru það hljómsvetiirnar Of Monsters & Men (sæti #1), The Assassin of a beautiful Brunette (#2) og Vulgate (#3).

Hljómsveitakeppnin og tónlistarhátíðin Músíktilraunir hefur verið einn helsti vettvangur ungra íslenskra tónlistarmanna til að koma sér og tónlist sinni á framfæri í yfir 25 ár. Listi hljómsveita og listamanna sem stigið hafa á svið á þessum árlega tónlistarviðburði er langur, en meðal sigurvegara síðustu ára eru hljómsveitirnar Jakobínarína, Mammút og Agent Fresco.