Menningarveisla í Járnbraut á Menningarnótt

August 22, 2013

Á Menningarnótt 2013 ætlar listasetrið, æfingarhúsnæðið og hljóðverið Járnbraut að opna dyr sínar og halda sannkallaða menningarveislu!

Járnbraut hlaut styrk frá Kraumi tónlistarsjóði við síðustu úthlutun og verður þetta kjörið tækifæri að sjá íslensku grasrótarsenuna að verki. Hljómsveitir Járnbrautar koma fram ásamt góðum gestum, m.a. Grísalappalísa, Pétur Ben og Útidúr en auk þess munu helstu vonarstjörnur myndlistar sýna verk sín og ber einna helst að nefna hoppukastala sem komið verður fyrir á plani Járnbrautar.

Allir velkomnir, alveg ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum gegn mat og drykk.

Dagskrá Dagsins:

14:30 – Dj Flugvél og Geimskip
15:00 – ROKKMARAÞON – Hlaupið verður hring um Grandasvæðið. Leðurjakki og strigaskór skilyrði!
16:00 – Gaupan
16:30 – Kristín Ómarsdóttir les upp úr nýrri bók
17:00 – Babies
18:00 – Gunnar Gunnsteinsson
19:00 – Pétur Ben + Brautin
20:00 – Jóhann Kristinsson
21:00 – Útidúr
22:00 – Grísalappalísa
23:00 – Flugeldasýning á besta útsýnispalli Reykjavíkur

Listamenn sem sýna eru: Rúnar Örn Marinósson, Þórdís Erla Zoega, Kunstschlager Basar, Helena Aðalsteinsdóttir, Birna Björnsdóttir, Daníel Starrason og Magnús Andersen

Matur og drykkur í boði fyrir frjáls framlög.

Verkefnið styðja Kraumur tónlistarsjóður, Ölgerðinni og Reykjavíkurborg.

Járnbrautin er staðsett á Hólmaslóð 2 (niðrá Granda) og hefst dagskráin kl 14:00 og er hún opin allri fjölskyldunni.