Nýtt umsóknarferli

May 18, 2011

Vor umsóknarferli Kraums í fullu gangi, umsóknarfrestur er til 1. júní.

Miðvikudaginn 11. maí, þegar kynnt var niðurstaðar  nýliðnu umsóknarferli Kraums fyrir árið 2011, hófst nýtt umsóknarferli hjá sjóðnum. Um er að ræða annað af tveim umsóknarferlum ársins þar sem horft er til verkefna á sviði íslenskrar tónlistar sem munu eiga sér stað sumar, haust og vetur 2011.

Tónlistarmenn og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar eru hvattir til að sækja um fyrir sín verkefni. Umsóknarferlið er einnig opið fyrir viðburði, námskeið og fræðsluverkefni.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2011.

Allar frekari upplýsingar um umsóknarferlið má finna hér:
http://kraumur.is/samband/vor-umsoknarferli-2011/