Rokk Innrásin

June 30, 2009

Hljómsveitirnar Nögl, Endless Dark, At Dodge City og Gordon Riots fara Rokk Innrás um landið dagana 25. júní -4. júlí með stuðningi Kraums.

Sumarið 2009 verður viðburðaríkt fyrir hljómsveitina Nögl. Sveitin er farin í tónleikaferð um landið með stuðningi Innrás Kraums og í lok sumars fer hún til Bandaríkjanna og leikur á sex tónleikum með hljómsveitinni Fairwell to Fashion (U.S). Má m.a. rekja þessa ferðagleði hljómsveitarinnar til þess að fyrsta hljómplata hennar, ‘I Proudly Present’, er væntanleg í byrjun júlí og stefna liðsmenn sveitarinnar á að kynna hana sem best og víðast.

Tónleikaferð Nögl um landið hefur hlotið heitið “Rokk Innrásin”, og með í för eru hljómsveitirnar; At Dodge City, Endless Dark og Gordon Riots. Viðkomustaðir eru: Reykjavík, Grundarfjörður, Ísafjörður, Keflavík, Sauðakrókur og Egilstaðir.

Auk sveitanna fjögurra munu heimamenn á hverjum stað spila og verða til dæmis Sigurvegara músiktilrauna Bróðir Svartúlfs með á tónleikunum á Sauðakróki.

Rokk Innrásin er framkvæmd með stuðningi Innrásar-átaki Kraums tónlistarsjóðs.

Um Nögl: Hljómsveitin var stofnuð árið 2002, en það var ekki fyrr en árið 2008 að hún náði að fanga athygli. Sveitin hefur verið á miklu flugi síðan þá og lenti lent meðal annars á tveimur listum yfir athyglisverð bönd á árinu 2009. Annars vegar í grein Dr Gunna “heitustu böndin 2009” í fréttablaðinu og hinsvegar í greininni “Vonarstjörnur 2009″ úr Morgunblaðinu. Lögin “I Promis” og “My World” fóru mikinn árið 2008 hjá rokksstöðinni X-977 og og var síðarnefnda lagið á topp 10 í fjölda vikna.

Hlekkur:
Nögl á MySpace