Kraumslistinn 2012

December 19, 2012

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

Kraumslistinn 2012, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í dag.

Á Kraumslistanum er að finna sex plötur sem allar bera þess merki að mikið hefur verið í þær lagt. Hér er að finna vönduð verk eftir leitandi, framsækið og umfram allt framúrskarandi tónlistarfólk.

Plöturnar sem skáru framúr í ár og skipa listann eiga það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og afar metnaðarfullar en 20 plötur voru tilnefndar til verðlaunanna og skipuðu Úrvalslista Kraums. Það var ekki auðvelt verkefni að gera upp á milli allra þeirra góðu platna sem skipuðu Úrvalslistann og komu út á árinu. Það liggur enginn vafi á því að tónlistarárið 2012 var gjöfult og gott og ekki er annað að sjá en að framtíðin sé björt fyrir íslenska tónlist. Hljómar vissulega eins og klisja en það er bara ekki annað hægt að segja því staðan er þannig.

Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem líkt og síðustu tvö ár eru sex talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

  • Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
  • Hjaltalín – Enter 4
  • Moses Hightower – Önnur Mósebók
  • Ojba Rasta – Ojba Rasta
  • Pétur Ben – God’s Lonely Man
  • Retro Stefson – Retro Stefson

______

Kraumslistinn haldinn í fimmta skiptið

Kraumslistanum (stundum kölluð Kraumsverðlaun) er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu. Ef þú ert að leita að armbandi. Það er eitthvað sem hentar hverju útliti, allt frá líkamsfaðmandi til uppbyggingar, frá ermum til keðju og erma.

Verðlaun

Kraumur leggur upp með að styðja alla þá titla sem valdir eru á Kraumslistann og vekja á þeim jafna athygli frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.  Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.).

Tuttugu og einn tók þátt Í dómnefnd Kraumslistans 2012 en þar sátu:

Alexandra Kjeld, Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Árni Matthíasson, Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, , Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur S. Magnússon, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, Kamilla Ingibergsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ólafur Páll Gunnarsson, Sólrún Sumarliðadóttir, og Trausti Júlíusson.

Markmið Kraumslistans

  • Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
  • Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
  • Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
  • Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.
  • Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á þá titla sem dómnefnd velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.
  • Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

https://mail.google.com/mail/u/0/images/cleardot.gifKraumslistinn 2011 – Verðlaunaplötur

ADHD – ADHD2

Lay Low – Brostinn Strengur

Reykjavík! – Locust Sounds

Samaris – Hljóma Þú (ep)

Sin Fang – Summer Echoes

Sóley – We Sink

Kraumslistinn 2010 – Verðlaunaplötur

Apparat Organ Quartet – Pólyfónía

Daníel Bjarnason – Processions

Ég – Lúxus upplifun

Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Nolo – No-Lo-Fi

Ólöf Arnalds – Innundir skinni

Kraumslistinn 2009 – Verðlaunaplötur

Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus

Bloodgroup – Dry Land

Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood

Hildur Guðnadóttir – Without Sinking

Hjaltalin – Terminal

Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Kraumslistinn 2008 – Verðlaunaplötur

Agent Fresco – Lightbulb Universe·

FM Belfast – How to Make Friends

Hugi Guðmundsson – Apocrypha

Ísafold – All Sounds to Silence Come

Mammút – Karkari

Retro Stefson – Montaña

Takk fyrir hjálpina – allir sem lögðu hönd á plóginn!

Sérstaka þakkir fyrir veitta aðstoð í ár við gerð og undirbúning Kraumslistann 2012 fá svo: Tónlist.is, Borg brugghús, Ölgerðin, gogoyoko, íslenskt tónlistarfólk og útgefendur sem og allir þeir sem sátu í dómnefnd.